Tilnefnd til verðlauna fyrir Kúmen og lúxusbíósal í þaki Kringlunnar Lovísa Arnardóttir skrifar 17. nóvember 2023 18:25 Ný mathöll í Kringlunni var opnuð á þessu ári. Kringlan verslunarmiðstöð hefur hlotið tilnefningu til hinna virtu Revo´s verðlauna í Bretlandi. Framkvæmdastjóri segir það hafa verið djarfa hugmynd að byggja bíósal upp úr þakinu. Viðskiptavinir séu mjög ánægðir með breytingarnar, sem og breytingarnar á mathöllinni. Tilnefningin er fyrir vel heppnaðar framkvæmdir annars vegar í nýrri mathöll, Kúmen, og hins vegar í lúxusbíósal sem smíðaður var upp úr þaki verslunarmiðstöðvarinnar. „Tilnefning til verðlauna Revo er mikill heiður. Það var mjög djörf hugmynd að byggja lúxussal upp úr þaki Kringlunnar en sú áskorun arktiekta og verkfræðinga gekk fullkomlega upp. Sömu sögu er að segja um Kúmen, breytingar þar eru gríðarlega vel heppnaðar og ánægja viðskiptavina ótvíræð. Við þökkum fyrir það traust sem okkur hjá THG var sýnt við hönnun og framkvæmd eins stærsta og krefjandi verkefnis sem Kringlan hefur ráðist í,“ segir Inga Rut Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Lúxusbíósalur sem smíðaður var upp úr þaki verslunarmiðstöðvarinnar Í tilkynningu kemur fram að tilgangurinn með verðlaununum sé að vekja athygli á bestu og árangursríkustu breytingum fasteigna. Breytingum sem miða af því að uppfylla betur þarfir viðskiptavina og styrkja svæði enn frekar sem vinsælan viðkomustað. Verðlaunin verða kynnt þann 6. desember við hátíðlega athöfn í London. „Við erum mjög stolt af þessari miklu viðurkenningu í umhverfi mikillar samkeppni. Viðskiptavinir kunna vel að meta þessar breytingar og Kúmen er þegar orðinn mjög vinsæll áfangastaður Kringlu– og bíógesta,“ segir Inga Rut ennfremur. Við endurbætur hæðarinnar naut Kringlan ráðgjafar breska félagsins M Worldwide, sem sérhæfir sig í lífstílstengdum verkefnum og THG Arkitekta. Paolo Gianfrancesco frá THG leiddi verkefnið sem stóð yfir í tæp tvö ár. Bretland Kringlan Kvikmyndahús Reykjavík Tengdar fréttir Stjörnutorgsskiltið fer á nýtt Stjörnutorg Fyrirtækið Tæknivörur hefur fest kaup á skilti sem var staðsett á Stjörnutorgi í Kringlunni. Fyrirtækið borgar 200 þúsund krónur fyrir skiltið en öll fjárhæðin rennur til góðgerðarmála. Tæknivörur munu síðan afhenda íþróttafélaginu Stjörnunni skiltið. 2. desember 2022 13:24 Kúmen er kryddið í Kringlunni Það var glatt á hjalla á KÚMEN í gær þegar Kringlan bauð öllum þeim sem unnið hafa að hönnun, framkvæmdum og kynningu á þessu nýja svæði Kringlunnar, til veislu. KÚMEN er miklu meira en mathöll því 3ja hæðin verður, þegar verki verður formlega lokið á næsta ári, glæsilegt svæði fyrir upplifun, afþreyingu og veitingar. 2. desember 2022 13:07 Lokun Stjörnutorgs sögð aðför að æsku menntskælinga Landsmenn kvöddu Stjörnutorg í dag eftir 23 ára starfsemi og lýstu sumir fastagestir torgsins brotthvarfinu sem aðför að æskunni. Merki Stjörnutorgs verður selt á uppboði. 23. nóvember 2022 20:15 Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Sjá meira
Tilnefningin er fyrir vel heppnaðar framkvæmdir annars vegar í nýrri mathöll, Kúmen, og hins vegar í lúxusbíósal sem smíðaður var upp úr þaki verslunarmiðstöðvarinnar. „Tilnefning til verðlauna Revo er mikill heiður. Það var mjög djörf hugmynd að byggja lúxussal upp úr þaki Kringlunnar en sú áskorun arktiekta og verkfræðinga gekk fullkomlega upp. Sömu sögu er að segja um Kúmen, breytingar þar eru gríðarlega vel heppnaðar og ánægja viðskiptavina ótvíræð. Við þökkum fyrir það traust sem okkur hjá THG var sýnt við hönnun og framkvæmd eins stærsta og krefjandi verkefnis sem Kringlan hefur ráðist í,“ segir Inga Rut Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Lúxusbíósalur sem smíðaður var upp úr þaki verslunarmiðstöðvarinnar Í tilkynningu kemur fram að tilgangurinn með verðlaununum sé að vekja athygli á bestu og árangursríkustu breytingum fasteigna. Breytingum sem miða af því að uppfylla betur þarfir viðskiptavina og styrkja svæði enn frekar sem vinsælan viðkomustað. Verðlaunin verða kynnt þann 6. desember við hátíðlega athöfn í London. „Við erum mjög stolt af þessari miklu viðurkenningu í umhverfi mikillar samkeppni. Viðskiptavinir kunna vel að meta þessar breytingar og Kúmen er þegar orðinn mjög vinsæll áfangastaður Kringlu– og bíógesta,“ segir Inga Rut ennfremur. Við endurbætur hæðarinnar naut Kringlan ráðgjafar breska félagsins M Worldwide, sem sérhæfir sig í lífstílstengdum verkefnum og THG Arkitekta. Paolo Gianfrancesco frá THG leiddi verkefnið sem stóð yfir í tæp tvö ár.
Bretland Kringlan Kvikmyndahús Reykjavík Tengdar fréttir Stjörnutorgsskiltið fer á nýtt Stjörnutorg Fyrirtækið Tæknivörur hefur fest kaup á skilti sem var staðsett á Stjörnutorgi í Kringlunni. Fyrirtækið borgar 200 þúsund krónur fyrir skiltið en öll fjárhæðin rennur til góðgerðarmála. Tæknivörur munu síðan afhenda íþróttafélaginu Stjörnunni skiltið. 2. desember 2022 13:24 Kúmen er kryddið í Kringlunni Það var glatt á hjalla á KÚMEN í gær þegar Kringlan bauð öllum þeim sem unnið hafa að hönnun, framkvæmdum og kynningu á þessu nýja svæði Kringlunnar, til veislu. KÚMEN er miklu meira en mathöll því 3ja hæðin verður, þegar verki verður formlega lokið á næsta ári, glæsilegt svæði fyrir upplifun, afþreyingu og veitingar. 2. desember 2022 13:07 Lokun Stjörnutorgs sögð aðför að æsku menntskælinga Landsmenn kvöddu Stjörnutorg í dag eftir 23 ára starfsemi og lýstu sumir fastagestir torgsins brotthvarfinu sem aðför að æskunni. Merki Stjörnutorgs verður selt á uppboði. 23. nóvember 2022 20:15 Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Sjá meira
Stjörnutorgsskiltið fer á nýtt Stjörnutorg Fyrirtækið Tæknivörur hefur fest kaup á skilti sem var staðsett á Stjörnutorgi í Kringlunni. Fyrirtækið borgar 200 þúsund krónur fyrir skiltið en öll fjárhæðin rennur til góðgerðarmála. Tæknivörur munu síðan afhenda íþróttafélaginu Stjörnunni skiltið. 2. desember 2022 13:24
Kúmen er kryddið í Kringlunni Það var glatt á hjalla á KÚMEN í gær þegar Kringlan bauð öllum þeim sem unnið hafa að hönnun, framkvæmdum og kynningu á þessu nýja svæði Kringlunnar, til veislu. KÚMEN er miklu meira en mathöll því 3ja hæðin verður, þegar verki verður formlega lokið á næsta ári, glæsilegt svæði fyrir upplifun, afþreyingu og veitingar. 2. desember 2022 13:07
Lokun Stjörnutorgs sögð aðför að æsku menntskælinga Landsmenn kvöddu Stjörnutorg í dag eftir 23 ára starfsemi og lýstu sumir fastagestir torgsins brotthvarfinu sem aðför að æskunni. Merki Stjörnutorgs verður selt á uppboði. 23. nóvember 2022 20:15