Man City fór með sigur af hólmi á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2023 18:46 Lauren Hemp var á skotskónum fyrir Man City. Richard Sellers/Getty Images Nágrannarnir og fjendurnir í Manchester United og City mættust í stórleik ensku úrvalsdeildar kvenna á Old Trafford í dag. Gestirnir fóru með 3-1 sigur af hólmi. Heimaliðið byrjaði vel og fékk vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur voru liðnar af nágrannaslagnum á Old Trafford. Katie Zelem fór á punktinn og skoraði af öryggi. Geyse hélt hún hefði tvöfaldað forystu Man Utd en línuvörðurinn lyfti flaggi sínu til merkis um að boltinn hefði farið út af skömmu áður en sú brasilíska smellti honum í netið. Gestirnir sneru leiknum svo leiknum sér í vil við með tveimur mörkum á aðeins tveimur mínútum. Jill Roord jafnaði metin á 34. mínútu og Lauren Hemp kom City yfir með glæsilegu marki mínutu síðar. Bæði mörkin komu eftir vandræðagang í vörn heimaliðsins. HT: That first half definitely delivered! pic.twitter.com/454BxSSwjd— Barclays Women's Super League (@BarclaysWSL) November 19, 2023 Staðan 1-2 í hálfleik og þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var staðan orðin 1-3 þökk sé marki Khadiju Shaw. Aftur var heimaliðið í vandræðum aftarlega á vellinum en Mary Earps, markvörður, fékk slaka sendingu til baka og endaði á að negla boltanum í Shaw en þaðan skaust hann í netið. Á 71. mínútu fékk Laia Aleixandri Lopez sitt annað gula spjald í liði gestanna og Man City því manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom ekki að sök þar sem ekki voru fleiri mörk skoruð og lokatölur á Old Trafford 1-3. Eftir sigurinn er Man City í 3. sæti með 13 stig eftir sjö leiki en Man Utd sæti neðar með 12 stig. 43,615A new @ManUtdWomen attendance record! pic.twitter.com/oMzlnClfMa— Barclays Women's Super League (@BarclaysWSL) November 19, 2023 Arsenal vann 3-0 útisigur á Brighton & Hove Albion. María Þórisdóttir var í byrjunarliði heimakvenna en kom litlum vörnum við gegn öflugu liði gestanna. Stina Balckstenius kom Arsenal yfir á 12. mínútu. Annað markið kom loks þegar tíu mínútur lifðu leiks, Caitlin Foord með markið. Það var svo Frida Leonhardsen-Maanum sem skoraði þriðja markið í uppbótartíma. Arsenal er í 2. sæti með 16 stig, þremur á eftir toppliði Chelsea. Brighton er í 8. sæti með sjö stig. Önnur úrslit Everton 2-2 Bristol City Leicester City 1-1 Tottenham Hotspur West Ham United 2-3 Aston Villa Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Heimaliðið byrjaði vel og fékk vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur voru liðnar af nágrannaslagnum á Old Trafford. Katie Zelem fór á punktinn og skoraði af öryggi. Geyse hélt hún hefði tvöfaldað forystu Man Utd en línuvörðurinn lyfti flaggi sínu til merkis um að boltinn hefði farið út af skömmu áður en sú brasilíska smellti honum í netið. Gestirnir sneru leiknum svo leiknum sér í vil við með tveimur mörkum á aðeins tveimur mínútum. Jill Roord jafnaði metin á 34. mínútu og Lauren Hemp kom City yfir með glæsilegu marki mínutu síðar. Bæði mörkin komu eftir vandræðagang í vörn heimaliðsins. HT: That first half definitely delivered! pic.twitter.com/454BxSSwjd— Barclays Women's Super League (@BarclaysWSL) November 19, 2023 Staðan 1-2 í hálfleik og þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var staðan orðin 1-3 þökk sé marki Khadiju Shaw. Aftur var heimaliðið í vandræðum aftarlega á vellinum en Mary Earps, markvörður, fékk slaka sendingu til baka og endaði á að negla boltanum í Shaw en þaðan skaust hann í netið. Á 71. mínútu fékk Laia Aleixandri Lopez sitt annað gula spjald í liði gestanna og Man City því manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom ekki að sök þar sem ekki voru fleiri mörk skoruð og lokatölur á Old Trafford 1-3. Eftir sigurinn er Man City í 3. sæti með 13 stig eftir sjö leiki en Man Utd sæti neðar með 12 stig. 43,615A new @ManUtdWomen attendance record! pic.twitter.com/oMzlnClfMa— Barclays Women's Super League (@BarclaysWSL) November 19, 2023 Arsenal vann 3-0 útisigur á Brighton & Hove Albion. María Þórisdóttir var í byrjunarliði heimakvenna en kom litlum vörnum við gegn öflugu liði gestanna. Stina Balckstenius kom Arsenal yfir á 12. mínútu. Annað markið kom loks þegar tíu mínútur lifðu leiks, Caitlin Foord með markið. Það var svo Frida Leonhardsen-Maanum sem skoraði þriðja markið í uppbótartíma. Arsenal er í 2. sæti með 16 stig, þremur á eftir toppliði Chelsea. Brighton er í 8. sæti með sjö stig. Önnur úrslit Everton 2-2 Bristol City Leicester City 1-1 Tottenham Hotspur West Ham United 2-3 Aston Villa
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira