Auka framlög vegna átakanna um hundrað milljónir Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2023 15:17 Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra. Vísir/Einar Ísland mun veita hundrað milljóna króna viðbótarframlag til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC). Er það vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs, milli Ísraela og Hamas-samtakanna. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, kynnti hin auknu framlög á ríkisstjórnarfundi í dag. Heildarframlög Íslands vegna átakanna verða því 240 milljónir króna og er þetta í þriðja sinn sem stjórnvöld veita viðbótarframlag til UNRWA. Ísland er í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins sagt meðal hæstu framlagsríkja, sé mið tekið af höfðatölu. „Mannúðarástandið á Gaza fer enn versnandi og þörfin fyrir aðstoð og nauðþurftir er mikil. Við Íslendingar höldum áfram að leggja okkar af mörkum við þessar aðstæður. UNRWA er meginviðbragðsaðili Sameinuðu þjóðanna í þeirri neyð sem ríkir meðal almennra borgara og Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur lögsögu í Palestínu þegar kemur að því að rannsaka alþjóðaglæpi, þar á meðal stríðsglæpi,“ segir Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, í áðurnefndri tilkynningu. Þar segir einnig að UNRWA gegni lykilhlutverki við að koma nauðsynjum eins og mat og vatni inn á Gasastöndina og dreifa þeim til íbúa. Um 830 manns hafa leitað skjóls í skýlum stofnunarinnar, sem áður hýstu skóla, heilsugæslu og aðra þjónustu. Talið er að vel yfir ein og hálf milljón af 2,3 milljónum íbúa Gasa hafi þurft að flýja heimil sín vegna átakanna. Sjá einnig: Hafna rýmingu suðurhluta Gasa og segja hungursneyð yfirvofandi Að minnsta kosti 11.400 manns hafa fallið í árásum Ísraela, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir. Erfitt er að ná samskiptum við íbúa Gasastrandarinnar þar sem öll orkuver eru eldsneytislaus. Ísraelar hafa komið í veg fyrir að birgðir séu fluttar á Gasaströndina fyrir utan lítið magn matvæla og vatns sem flutt er frá Egyptalandi. Hjálparstarfsfólk segir þær birgðir sem hafa verið fluttar til Gasa alls ekki vera í nægjanlegu magni. UNRWA flutti þó í dag nauðsynjar til Gasastrandarinnar í dag í eigin bílalest, samkvæmt AP fréttaveitunni. Birgðunum verður þó ekki dreift að svo stöddu vegna skorts á eldsneyti. Samskiptaleysið hefur einnig gert hjálparstörf erfið. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Lögðust niður í Kringlunni og kröfðust aðgerða Um 70 manns komu saman í Kringlunni síðdegis í dag og lögðust hreyfingarlaus á gólfið í Kringlunni. Fólkið krafðist þess að alþjóðasamfélagið beitti sér fyrir tafarlausu vopnahléi. 14. nóvember 2023 20:38 Samstaða um Gasa á Alþingi en pattstaða í átökum Fulltrúar stjórnar- og stjórnarandstöðu náðu óvænt í dag samkomulagi um sameiginlega ályktun vegna átakanna á Gasaströndinni. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims kalla eftir að Gasa verði áfram undir stjórn Palestínumanna en án Hamas. 8. nóvember 2023 19:22 Náðu saman með ályktun um vopnahlé Utanríkismálanefnd komst að samkomulagi um tillögu að þingsályktun á fundi sínum í morgun sem snertir á kröfu um vopnahlé á Gasa, fordæmingu á hryðjuverkum Hamas-samtakanna í Ísrael og fordæmingu á verknaði Ísraelsstjórnar í kjölfarið. Tillagan verður tekin fyrir á þinginu á morgun. 8. nóvember 2023 14:06 Nauðsynlegt að stöðva stríðsglæpi á Gaza strax Þingflokksformaður Pírata segir mikilvægt að afstaða Alþingis gagnvart átökunum á Gaza liggi fyrir sem allra fyrst. Það liggi ljóst fyrir að stríðsglæpir hafi verið framdir á Gaza og þá verði að stöðva ekki síðar en strax. 8. nóvember 2023 12:01 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, kynnti hin auknu framlög á ríkisstjórnarfundi í dag. Heildarframlög Íslands vegna átakanna verða því 240 milljónir króna og er þetta í þriðja sinn sem stjórnvöld veita viðbótarframlag til UNRWA. Ísland er í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins sagt meðal hæstu framlagsríkja, sé mið tekið af höfðatölu. „Mannúðarástandið á Gaza fer enn versnandi og þörfin fyrir aðstoð og nauðþurftir er mikil. Við Íslendingar höldum áfram að leggja okkar af mörkum við þessar aðstæður. UNRWA er meginviðbragðsaðili Sameinuðu þjóðanna í þeirri neyð sem ríkir meðal almennra borgara og Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur lögsögu í Palestínu þegar kemur að því að rannsaka alþjóðaglæpi, þar á meðal stríðsglæpi,“ segir Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, í áðurnefndri tilkynningu. Þar segir einnig að UNRWA gegni lykilhlutverki við að koma nauðsynjum eins og mat og vatni inn á Gasastöndina og dreifa þeim til íbúa. Um 830 manns hafa leitað skjóls í skýlum stofnunarinnar, sem áður hýstu skóla, heilsugæslu og aðra þjónustu. Talið er að vel yfir ein og hálf milljón af 2,3 milljónum íbúa Gasa hafi þurft að flýja heimil sín vegna átakanna. Sjá einnig: Hafna rýmingu suðurhluta Gasa og segja hungursneyð yfirvofandi Að minnsta kosti 11.400 manns hafa fallið í árásum Ísraela, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir. Erfitt er að ná samskiptum við íbúa Gasastrandarinnar þar sem öll orkuver eru eldsneytislaus. Ísraelar hafa komið í veg fyrir að birgðir séu fluttar á Gasaströndina fyrir utan lítið magn matvæla og vatns sem flutt er frá Egyptalandi. Hjálparstarfsfólk segir þær birgðir sem hafa verið fluttar til Gasa alls ekki vera í nægjanlegu magni. UNRWA flutti þó í dag nauðsynjar til Gasastrandarinnar í dag í eigin bílalest, samkvæmt AP fréttaveitunni. Birgðunum verður þó ekki dreift að svo stöddu vegna skorts á eldsneyti. Samskiptaleysið hefur einnig gert hjálparstörf erfið.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Lögðust niður í Kringlunni og kröfðust aðgerða Um 70 manns komu saman í Kringlunni síðdegis í dag og lögðust hreyfingarlaus á gólfið í Kringlunni. Fólkið krafðist þess að alþjóðasamfélagið beitti sér fyrir tafarlausu vopnahléi. 14. nóvember 2023 20:38 Samstaða um Gasa á Alþingi en pattstaða í átökum Fulltrúar stjórnar- og stjórnarandstöðu náðu óvænt í dag samkomulagi um sameiginlega ályktun vegna átakanna á Gasaströndinni. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims kalla eftir að Gasa verði áfram undir stjórn Palestínumanna en án Hamas. 8. nóvember 2023 19:22 Náðu saman með ályktun um vopnahlé Utanríkismálanefnd komst að samkomulagi um tillögu að þingsályktun á fundi sínum í morgun sem snertir á kröfu um vopnahlé á Gasa, fordæmingu á hryðjuverkum Hamas-samtakanna í Ísrael og fordæmingu á verknaði Ísraelsstjórnar í kjölfarið. Tillagan verður tekin fyrir á þinginu á morgun. 8. nóvember 2023 14:06 Nauðsynlegt að stöðva stríðsglæpi á Gaza strax Þingflokksformaður Pírata segir mikilvægt að afstaða Alþingis gagnvart átökunum á Gaza liggi fyrir sem allra fyrst. Það liggi ljóst fyrir að stríðsglæpir hafi verið framdir á Gaza og þá verði að stöðva ekki síðar en strax. 8. nóvember 2023 12:01 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Lögðust niður í Kringlunni og kröfðust aðgerða Um 70 manns komu saman í Kringlunni síðdegis í dag og lögðust hreyfingarlaus á gólfið í Kringlunni. Fólkið krafðist þess að alþjóðasamfélagið beitti sér fyrir tafarlausu vopnahléi. 14. nóvember 2023 20:38
Samstaða um Gasa á Alþingi en pattstaða í átökum Fulltrúar stjórnar- og stjórnarandstöðu náðu óvænt í dag samkomulagi um sameiginlega ályktun vegna átakanna á Gasaströndinni. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims kalla eftir að Gasa verði áfram undir stjórn Palestínumanna en án Hamas. 8. nóvember 2023 19:22
Náðu saman með ályktun um vopnahlé Utanríkismálanefnd komst að samkomulagi um tillögu að þingsályktun á fundi sínum í morgun sem snertir á kröfu um vopnahlé á Gasa, fordæmingu á hryðjuverkum Hamas-samtakanna í Ísrael og fordæmingu á verknaði Ísraelsstjórnar í kjölfarið. Tillagan verður tekin fyrir á þinginu á morgun. 8. nóvember 2023 14:06
Nauðsynlegt að stöðva stríðsglæpi á Gaza strax Þingflokksformaður Pírata segir mikilvægt að afstaða Alþingis gagnvart átökunum á Gaza liggi fyrir sem allra fyrst. Það liggi ljóst fyrir að stríðsglæpir hafi verið framdir á Gaza og þá verði að stöðva ekki síðar en strax. 8. nóvember 2023 12:01