Allt eðlilegt í óeðlilegum aðstæðum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 21:00 Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur hjá Sálstofunni, fer yfir hvaða tilfinningar kunna að vera brjótast um hjá íbúum Grindavíkur þessa dagana, hvernig best sé að styðja við þá og hvernig viðbrögð barna geti verið ólík þeirra fullorðnu. Aðsend/Vilhelm Sálfræðingur segir eðlilegt að íbúar Grindavíkur upplifi fjölbreyttar tilfinningar þessa dagana. Langvarandi óvissu geti fylgt mikil streita sem fólk takist á við með misjöfnum hætti. Áfallaviðbrögð geti brotist út í öllu frá ótta, reiði og sorg upp í ógleði, svima og brenglað tímaskyn. Mikilvægt sé að upplýsa börn um stöðuna. Síðustu dagar og vikur hafa reynst íbúum Grindavíkur afar erfiðir. Eftir margra vikna jarðhræringar sem náðu hápunkti fyrir viku, var bærinn rýmdur og neyðarstigi lýst yfir eftir að í ljós kom að kvika hafði safnast saman undir hluta bæjarins. Í kjölfarið tók við atburðarrás sem ekki sér fyrir endan á. Áfallaviðbrögð geti birst í sterkum tilfinningalegum eða líkamlegum einkennum Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur hjá Sálstofunni, segir mikla streitu fylgja langvarandi óvissu sem fólk takist á við með misjöfnum hætti. „Sumir verða kvíðnir og viðkvæmir á meðan aðrir verða frekar pirraðir og uppstökkir. Aðrir finna ef til vill fyrir breyttri matarlyst og eða svefnerfiðleikum. Einverjir finna mögulega ekki fyrir miklu núna en það gæti komið fram síðar,“ segir Berglind. Búast megi við fjölbreyttum tilfinningum. Við rýmingu hafi fyrstu viðbrögð sumra verið ótti og mögulega léttir að komast í burtu, en eftir því sem frá líði fari aðrar tilfinningar hugsanlega að gera vart við sig. Berglind nefnir pirring og óþolinmæði sem dæmi. „Áfallaviðbrögð geta birst í sterkum tilfinningalegum viðbrögðum, ótta, reiði, sorg, sektarkennd og skömm. Líkamleg viðbrögð geta einnig komið fram, svo sem vöðvaspenna, skjálfti, ógleði og svimi. Þá upplifa einhverjir ef til vill einhvers konar óraunveruleikatilfinningu, doða eða brenglað tímaskyn.“ Líklega sé óvissan það erfiðasta á þessum tímapunkti. Á meðan ekki er vitað hvernig fer eru allskonar sviðsmyndir líklegar og fólk viti ekki hvort það sé að fara missa aleiguna. Óvissan kalli fram vanmáttartilfinningu Berglind segir biðstöðuna ekki síst erfiða þar sem ekki sé hægt að gera neinar áætlanir, sem á vissan hátt sé forsenda þess að hægt sé að hefja bataferli. „Biðinni fylgir óhjákvæmilega aðgerðarleysi og vanmáttur þar sem það er ekki í mannlegu valdi að gera neitt. Ef það væri byrjað að gjósa væri að minnsta kosti vitað hvar gosið væri og það væri komin betri mynd á það hvort uppbygging í Grindavík væri líkleg eða alveg út af borðinu. Um leið og slíkar forsendur liggja fyrir er hægt að fara plana eitthvað. Að vita ekkert kallar á ákveðna vanmáttartilfinningu sem flestum finnst vont að upplifa.“ Íbúar Grindavíkur þurftu margir hverjir að yfirgefa heimili sín í miklum flýti á föstudagskvöld fyrir viku, þegar bærinn var rýmdur. Mikil óvissa er varðandi framhaldið.Vísir/Vilhelm Berglind bendir á að gott sé að huga að þeim hlutum sem fólk hafi þó stjórn á og reyni að halda í sem besta rútínu. Þar sé átt við svefn-og matartíma og þau föstu atriði sem flestum eru mikilvæg. „Að því sögðu borgar sig ekki að kasta til hendinni og til dæmis koma börnum fyrir bara einhvers staðar. Fyrir þau er líklega best að fá að vera með sínu fólki þar til einhver festa og fyrirsjáanleiki kemst á,“ segir hún. Sumir þurfi nærveru og samveru á meðan aðrir þurfi svigrúm. Margir búi inni á vinum og ættingjum sem geti verið krefjandi fyrir alla til lengri tíma. „Það er mikilvægt að tala um hluti eins og að þurfa stundum næði. Fyrir vini og ættingja er gagnlegt að vera til staðar og hlusta á það sem fólkið vill tala um en ekki pressa á að ræða atburðina eða tilfinningar sem þeim kunna að fylgja.“ Flest okkar búa yfir þeirri þörf að vilja laga hluti, leysa vanda og koma með ráð og reyna að draga úr umfangi áhrifanna, en gagnlegast er líklega bara að hlusta og sýna samkennd. Viðbrögð barna öðruvísi en fullorðinna Berglind segir mikilvægt að upplýsa börn hæfilega um stöðuna. Margir vilji hlífa börnum af ótta við að skapa eða auka á kvíða þeirra, en oft sé það upplýsingaleysið sem auki kvíðann. „Því er mikilvægt að upplýsa þau um hvað er í gangi, hver plönin eru, hvað þau verði lengi í þessum aðstæðum og svo framvegis. Ef það er ekki vitað þá segir maður það bara. En ekki halda þeim utan við þetta, einkum ef þau eru að spyrja. Svo er mikilvægt að þau séu spurð um hverju þau vilja bjarga ef fólk kemst heim til sín til þess. Þau hafa oft ólíka sýn á það hvað er mikilvægt og mikilvægt fyrir þau að hafa um það að segja.“ Skilaboð húss í Grindavík, nokkuð lýsandi fyrir stöðuna.Vísir/Vilhelm Þá segir Berglind að viðbrögð barna geti verið öðruvísi en fullorðinna. „Það er til dæmis ekki óþekkt að þau bregðist við streitu og áföllum með hegðun, verði óhlýðnari eða meira ögrandi. Það getur reynt á fullorðna fólkið sem þarf einmitt á því að halda að þau séu samvinnuþýð og stillt, en gríðarlega mikilvægt að hafa í huga að þess konar viðbrögð gætu verið þeirra leið til að takast á við hlutina.“ Ekki endilega reyna að peppa fólk Aðspurð um ráð fyrir aðstandendur, hvernig best sé að vera til staðar fyrir ættingja og vini á slíkum óvissutímum, hvetur Berglind fólk til að spyrja hreint út hvað það sé sem fólk vilji og þurfi. „Vera ófeimin við að bjóða fram það sem maður heldur að geti gagnast og gæta þess að taka viðbrögðum og tilfinningum ekki persónulega. Þegar fólk er undir álagi eins og núna gerir það eða segir það stundum eitthvað sem er úr karakter. Reynum að sýna skilning en á sama tíma að styðja við með því að reyna að dreifa huganum og hafa eitthvað fyrir stafni. Ekki endilega að reyna að peppa fólk heldur reyna eftir fremsta megni að skapa rými fyrir líðan þeirra,“ segir Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur hjá Sálstofunni. Allt er eðlilegt í óeðlilegum aðstæðum og það er mikilvægt að muna það og gefa sjálfum sér og öðrum rými til að bregðast við. Börn og uppeldi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Kennarar og skólastjórnendur verði líka að fá að vera „íbúar í áfalli“ Stjórn Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun vegna aðstæðna í Grindavík þar sem segir meðal annars að það sé lykilatriði að kennarar og skólastjórnendur í bænum fái tíma og tilfinningalegt svigrúm til að vinna úr því áfalli sem hefur dunið yfir. 16. nóvember 2023 10:34 „Ég fór að gráta með henni“ Cynthia Pétursdóttir fékk að fara heim til Grindavíkur í miklu stress í dag og sækja dót. Þar á meðal myndir af fjölskyldunni og nokkrar flíkur. Hún var tíu mínútur á svæðinu og fékk aðstoð frá björgunarsveitarfólki. Ein hélt í höndina á henni á meðan hún grét á leiðinni út úr íbúðinni. 15. nóvember 2023 15:18 „Þetta tekur mjög á“ Anna Lára Guðnadóttir freistar þess að komast inn til Grindavíkur að sækja muni fyrir systur sína. Hún er kvíðin og stressuð að sjá hvert ástandið á húsinu er. Systir hennar fór út úr húsinu allslaus á föstudag. 15. nóvember 2023 12:59 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Síðustu dagar og vikur hafa reynst íbúum Grindavíkur afar erfiðir. Eftir margra vikna jarðhræringar sem náðu hápunkti fyrir viku, var bærinn rýmdur og neyðarstigi lýst yfir eftir að í ljós kom að kvika hafði safnast saman undir hluta bæjarins. Í kjölfarið tók við atburðarrás sem ekki sér fyrir endan á. Áfallaviðbrögð geti birst í sterkum tilfinningalegum eða líkamlegum einkennum Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur hjá Sálstofunni, segir mikla streitu fylgja langvarandi óvissu sem fólk takist á við með misjöfnum hætti. „Sumir verða kvíðnir og viðkvæmir á meðan aðrir verða frekar pirraðir og uppstökkir. Aðrir finna ef til vill fyrir breyttri matarlyst og eða svefnerfiðleikum. Einverjir finna mögulega ekki fyrir miklu núna en það gæti komið fram síðar,“ segir Berglind. Búast megi við fjölbreyttum tilfinningum. Við rýmingu hafi fyrstu viðbrögð sumra verið ótti og mögulega léttir að komast í burtu, en eftir því sem frá líði fari aðrar tilfinningar hugsanlega að gera vart við sig. Berglind nefnir pirring og óþolinmæði sem dæmi. „Áfallaviðbrögð geta birst í sterkum tilfinningalegum viðbrögðum, ótta, reiði, sorg, sektarkennd og skömm. Líkamleg viðbrögð geta einnig komið fram, svo sem vöðvaspenna, skjálfti, ógleði og svimi. Þá upplifa einhverjir ef til vill einhvers konar óraunveruleikatilfinningu, doða eða brenglað tímaskyn.“ Líklega sé óvissan það erfiðasta á þessum tímapunkti. Á meðan ekki er vitað hvernig fer eru allskonar sviðsmyndir líklegar og fólk viti ekki hvort það sé að fara missa aleiguna. Óvissan kalli fram vanmáttartilfinningu Berglind segir biðstöðuna ekki síst erfiða þar sem ekki sé hægt að gera neinar áætlanir, sem á vissan hátt sé forsenda þess að hægt sé að hefja bataferli. „Biðinni fylgir óhjákvæmilega aðgerðarleysi og vanmáttur þar sem það er ekki í mannlegu valdi að gera neitt. Ef það væri byrjað að gjósa væri að minnsta kosti vitað hvar gosið væri og það væri komin betri mynd á það hvort uppbygging í Grindavík væri líkleg eða alveg út af borðinu. Um leið og slíkar forsendur liggja fyrir er hægt að fara plana eitthvað. Að vita ekkert kallar á ákveðna vanmáttartilfinningu sem flestum finnst vont að upplifa.“ Íbúar Grindavíkur þurftu margir hverjir að yfirgefa heimili sín í miklum flýti á föstudagskvöld fyrir viku, þegar bærinn var rýmdur. Mikil óvissa er varðandi framhaldið.Vísir/Vilhelm Berglind bendir á að gott sé að huga að þeim hlutum sem fólk hafi þó stjórn á og reyni að halda í sem besta rútínu. Þar sé átt við svefn-og matartíma og þau föstu atriði sem flestum eru mikilvæg. „Að því sögðu borgar sig ekki að kasta til hendinni og til dæmis koma börnum fyrir bara einhvers staðar. Fyrir þau er líklega best að fá að vera með sínu fólki þar til einhver festa og fyrirsjáanleiki kemst á,“ segir hún. Sumir þurfi nærveru og samveru á meðan aðrir þurfi svigrúm. Margir búi inni á vinum og ættingjum sem geti verið krefjandi fyrir alla til lengri tíma. „Það er mikilvægt að tala um hluti eins og að þurfa stundum næði. Fyrir vini og ættingja er gagnlegt að vera til staðar og hlusta á það sem fólkið vill tala um en ekki pressa á að ræða atburðina eða tilfinningar sem þeim kunna að fylgja.“ Flest okkar búa yfir þeirri þörf að vilja laga hluti, leysa vanda og koma með ráð og reyna að draga úr umfangi áhrifanna, en gagnlegast er líklega bara að hlusta og sýna samkennd. Viðbrögð barna öðruvísi en fullorðinna Berglind segir mikilvægt að upplýsa börn hæfilega um stöðuna. Margir vilji hlífa börnum af ótta við að skapa eða auka á kvíða þeirra, en oft sé það upplýsingaleysið sem auki kvíðann. „Því er mikilvægt að upplýsa þau um hvað er í gangi, hver plönin eru, hvað þau verði lengi í þessum aðstæðum og svo framvegis. Ef það er ekki vitað þá segir maður það bara. En ekki halda þeim utan við þetta, einkum ef þau eru að spyrja. Svo er mikilvægt að þau séu spurð um hverju þau vilja bjarga ef fólk kemst heim til sín til þess. Þau hafa oft ólíka sýn á það hvað er mikilvægt og mikilvægt fyrir þau að hafa um það að segja.“ Skilaboð húss í Grindavík, nokkuð lýsandi fyrir stöðuna.Vísir/Vilhelm Þá segir Berglind að viðbrögð barna geti verið öðruvísi en fullorðinna. „Það er til dæmis ekki óþekkt að þau bregðist við streitu og áföllum með hegðun, verði óhlýðnari eða meira ögrandi. Það getur reynt á fullorðna fólkið sem þarf einmitt á því að halda að þau séu samvinnuþýð og stillt, en gríðarlega mikilvægt að hafa í huga að þess konar viðbrögð gætu verið þeirra leið til að takast á við hlutina.“ Ekki endilega reyna að peppa fólk Aðspurð um ráð fyrir aðstandendur, hvernig best sé að vera til staðar fyrir ættingja og vini á slíkum óvissutímum, hvetur Berglind fólk til að spyrja hreint út hvað það sé sem fólk vilji og þurfi. „Vera ófeimin við að bjóða fram það sem maður heldur að geti gagnast og gæta þess að taka viðbrögðum og tilfinningum ekki persónulega. Þegar fólk er undir álagi eins og núna gerir það eða segir það stundum eitthvað sem er úr karakter. Reynum að sýna skilning en á sama tíma að styðja við með því að reyna að dreifa huganum og hafa eitthvað fyrir stafni. Ekki endilega að reyna að peppa fólk heldur reyna eftir fremsta megni að skapa rými fyrir líðan þeirra,“ segir Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur hjá Sálstofunni. Allt er eðlilegt í óeðlilegum aðstæðum og það er mikilvægt að muna það og gefa sjálfum sér og öðrum rými til að bregðast við.
Börn og uppeldi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Kennarar og skólastjórnendur verði líka að fá að vera „íbúar í áfalli“ Stjórn Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun vegna aðstæðna í Grindavík þar sem segir meðal annars að það sé lykilatriði að kennarar og skólastjórnendur í bænum fái tíma og tilfinningalegt svigrúm til að vinna úr því áfalli sem hefur dunið yfir. 16. nóvember 2023 10:34 „Ég fór að gráta með henni“ Cynthia Pétursdóttir fékk að fara heim til Grindavíkur í miklu stress í dag og sækja dót. Þar á meðal myndir af fjölskyldunni og nokkrar flíkur. Hún var tíu mínútur á svæðinu og fékk aðstoð frá björgunarsveitarfólki. Ein hélt í höndina á henni á meðan hún grét á leiðinni út úr íbúðinni. 15. nóvember 2023 15:18 „Þetta tekur mjög á“ Anna Lára Guðnadóttir freistar þess að komast inn til Grindavíkur að sækja muni fyrir systur sína. Hún er kvíðin og stressuð að sjá hvert ástandið á húsinu er. Systir hennar fór út úr húsinu allslaus á föstudag. 15. nóvember 2023 12:59 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Kennarar og skólastjórnendur verði líka að fá að vera „íbúar í áfalli“ Stjórn Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun vegna aðstæðna í Grindavík þar sem segir meðal annars að það sé lykilatriði að kennarar og skólastjórnendur í bænum fái tíma og tilfinningalegt svigrúm til að vinna úr því áfalli sem hefur dunið yfir. 16. nóvember 2023 10:34
„Ég fór að gráta með henni“ Cynthia Pétursdóttir fékk að fara heim til Grindavíkur í miklu stress í dag og sækja dót. Þar á meðal myndir af fjölskyldunni og nokkrar flíkur. Hún var tíu mínútur á svæðinu og fékk aðstoð frá björgunarsveitarfólki. Ein hélt í höndina á henni á meðan hún grét á leiðinni út úr íbúðinni. 15. nóvember 2023 15:18
„Þetta tekur mjög á“ Anna Lára Guðnadóttir freistar þess að komast inn til Grindavíkur að sækja muni fyrir systur sína. Hún er kvíðin og stressuð að sjá hvert ástandið á húsinu er. Systir hennar fór út úr húsinu allslaus á föstudag. 15. nóvember 2023 12:59