DalaAuður - sóknarfæri fyrir samfélagið Jóhanna María Sigmundsdóttir og Linda Guðmundsdóttir skrifa 17. nóvember 2023 07:30 Nú er nýafstaðinn íbúafundur vegna verkefnisins DalaAuðs, verkefni brothættra byggða í Dalabyggð. Fundurinn var vel heppnaður og voru ýmis mál rædd, meðal annars mikilvægi þess að haldið verði áfram uppbyggingu innviða enda samgöngumálin eitt brýnasta verkefnið í Dalabyggð. Íbúar viðruðu einnig hugmyndir um nýja möguleika varðandi dagvöruverslun á svæðinu. Þá voru lagðar fram tillögur um félags- og menningarstarf ásamt því að málefni eldri borgara og skólamálin voru rædd. Íbúafundir sem þessir eru verkefninu gífurlega mikilvægir því þar fá íbúar tækifæri til að koma sínum áherslum og hugmyndum á framfæri. Það sem gleður einnig er að sjá þann samhljóm sem er með óskum íbúa og áætlunum sveitarfélagsins. Það skiptir miklu máli, því þannig verður útkoman öflugri. Sveitarfélagið Dalabyggð er nefnilega í sókn. Sem dæmi má nefna að áform um byggingu á íþróttahúsi og sundlaug í Búðardal ásamt því að unnið er að deiliskipulagi lóða til frekari húsnæðisuppbyggingar. Þá hefur verið stofnaður vinnuhópur um uppbyggingu iðngarða í Búðardal. Íbúarnir eru líka í sókn, það sést einna helst í gróskunni í samfélaginu. Nýr kór hefur tekið til starfa, leikfélagið hefur risið úr dvala og um þessar mundir eru haldin námskeið eða viðburðir vikulega. Íbúar hafa sýnt einstaka jákvæðni gagnvart verkefninu og fjölmargir sótt um styrki í Frumkvæðissjóð DalaAuðs en samtals hefur verið úthlutað 24,5 milljónum til ýmissa frumkvæðisverkefna í Dalabyggð. Þegar þetta fléttast svo allt saman, verkefnin og áhugi íbúanna og gott samstarf allra sem koma að DalaAuði, þá verður til eitthvað magnað. Við sjáum sprota og ný störf að mótast, nýjar vörur í þróun, mannlífið dafnar og hæfileikar fá að blómstra. Það er engu líkara en að DalaAuður hafi vökvað og borið á akra sem að upplagi voru mjög frjósamir, því styrkleikar Dalanna eru svo sannarlega að birtast okkur í gegnum verkefnið. Í amstri dagsins getum við gleymt að horfa yfir sviðið og sjá hvert við erum komin. Stundum þarf ekki nema dagspart á íbúafundi til að minna á hve mikið hefur náð fram að ganga og hversu mikið við getum gert með samhentu átaki. Það er gífurlega gefandi að horfa yfir sal þar sem fólk á í jákvæðum samræðum á hverju borði, samræðum sem miða allar að því að efla, byggja upp og ná árangri fyrir samfélagið sem við viljum búa í. Ugglaust hljómum við ögn háfleygar en í grunninn, vildum við einfaldlega setjast niður og koma í orð þakklæti til íbúa Dalabyggðar. Takk fyrir að leyfa fleirum að njóta hugmynda ykkar og hæfileika. Takk fyrir að vilja samfélaginu vel og sýna það með þátttöku ykkar í DalaAuði. Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Dalabyggð.Linda Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri DalaAuðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Jóhanna María Sigmundsdóttir Byggðamál Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Nú er nýafstaðinn íbúafundur vegna verkefnisins DalaAuðs, verkefni brothættra byggða í Dalabyggð. Fundurinn var vel heppnaður og voru ýmis mál rædd, meðal annars mikilvægi þess að haldið verði áfram uppbyggingu innviða enda samgöngumálin eitt brýnasta verkefnið í Dalabyggð. Íbúar viðruðu einnig hugmyndir um nýja möguleika varðandi dagvöruverslun á svæðinu. Þá voru lagðar fram tillögur um félags- og menningarstarf ásamt því að málefni eldri borgara og skólamálin voru rædd. Íbúafundir sem þessir eru verkefninu gífurlega mikilvægir því þar fá íbúar tækifæri til að koma sínum áherslum og hugmyndum á framfæri. Það sem gleður einnig er að sjá þann samhljóm sem er með óskum íbúa og áætlunum sveitarfélagsins. Það skiptir miklu máli, því þannig verður útkoman öflugri. Sveitarfélagið Dalabyggð er nefnilega í sókn. Sem dæmi má nefna að áform um byggingu á íþróttahúsi og sundlaug í Búðardal ásamt því að unnið er að deiliskipulagi lóða til frekari húsnæðisuppbyggingar. Þá hefur verið stofnaður vinnuhópur um uppbyggingu iðngarða í Búðardal. Íbúarnir eru líka í sókn, það sést einna helst í gróskunni í samfélaginu. Nýr kór hefur tekið til starfa, leikfélagið hefur risið úr dvala og um þessar mundir eru haldin námskeið eða viðburðir vikulega. Íbúar hafa sýnt einstaka jákvæðni gagnvart verkefninu og fjölmargir sótt um styrki í Frumkvæðissjóð DalaAuðs en samtals hefur verið úthlutað 24,5 milljónum til ýmissa frumkvæðisverkefna í Dalabyggð. Þegar þetta fléttast svo allt saman, verkefnin og áhugi íbúanna og gott samstarf allra sem koma að DalaAuði, þá verður til eitthvað magnað. Við sjáum sprota og ný störf að mótast, nýjar vörur í þróun, mannlífið dafnar og hæfileikar fá að blómstra. Það er engu líkara en að DalaAuður hafi vökvað og borið á akra sem að upplagi voru mjög frjósamir, því styrkleikar Dalanna eru svo sannarlega að birtast okkur í gegnum verkefnið. Í amstri dagsins getum við gleymt að horfa yfir sviðið og sjá hvert við erum komin. Stundum þarf ekki nema dagspart á íbúafundi til að minna á hve mikið hefur náð fram að ganga og hversu mikið við getum gert með samhentu átaki. Það er gífurlega gefandi að horfa yfir sal þar sem fólk á í jákvæðum samræðum á hverju borði, samræðum sem miða allar að því að efla, byggja upp og ná árangri fyrir samfélagið sem við viljum búa í. Ugglaust hljómum við ögn háfleygar en í grunninn, vildum við einfaldlega setjast niður og koma í orð þakklæti til íbúa Dalabyggðar. Takk fyrir að leyfa fleirum að njóta hugmynda ykkar og hæfileika. Takk fyrir að vilja samfélaginu vel og sýna það með þátttöku ykkar í DalaAuði. Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Dalabyggð.Linda Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri DalaAuðs.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun