Segir James óstöðvandi í þessum ham og lét svo rétthafa heyra það Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2023 16:46 Emma á hliðarlínunni í Madríd í miðri viku. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Emma Hayes, þjálfari Englandsmeistara Chelsea, sparaði ekki stóru orðin um Lauren James eftir 5-1 sigur liðsins á Liverpool. Þá lét hún stjórnendur efstu deildar kvenna í Englandi sem og sjónvarpsréttahafa heyra það en leikurinn var sá þriðji á aðeins sex dögum hjá Chelsea. Hin 22 ára gamla James fór gjörsamlega á kostum og skoraði sína fyrstu þrennu í ensku úrvalsdeildinni þegar Chelsea lagði Liverpool á laugardag. Ekki nóg með það heldur lagði hún einnig upp eitt af mörkum liðsins svo hún kom með beinum hætti að fjórum af fimm mörkum Chelsea þann daginn. „Hún var mögnuð, komst ítrekað í góðar stöður vegna þeirrar vinnu sem hún lagði á sig þegar hún var ekki með boltann,“ sagði Emma Hayes en hún var þarna að stýra sínum fyrsta leik síðan það var staðfest að hún myndi taka við bandaríska kvennalandsliðinu að tímabilinu loknu. „Hvernig hún vann án bolta var framúrskarandi, hvernig hún pressaði og vann einvígi sín. Lauren veit hvað mér finnst um hana. Hún sýndi sínar bestu hliðar í dag, hún var óstöðvandi.“ Lét gamminn geysa Hayes nýtti viðtalið einnig til að gagnrýna hversu þétt Chelsea er að spila þessa dagana. „Eftir þrjá leiki á sex dögum ætla ég augljóslega að láta sjónvarpið og deildina heyra það. Við erum eina enska liðið í Evrópu og með eina knattspyrnusambandið sem gerir ekkert til að hjálpa. Samböndin á Spáni, Frakklandi og Þýskalandi hjálpa öll.“ „Við vorum eina liðið sem spilaði á miðvikudegi (í Madríd í Meistaradeildinni), fyrsta liðið til að spila á laugardegi eftir að spila á útivelli á sunnudagskvöld. Þegar þú spilar við lið sem hefur fengið þrjá auka daga í hvíld og undirbúning þá skiptir það máli.“ Made in Cobham. Absolutely superb today. We heard you all so thanks for the support pic.twitter.com/q1H8LdncfG— Emma Hayes OBE (@emmahayes1) November 18, 2023 „Sjónvarpsrétthafar og deildin skilja ekki hættuna sem þessu fylgir,“ sagði Hayes að endingu en hún hvíldi fyrirliða sinn Mille Bright gegn Liverpool þar sem Bright er á leið í landsliðsverkefni með Englandi. „Í fullkomnum heimi væru leikmenn að aðstoða fólkið sem tekur þessar ákvarðanir til að sýna að þetta er ekki jafn auðvelt og það lítur út fyrir að vera. Ég vil bara að hugsað sé um velferð leikmanna, í karla- og kvennaboltanum.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Hin 22 ára gamla James fór gjörsamlega á kostum og skoraði sína fyrstu þrennu í ensku úrvalsdeildinni þegar Chelsea lagði Liverpool á laugardag. Ekki nóg með það heldur lagði hún einnig upp eitt af mörkum liðsins svo hún kom með beinum hætti að fjórum af fimm mörkum Chelsea þann daginn. „Hún var mögnuð, komst ítrekað í góðar stöður vegna þeirrar vinnu sem hún lagði á sig þegar hún var ekki með boltann,“ sagði Emma Hayes en hún var þarna að stýra sínum fyrsta leik síðan það var staðfest að hún myndi taka við bandaríska kvennalandsliðinu að tímabilinu loknu. „Hvernig hún vann án bolta var framúrskarandi, hvernig hún pressaði og vann einvígi sín. Lauren veit hvað mér finnst um hana. Hún sýndi sínar bestu hliðar í dag, hún var óstöðvandi.“ Lét gamminn geysa Hayes nýtti viðtalið einnig til að gagnrýna hversu þétt Chelsea er að spila þessa dagana. „Eftir þrjá leiki á sex dögum ætla ég augljóslega að láta sjónvarpið og deildina heyra það. Við erum eina enska liðið í Evrópu og með eina knattspyrnusambandið sem gerir ekkert til að hjálpa. Samböndin á Spáni, Frakklandi og Þýskalandi hjálpa öll.“ „Við vorum eina liðið sem spilaði á miðvikudegi (í Madríd í Meistaradeildinni), fyrsta liðið til að spila á laugardegi eftir að spila á útivelli á sunnudagskvöld. Þegar þú spilar við lið sem hefur fengið þrjá auka daga í hvíld og undirbúning þá skiptir það máli.“ Made in Cobham. Absolutely superb today. We heard you all so thanks for the support pic.twitter.com/q1H8LdncfG— Emma Hayes OBE (@emmahayes1) November 18, 2023 „Sjónvarpsrétthafar og deildin skilja ekki hættuna sem þessu fylgir,“ sagði Hayes að endingu en hún hvíldi fyrirliða sinn Mille Bright gegn Liverpool þar sem Bright er á leið í landsliðsverkefni með Englandi. „Í fullkomnum heimi væru leikmenn að aðstoða fólkið sem tekur þessar ákvarðanir til að sýna að þetta er ekki jafn auðvelt og það lítur út fyrir að vera. Ég vil bara að hugsað sé um velferð leikmanna, í karla- og kvennaboltanum.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira