Vilja að herinn fjarlægi forsætisráðherra með valdi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. nóvember 2023 21:08 Pedro Sánchez var kjörinn forsætisráðherra á fimmtudag. AP Ný ríkisstjórn tók við Spáni í vikunni. Mikil heift er í spænska samfélaginu vegna stjórnarmyndunarinnar og rúmlega 50 fyrrverandi foringjar í spænska hernum hafa skorað á herinn að fjarlæga forsætisráðherrann með valdi. Það fór eins og flesta grunaði, Pedro Sánchez, leiðtoga sósíalista, tókst að safna meirihluta á bak við sig og mynda starfhæfa ríkisstjórn. Hún nýtur stuðnings 8 af 10 flokkum spænska þingsins, einungis Lýðflokkurinn, stærsti flokkur landsins og VOX, flokkur öfgahægrisinna, mynda stjórnarandstöðuna, en liðsmunurinn er þó ekki mikill. Til að ná meirihluta samdi Sánchez við flokk aðskilnaðarinna í Katalóniu um að veita öllum þeim sem hlutu dóma fyrir aðild sína að ólöglegri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 sakaruppgjöf. Það hefur orsakað meiri heift í spænsku samfélagi og spænskum stjórnmálum en dæmi eru um um áratuga skeið. Almenningur hefur mótmælt á götum Madrid og annarra borga í tvær vikur samfellt og fjölmargir af hinum ysta hægri væng hafa verið handteknir eftir átök við lögreglu. Munnsöfnuður þingmanna vegna stjórnarmyndunarinnar hefur ekki verið til fyrirmyndar og leiðtogi öfgahægrimanna, Santiago Abascal, gekk svo langt að líkja Pedro Sánchez við Adolf Hitler og var atyrtur fyrir vikið af þingforseta. Þegar þingmenn gengu úr húsi á fimmtudag eftir að hin nýja stjórn var tekin við réðust sjö karlmenn á fertugsaldri að fjórum þingmönnum sósíalista með skömmum og svívirðingum og enduðu með því að hella yfir þá kaffi og eggjum. Það sem vakti athygli var að þetta voru stjórnendur fyrirtækja í fasteignabransanum, bankaheiminum og tölvugeiranum. Menn sem einhvern tímann hefðu verið kallaðir broddborgarar. Á föstudag sendu 56 fyrrverandi foringjar í spænska hernum opið bréf til spænska hersins þar sem þeir skora á herinn að fjarlægja Pedro Sánchez úr embætti forsætisráðherra með valdi. Fréttaskýrendur segja að aldrei áður í sögu hins 40 ára lýðveldis á Spáni hafi eins opinskátt verið hvatt til valdaráns. Kosningar á Spáni Spánn Tengdar fréttir Sánchez náði að mynda ríkisstjórn Pedro Sánchez, formaður spænska sósíalíska verkamannaflokksins, hefur náð að mynda ríkisstjórn með fjögurra þingmanna meirihluta. Hann verður því forsætisráðherra Spánar annað kjörtímabil. 16. nóvember 2023 13:05 170 þúsund manns mótmæla í Madríd Um 170 þúsund manns marseruðu um Madrídarborg í dag og mótmæltu sakaruppgjöf katalónskra aðskilnaðarsinna. 18. nóvember 2023 15:54 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Það fór eins og flesta grunaði, Pedro Sánchez, leiðtoga sósíalista, tókst að safna meirihluta á bak við sig og mynda starfhæfa ríkisstjórn. Hún nýtur stuðnings 8 af 10 flokkum spænska þingsins, einungis Lýðflokkurinn, stærsti flokkur landsins og VOX, flokkur öfgahægrisinna, mynda stjórnarandstöðuna, en liðsmunurinn er þó ekki mikill. Til að ná meirihluta samdi Sánchez við flokk aðskilnaðarinna í Katalóniu um að veita öllum þeim sem hlutu dóma fyrir aðild sína að ólöglegri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 sakaruppgjöf. Það hefur orsakað meiri heift í spænsku samfélagi og spænskum stjórnmálum en dæmi eru um um áratuga skeið. Almenningur hefur mótmælt á götum Madrid og annarra borga í tvær vikur samfellt og fjölmargir af hinum ysta hægri væng hafa verið handteknir eftir átök við lögreglu. Munnsöfnuður þingmanna vegna stjórnarmyndunarinnar hefur ekki verið til fyrirmyndar og leiðtogi öfgahægrimanna, Santiago Abascal, gekk svo langt að líkja Pedro Sánchez við Adolf Hitler og var atyrtur fyrir vikið af þingforseta. Þegar þingmenn gengu úr húsi á fimmtudag eftir að hin nýja stjórn var tekin við réðust sjö karlmenn á fertugsaldri að fjórum þingmönnum sósíalista með skömmum og svívirðingum og enduðu með því að hella yfir þá kaffi og eggjum. Það sem vakti athygli var að þetta voru stjórnendur fyrirtækja í fasteignabransanum, bankaheiminum og tölvugeiranum. Menn sem einhvern tímann hefðu verið kallaðir broddborgarar. Á föstudag sendu 56 fyrrverandi foringjar í spænska hernum opið bréf til spænska hersins þar sem þeir skora á herinn að fjarlægja Pedro Sánchez úr embætti forsætisráðherra með valdi. Fréttaskýrendur segja að aldrei áður í sögu hins 40 ára lýðveldis á Spáni hafi eins opinskátt verið hvatt til valdaráns.
Kosningar á Spáni Spánn Tengdar fréttir Sánchez náði að mynda ríkisstjórn Pedro Sánchez, formaður spænska sósíalíska verkamannaflokksins, hefur náð að mynda ríkisstjórn með fjögurra þingmanna meirihluta. Hann verður því forsætisráðherra Spánar annað kjörtímabil. 16. nóvember 2023 13:05 170 þúsund manns mótmæla í Madríd Um 170 þúsund manns marseruðu um Madrídarborg í dag og mótmæltu sakaruppgjöf katalónskra aðskilnaðarsinna. 18. nóvember 2023 15:54 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Sánchez náði að mynda ríkisstjórn Pedro Sánchez, formaður spænska sósíalíska verkamannaflokksins, hefur náð að mynda ríkisstjórn með fjögurra þingmanna meirihluta. Hann verður því forsætisráðherra Spánar annað kjörtímabil. 16. nóvember 2023 13:05
170 þúsund manns mótmæla í Madríd Um 170 þúsund manns marseruðu um Madrídarborg í dag og mótmæltu sakaruppgjöf katalónskra aðskilnaðarsinna. 18. nóvember 2023 15:54