Gagnrýni: Svo lengi sem við lifum Erna Mist skrifar 16. nóvember 2023 14:31 Íslendingar flytja til útlanda í þeim eina tilgangi að snúa aftur heim. Söguhetja þáttanna Svo lengi sem við lifum er þar engin undantekning, heldur dæmisaga þeirra sanninda: tónlistarkona sem ákveður að flytja heim eftir farsælan tónlistarferil með erlendan mann og barn í eftirdragi. Upphaflega er heimkoman eitt stórt spurningarmerki, en þegar útlit söguhetjunnar og viðhorft hennar gagnvart kynjaímyndum eru höfð til hliðsjónar koma ástæðurnar á færibandi: Bransinn var brenglaður, draumurinn dó um leið og hann var dreginn inn í veruleikann, og til að eiga möguleika á eðlilegu lífi var eina leiðin að elta upprunann og festa þar rætur. En spennufíknin slokknar ekki þó umhverfið hafi róast. Þó söguhetjan sé einfari að eðlisfari vakir innra með henni óseðjandi þrá eftir ofsablandinni nánd; fantasíum sem raungerast þegar ímyndunaraflinu tekst ekki að finna þeim farveg. Í stöðugum skilmingum við eigin langanir reynist listakonunni fjölskyldulífið ekki svo borðliggjandi, og þegar ungur maður flytur inn á heimilið til að stíga inn í hlutverk barnapíu fer heimilislífið endanlega úr böndunum. Fortíðardraugar á borð við fyrrum elskhuga og ófullkomna foreldra brjóta upp á framvinduna, en í stað þess að nýta áföll og fortíðarbresti til að útskýra hegðun og hugsanavillur söguhetjunnar (eins og vinsælt þykir í samtímasagnagerð sem einkennist af geðrænni greiningaráráttu og gegndarlausu fórnarlambsblæti) draga aukapersónurnar fram óvæntar hliðar á söguhetjunni sem berst við að samræma þessar hliðar. Hið sígilda samspil valdaójafnvægis og forboðins aðdráttarafls tekur á sig ólíkar birtingarmyndir í kringumstæðum sem eru í senn framandi og kunnulegar; senum sem sýna mann sjálfan í skálduðum persónum. Svo lengi sem við lifum er fyrst og fremst óður til frelsisins, þeirrar sammannlegu sálarhvatar til að skera á bönd hinna stöðnuðu hversdagshátta og losna undan fjötrum samfélagsgerðar sem skyldar okkur til að velja eina útgáfu af sjálfum okkur og bæla hinar niður. Söguhetja þáttanna er kærkomin nýjung í persónugallerí íslenskrar sjónvarpsgerðar - kona sem kýs frelsið frelsisins vegna; óvissuna fram yfir klisjuna. Þættina skrifar Aníta Briem, Katrín Björgvinsdóttir leikstýrir. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Íslendingar flytja til útlanda í þeim eina tilgangi að snúa aftur heim. Söguhetja þáttanna Svo lengi sem við lifum er þar engin undantekning, heldur dæmisaga þeirra sanninda: tónlistarkona sem ákveður að flytja heim eftir farsælan tónlistarferil með erlendan mann og barn í eftirdragi. Upphaflega er heimkoman eitt stórt spurningarmerki, en þegar útlit söguhetjunnar og viðhorft hennar gagnvart kynjaímyndum eru höfð til hliðsjónar koma ástæðurnar á færibandi: Bransinn var brenglaður, draumurinn dó um leið og hann var dreginn inn í veruleikann, og til að eiga möguleika á eðlilegu lífi var eina leiðin að elta upprunann og festa þar rætur. En spennufíknin slokknar ekki þó umhverfið hafi róast. Þó söguhetjan sé einfari að eðlisfari vakir innra með henni óseðjandi þrá eftir ofsablandinni nánd; fantasíum sem raungerast þegar ímyndunaraflinu tekst ekki að finna þeim farveg. Í stöðugum skilmingum við eigin langanir reynist listakonunni fjölskyldulífið ekki svo borðliggjandi, og þegar ungur maður flytur inn á heimilið til að stíga inn í hlutverk barnapíu fer heimilislífið endanlega úr böndunum. Fortíðardraugar á borð við fyrrum elskhuga og ófullkomna foreldra brjóta upp á framvinduna, en í stað þess að nýta áföll og fortíðarbresti til að útskýra hegðun og hugsanavillur söguhetjunnar (eins og vinsælt þykir í samtímasagnagerð sem einkennist af geðrænni greiningaráráttu og gegndarlausu fórnarlambsblæti) draga aukapersónurnar fram óvæntar hliðar á söguhetjunni sem berst við að samræma þessar hliðar. Hið sígilda samspil valdaójafnvægis og forboðins aðdráttarafls tekur á sig ólíkar birtingarmyndir í kringumstæðum sem eru í senn framandi og kunnulegar; senum sem sýna mann sjálfan í skálduðum persónum. Svo lengi sem við lifum er fyrst og fremst óður til frelsisins, þeirrar sammannlegu sálarhvatar til að skera á bönd hinna stöðnuðu hversdagshátta og losna undan fjötrum samfélagsgerðar sem skyldar okkur til að velja eina útgáfu af sjálfum okkur og bæla hinar niður. Söguhetja þáttanna er kærkomin nýjung í persónugallerí íslenskrar sjónvarpsgerðar - kona sem kýs frelsið frelsisins vegna; óvissuna fram yfir klisjuna. Þættina skrifar Aníta Briem, Katrín Björgvinsdóttir leikstýrir. Höfundur er listmálari.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun