170 þúsund manns mótmæla í Madríd Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. nóvember 2023 15:54 Um 170 þúsundir manna marseruðu um Madríd í dag til að mótmæla sakaruppgjöf og nýrri ríkisstjórn. AP/Alicia Leon Um 170 þúsund manns marseruðu um Madrídarborg í dag og mótmæltu sakaruppgjöf katalónskra aðskilnaðarsinna. Mótmælin eru ein í röð mótmæla sem koma í kjölfar þess að Pedro Sánchez tryggði sér nægan stuðning til að vera áfram forsætisráðherra Spánar með aðstoð katalónskra og baskneskra aðskilnaðarflokka á spænska þinginu. „Embætti forsætisráðherra Spánar má ekki kaupa og selja,“ segir Alberto Núñez Feijóo, leiðtogi hins íhaldssama Lýðflokks á mótmælafundi í dag sem tugir þúsunda sóttu. Reuters greinir frá. Mikill fjöldi mótmælenda safnaðist saman á Puerta del Sol-torgi með líkneski af forsætisráðherranum. Þar kölluðu margir eftir því að Sánchez yrði fangelsaður og kölluðu hann svikara og meðvirkan hryðjuverkum. „Valdarán með stórum stöfum“ Leiðtogi öfgahægriflokksins Vox, Santiago Abascal, lýsti samkomulagi forsætisráðherrans við katalónska aðskilnaðarflokka sem „valdaráni með stórum stöfum“ og sagði stöðuna sem upp er komin vera þá „viðkvæmustu í sögu spænskra stjórnmála síðustu fjörutíu árin.“ Sánchez hefur hvatt til „almennrar skynsemi“ og hefur beðið forsvarsmenn Lýðflokksins um að vera ekki að ýta undir frekari óeirðir. Biður stjórnarandstöðu virða niðurstöður kosninga „Ég bið þau að virða niðurstöður kosninga og réttmæti þeirrar ríkisstjórnar sem við munum brátt mynda. Ég bið þau vera hugrökk og hrinda frá sér öfgamönnum til hægri og beygja af braut þeirra í átt að tóminu. Við munum stjórna fyrir alla Spánverja, fyrir fjögur ár í viðbót af framförum og samkennd,“ sagði Sánchez í færslu á samfélagsmiðlinum X í dag. Pido cordura y mesura al PP.Que acepte el resultado de las urnas y la legitimidad del Gobierno que muy pronto formaremos. Que sea valiente y diga no al abrazo del oso de la ultraderecha y abandone la senda reaccionaria por la que hoy avanzan hacia el abismo.Gobernaremos para pic.twitter.com/5ax4VsZo6P— Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) November 11, 2023 Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Mótmælin eru ein í röð mótmæla sem koma í kjölfar þess að Pedro Sánchez tryggði sér nægan stuðning til að vera áfram forsætisráðherra Spánar með aðstoð katalónskra og baskneskra aðskilnaðarflokka á spænska þinginu. „Embætti forsætisráðherra Spánar má ekki kaupa og selja,“ segir Alberto Núñez Feijóo, leiðtogi hins íhaldssama Lýðflokks á mótmælafundi í dag sem tugir þúsunda sóttu. Reuters greinir frá. Mikill fjöldi mótmælenda safnaðist saman á Puerta del Sol-torgi með líkneski af forsætisráðherranum. Þar kölluðu margir eftir því að Sánchez yrði fangelsaður og kölluðu hann svikara og meðvirkan hryðjuverkum. „Valdarán með stórum stöfum“ Leiðtogi öfgahægriflokksins Vox, Santiago Abascal, lýsti samkomulagi forsætisráðherrans við katalónska aðskilnaðarflokka sem „valdaráni með stórum stöfum“ og sagði stöðuna sem upp er komin vera þá „viðkvæmustu í sögu spænskra stjórnmála síðustu fjörutíu árin.“ Sánchez hefur hvatt til „almennrar skynsemi“ og hefur beðið forsvarsmenn Lýðflokksins um að vera ekki að ýta undir frekari óeirðir. Biður stjórnarandstöðu virða niðurstöður kosninga „Ég bið þau að virða niðurstöður kosninga og réttmæti þeirrar ríkisstjórnar sem við munum brátt mynda. Ég bið þau vera hugrökk og hrinda frá sér öfgamönnum til hægri og beygja af braut þeirra í átt að tóminu. Við munum stjórna fyrir alla Spánverja, fyrir fjögur ár í viðbót af framförum og samkennd,“ sagði Sánchez í færslu á samfélagsmiðlinum X í dag. Pido cordura y mesura al PP.Que acepte el resultado de las urnas y la legitimidad del Gobierno que muy pronto formaremos. Que sea valiente y diga no al abrazo del oso de la ultraderecha y abandone la senda reaccionaria por la que hoy avanzan hacia el abismo.Gobernaremos para pic.twitter.com/5ax4VsZo6P— Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) November 11, 2023
Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira