Bæjarlistamaður = jólaskraut Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 09:45 Árið er 2023 og Ísafjarðarbær tilkynnir að ekkert verði af útnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðar í ár. Ástæðan er að Mugison sem var valinn af bæjarbúum í 1. sæti yfir þá listamenn sem ættu þennan heiður skilið afþakkar. Engum sögum fer af því hvaða aðrir listamenn hafi verið á vallistanum. Við fáum að vita að ákveðið hafi verið að verja þeim 200.000 krónum sem fylgja heiðrinum til frekari jólaskreytinga í bæjarfélaginu. Það segir allt sem segja þarf um hversu litlir peningar fylgja heiðrinum. Jólaskrautsgjörningurinn er í fullkominni mótsögn við annars vel skrifaða menningarstefnu Ísafjarðarbæjar. Þar segir m.a. „Mikilvægt er að Ísafjarðarbær haldi sínum sessi sem menningarbær. Það gefur sveitarfélaginu jákvæða ímynd og getur haft veruleg áhrif á val einstaklinga um búsetu sem og líðan þeirra sem hér búa. Öflugt menningarstarf hefur einnig jákvæð áhrif á atvinnulíf og eru tónlistar- og leiklistarhátíðir, sem hér eru haldnar, gott dæmi um það. Í Ísafjarðarbæ er fjölmenningarlegt samfélag og ber að endurspegla það í menningarstarfsemi bæjarins.“ Spurningar sem vakna Hér staldrar maður við að þá staðreynd að hátíðum er hampað fyrir jákvæð áhrif á atvinnulíf. Umræddur listamaður, sem hafnaði styrknum, átti frumkvæði ásamt föður sínum að því að koma á laggirnar tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður, sem engum dylst að hefur gríðarlegt aðdráttarafl fyrir Ísafjarðarbæ. Hátíðin hefur aukið viðskipti fjölda fyrirtækja margfalt í bæjarfélaginu um hverja páska sl. 20 ár. Hvarflaði ekki að þeim sem réðu ferð að bjóðast til að láta peninginn renna til þeirrar hátíðar? Hvarflaði heldur ekki að þeim að skoða hvort veita mætti þeim sem var í öðru sæti á lista bæjarbúaa heiðurinn og peninginn? Hvarflaði alls ekki að þeim að endurskoða fyrirkomulagið og ákveða fyrst að þetta gekk ekki sem skyldi í ár þá mætti skoða að tvöfalda eða margfalda upphæðina á næsta ári og til framtíðar svo peningurinn geti leitt til frekari listsköpunar og bætts starfsumhverfis viðkomandi listamanns? Þekking ≠ fagmennska Rannsóknir hafa sýnt að menning og skapandi greinar eru ört vaxandi atvinnuvegur og í kringum hann skapast tækifæri til margvíslegrar nýsköpunar. Í nýlegri samantekt um stöðu skapandi greina á Íslandi sem birtist í skýrslu sem nefnist Sköpunarkrafturinn – orkugjafi 21. aldar kemur fram að efnahagslegur vöxtur menningar og skapandi greina eru miklu hraðari á Íslandi en í t.d. í Ástralíu og Bretlandi. Í menningarstefnu Ísafjarðarbæjar kemur fram góður skilningur á þessari þekkingu. Bærinn vill styðja við faglegt umhverfi lista með því að styrkja aðstöðu listamanna og skapandi framleiðenda. Menning, listir og skapandi greinar eiga að verða stærri hluti af atvinnulífi Ísafjarðarbæjar. Allt hljómar þetta eins og fólk sé mjög upplýst um tækifærin sem felast menningu og skapandi greinum. Hér verður hins vegar ekki betur séð en að stjórnsýsla bregðist í framkvæmd eigin stefnu. Stefnumótun þarf að fylgja metnaður og vilja til að ná markmiðum. Það þýðir ekki að slá slöku við og ákveða að bæjarlistamaðurinn sé á pari við jólaskraut þegar búið er ákveða að það sé hluti af stefnu að veita árlega slíka viðurkenningu. Afhjúpandi myndhverfing Tilkynningin sem Ísafjarðarbær sendi frá sér dregur fram tvennt. Annars vegar er peningaupphæðin svo lág að hún öskrar á endurskoðun. Hins vegar gæti myndhverfingin um að bæjarlistamaðurinn sé sama sem jólaskraut ekki verið meira afhjúpandi. Afhjúpandi um að ennþá leynist sá hugsunarháttur víða í samfélaginu um að menningin sé til skrauts á tyllidögum. Ef maður ætlar að sjá jákvæðu hliðarnar á þessu þá getur Mugison hugsanlega bætt afkomu sína með því að framleiða mugi-jólakúlur árlega og selt á tónleikum á aðventunni. Ef við sem samfélag ætlum hins vegar að taka okkur alvarlega þá hljótum við að gera kröfur um faglegri vinnubrögð á þessu sviði sérstaklega þegar opinberir aðilar eiga í hlut. Höfundur er fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og kvikmyndagerðarkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísafjarðarbær Menning Mest lesið Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið er 2023 og Ísafjarðarbær tilkynnir að ekkert verði af útnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðar í ár. Ástæðan er að Mugison sem var valinn af bæjarbúum í 1. sæti yfir þá listamenn sem ættu þennan heiður skilið afþakkar. Engum sögum fer af því hvaða aðrir listamenn hafi verið á vallistanum. Við fáum að vita að ákveðið hafi verið að verja þeim 200.000 krónum sem fylgja heiðrinum til frekari jólaskreytinga í bæjarfélaginu. Það segir allt sem segja þarf um hversu litlir peningar fylgja heiðrinum. Jólaskrautsgjörningurinn er í fullkominni mótsögn við annars vel skrifaða menningarstefnu Ísafjarðarbæjar. Þar segir m.a. „Mikilvægt er að Ísafjarðarbær haldi sínum sessi sem menningarbær. Það gefur sveitarfélaginu jákvæða ímynd og getur haft veruleg áhrif á val einstaklinga um búsetu sem og líðan þeirra sem hér búa. Öflugt menningarstarf hefur einnig jákvæð áhrif á atvinnulíf og eru tónlistar- og leiklistarhátíðir, sem hér eru haldnar, gott dæmi um það. Í Ísafjarðarbæ er fjölmenningarlegt samfélag og ber að endurspegla það í menningarstarfsemi bæjarins.“ Spurningar sem vakna Hér staldrar maður við að þá staðreynd að hátíðum er hampað fyrir jákvæð áhrif á atvinnulíf. Umræddur listamaður, sem hafnaði styrknum, átti frumkvæði ásamt föður sínum að því að koma á laggirnar tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður, sem engum dylst að hefur gríðarlegt aðdráttarafl fyrir Ísafjarðarbæ. Hátíðin hefur aukið viðskipti fjölda fyrirtækja margfalt í bæjarfélaginu um hverja páska sl. 20 ár. Hvarflaði ekki að þeim sem réðu ferð að bjóðast til að láta peninginn renna til þeirrar hátíðar? Hvarflaði heldur ekki að þeim að skoða hvort veita mætti þeim sem var í öðru sæti á lista bæjarbúaa heiðurinn og peninginn? Hvarflaði alls ekki að þeim að endurskoða fyrirkomulagið og ákveða fyrst að þetta gekk ekki sem skyldi í ár þá mætti skoða að tvöfalda eða margfalda upphæðina á næsta ári og til framtíðar svo peningurinn geti leitt til frekari listsköpunar og bætts starfsumhverfis viðkomandi listamanns? Þekking ≠ fagmennska Rannsóknir hafa sýnt að menning og skapandi greinar eru ört vaxandi atvinnuvegur og í kringum hann skapast tækifæri til margvíslegrar nýsköpunar. Í nýlegri samantekt um stöðu skapandi greina á Íslandi sem birtist í skýrslu sem nefnist Sköpunarkrafturinn – orkugjafi 21. aldar kemur fram að efnahagslegur vöxtur menningar og skapandi greina eru miklu hraðari á Íslandi en í t.d. í Ástralíu og Bretlandi. Í menningarstefnu Ísafjarðarbæjar kemur fram góður skilningur á þessari þekkingu. Bærinn vill styðja við faglegt umhverfi lista með því að styrkja aðstöðu listamanna og skapandi framleiðenda. Menning, listir og skapandi greinar eiga að verða stærri hluti af atvinnulífi Ísafjarðarbæjar. Allt hljómar þetta eins og fólk sé mjög upplýst um tækifærin sem felast menningu og skapandi greinum. Hér verður hins vegar ekki betur séð en að stjórnsýsla bregðist í framkvæmd eigin stefnu. Stefnumótun þarf að fylgja metnaður og vilja til að ná markmiðum. Það þýðir ekki að slá slöku við og ákveða að bæjarlistamaðurinn sé á pari við jólaskraut þegar búið er ákveða að það sé hluti af stefnu að veita árlega slíka viðurkenningu. Afhjúpandi myndhverfing Tilkynningin sem Ísafjarðarbær sendi frá sér dregur fram tvennt. Annars vegar er peningaupphæðin svo lág að hún öskrar á endurskoðun. Hins vegar gæti myndhverfingin um að bæjarlistamaðurinn sé sama sem jólaskraut ekki verið meira afhjúpandi. Afhjúpandi um að ennþá leynist sá hugsunarháttur víða í samfélaginu um að menningin sé til skrauts á tyllidögum. Ef maður ætlar að sjá jákvæðu hliðarnar á þessu þá getur Mugison hugsanlega bætt afkomu sína með því að framleiða mugi-jólakúlur árlega og selt á tónleikum á aðventunni. Ef við sem samfélag ætlum hins vegar að taka okkur alvarlega þá hljótum við að gera kröfur um faglegri vinnubrögð á þessu sviði sérstaklega þegar opinberir aðilar eiga í hlut. Höfundur er fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og kvikmyndagerðarkona.
Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun