„Það verða allir að sitja við sama borð“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2023 15:01 Stefán Árni Pálsson er stjórnandi Subway Körfuboltakvölds. Vísir Arnar Guðjónsson lét gamminn geyssa um vinnubrögð KKÍ í viðtali eftir sigur Stjörnunnar á Haukum í gær. Málið var rætt í Subway Körfuboltakvöldi í gærkvöldi. Arnar Guðjónsson var ekki sáttur með vinnubrögð KKÍ varðandi það hvort félög geti aflað sér upplýsinga um leikmannalista andstæðinga sína fyrir leiki. Haukar sömdu við nýjan bandarískan leikmann í vikunni og vissi Arnar ekki hvort hann yrði í leikmannahópi liðsins gegn Stjörnunni í gær. „Þetta er búið að vera mjög furðulegur undirbúningur. Þegar Íslandsmótið byrjar þá segir KKÍ við okkur að leikmannalistar, listi yfir löglega leikmenn að það sé ekki hægt að fá að sjá það. Öll lið sitja við sama borð. Þegar við síðan semjum við við James Ellisor þá fá Þórsarar að vita það að hann sé ekki kominn með leikheimild. Ég sendi skilaboð á KKÍ og fæ svar tveimur vikum seinna að maður geti bara fengið að vita þetta.“ „Á föstudag sendi ég tölvupóst á KKÍ og bið um að fá að vita hverjir eru löglegir fyrir Hauka. Vitandi að þeir eru búnir að semja við nýjan bandarískan leikmann, vitandi að þeir eiga á skrifstofunni Emil Barja, vitandi að Anna Soffía er gengin til liðs við þær frá Breiðablik. KKÍ getur ekki séð sér fært að vita. Ekki í gær klukkan fjögur, við æfðum klukkan fimm ekki vitandi hverjir eru löglegir á móti okkur.“ Arnar segir ólíðandi að málum sé svona háttað og að geta ekki einu sinni verið viss hvort lið séu með löglegt lið á móti þeim. Hann segir að svo virðist sem tölvupóstar hjá KKÍ hafni í einhverju svartholi. „Kannski eru póstarnir hans í ruslpóstinum“ „Ég skil hann að vissu leyti. Það er frekar pirrandi að vera að undirbúa liðið sitt og þú veist ekki hvaða liði þú ert að fara að mæta,“ sagði Stefán Árni Pálsson stjórnandi Subway Körfuboltakvölds í gærkvöldi. Stefán Árni, Ómar Sævarsson og Teitur Örlygsson fóru yfir málið í gær og voru sammála Arnari í gagnrýni hans. „Réttilega segir Arnar að það verði allir að sitja við sama borð þegar kemur að þessu. Það getur ekki verið að einhver geti hringt og fengið allt staðfest en ekki hann. Kannski eru póstarnir hans í ruslpóstinum,“ sagði Teitur. Klippa: Umræða um ummæli Arnar Guðjónsson um vinnubrögð KKÍ „Þetta er náttúrulega algjörlega fáránlegt. Ef það er satt sem hann segir, sem ég reikna með að sé 100% satt, þá er það bara hræðilegt,“ sagði Ómar. Haukar eru nýbúnir að semja við Damier Pitts sem lék með Grindavík í fyrra og Ómar sagði það líka skipta máli í samhenginu. „Sérstaklega því þetta er ekki bara einhver bandarískur leikmaður. Þetta er leikmaður sem hefur spilað hérna áður og hann veit hverju hann er að fara að mæta. Hann getur skoðað og sett upp kerfi á móti því.“ Viðtalið við Arnar og umræðu þeirra Stefáns Árna, Ómars og Teits má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Arnar Guðjónsson var ekki sáttur með vinnubrögð KKÍ varðandi það hvort félög geti aflað sér upplýsinga um leikmannalista andstæðinga sína fyrir leiki. Haukar sömdu við nýjan bandarískan leikmann í vikunni og vissi Arnar ekki hvort hann yrði í leikmannahópi liðsins gegn Stjörnunni í gær. „Þetta er búið að vera mjög furðulegur undirbúningur. Þegar Íslandsmótið byrjar þá segir KKÍ við okkur að leikmannalistar, listi yfir löglega leikmenn að það sé ekki hægt að fá að sjá það. Öll lið sitja við sama borð. Þegar við síðan semjum við við James Ellisor þá fá Þórsarar að vita það að hann sé ekki kominn með leikheimild. Ég sendi skilaboð á KKÍ og fæ svar tveimur vikum seinna að maður geti bara fengið að vita þetta.“ „Á föstudag sendi ég tölvupóst á KKÍ og bið um að fá að vita hverjir eru löglegir fyrir Hauka. Vitandi að þeir eru búnir að semja við nýjan bandarískan leikmann, vitandi að þeir eiga á skrifstofunni Emil Barja, vitandi að Anna Soffía er gengin til liðs við þær frá Breiðablik. KKÍ getur ekki séð sér fært að vita. Ekki í gær klukkan fjögur, við æfðum klukkan fimm ekki vitandi hverjir eru löglegir á móti okkur.“ Arnar segir ólíðandi að málum sé svona háttað og að geta ekki einu sinni verið viss hvort lið séu með löglegt lið á móti þeim. Hann segir að svo virðist sem tölvupóstar hjá KKÍ hafni í einhverju svartholi. „Kannski eru póstarnir hans í ruslpóstinum“ „Ég skil hann að vissu leyti. Það er frekar pirrandi að vera að undirbúa liðið sitt og þú veist ekki hvaða liði þú ert að fara að mæta,“ sagði Stefán Árni Pálsson stjórnandi Subway Körfuboltakvölds í gærkvöldi. Stefán Árni, Ómar Sævarsson og Teitur Örlygsson fóru yfir málið í gær og voru sammála Arnari í gagnrýni hans. „Réttilega segir Arnar að það verði allir að sitja við sama borð þegar kemur að þessu. Það getur ekki verið að einhver geti hringt og fengið allt staðfest en ekki hann. Kannski eru póstarnir hans í ruslpóstinum,“ sagði Teitur. Klippa: Umræða um ummæli Arnar Guðjónsson um vinnubrögð KKÍ „Þetta er náttúrulega algjörlega fáránlegt. Ef það er satt sem hann segir, sem ég reikna með að sé 100% satt, þá er það bara hræðilegt,“ sagði Ómar. Haukar eru nýbúnir að semja við Damier Pitts sem lék með Grindavík í fyrra og Ómar sagði það líka skipta máli í samhenginu. „Sérstaklega því þetta er ekki bara einhver bandarískur leikmaður. Þetta er leikmaður sem hefur spilað hérna áður og hann veit hverju hann er að fara að mæta. Hann getur skoðað og sett upp kerfi á móti því.“ Viðtalið við Arnar og umræðu þeirra Stefáns Árna, Ómars og Teits má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik