Shakira semur um skattalagabrotin Jón Þór Stefánsson skrifar 20. nóvember 2023 10:41 Shakria fór ásamt lögfræðiteymi sínu í dómstól í Barselóna í dag þar sem réttarhöld áttu að hefjast. EPA Kólumbíska poppstjarnan Shakira hefur gert dómssátt við saksóknara um meint skattalagabrot hennar á Spáni, en réttarhöld í málinu voru í þann mund að hefjast. Umræddar sakir sem gefnar voru Shakiru á hendur vörðuðu fjórtán og hálfa milljón evra, sem jafngildir rúmlega tveimur milljörðum króna. Saksóknari á Spáni hafði krafist þess að söngkonan heimsfræga myndi sæta átta ára fangelsisvist, og greiða tæplega 24 milljón evra sekt yrði hún sakfelld. Opinberlega hefur Shakira ítrekað neitað sök og hafði áður hafnað tilboðum saksóknar um sátt. BBC fjallar um málið og hefur eftir henni að dómsáttin sé gerð með velferð barna hennar í huga. „Þrátt fyrir að ég væri harðákveðin í að verja sakleysi mitt í réttarhöldum þar sem lögmenn mínir voru fullvissir um að ég myndi hafa betur, þá hef ég tekið þá ákvörðun um að leysa málið með velmegun barna minna í huga sem vilja ekki sjá móður sína fórna sinni eigin velferð í þessum bardaga,“ segir í yfirlýsingu frá Shakiru. Þessi skattalagabrot poppstjörnunnar eiga að hafa átt sér stað frá árinu 2012 til 2014. Á þeim tíma var Shakira spænskur ríkisborgari í hálft ár. Spænskir saksóknarar eiga að hafa verið tilbúnir að kalla til 117 vitni í dómsmálinu sem átti að hefjast í dag dómsmáli í Barselóna. Á meðal þessara vitna var hárgreiðslufólk, danskennarar, þerapistar, og einkabílstjóri Shakiru. Uppfært: Spænski fjölmiðillinn El País hefur greint frá því að í dómsáttinni hafi falist að Shakira myndi greiða sjö milljón evra sekt og vera dæmd í þriggja ára fangelsi. Shakira mun þó ekki afplána dóminn, þar sem hún mun greiða aðra sekt, upp á rúmlega 400 þúsund evrur. Spánn Kólumbía Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Umræddar sakir sem gefnar voru Shakiru á hendur vörðuðu fjórtán og hálfa milljón evra, sem jafngildir rúmlega tveimur milljörðum króna. Saksóknari á Spáni hafði krafist þess að söngkonan heimsfræga myndi sæta átta ára fangelsisvist, og greiða tæplega 24 milljón evra sekt yrði hún sakfelld. Opinberlega hefur Shakira ítrekað neitað sök og hafði áður hafnað tilboðum saksóknar um sátt. BBC fjallar um málið og hefur eftir henni að dómsáttin sé gerð með velferð barna hennar í huga. „Þrátt fyrir að ég væri harðákveðin í að verja sakleysi mitt í réttarhöldum þar sem lögmenn mínir voru fullvissir um að ég myndi hafa betur, þá hef ég tekið þá ákvörðun um að leysa málið með velmegun barna minna í huga sem vilja ekki sjá móður sína fórna sinni eigin velferð í þessum bardaga,“ segir í yfirlýsingu frá Shakiru. Þessi skattalagabrot poppstjörnunnar eiga að hafa átt sér stað frá árinu 2012 til 2014. Á þeim tíma var Shakira spænskur ríkisborgari í hálft ár. Spænskir saksóknarar eiga að hafa verið tilbúnir að kalla til 117 vitni í dómsmálinu sem átti að hefjast í dag dómsmáli í Barselóna. Á meðal þessara vitna var hárgreiðslufólk, danskennarar, þerapistar, og einkabílstjóri Shakiru. Uppfært: Spænski fjölmiðillinn El País hefur greint frá því að í dómsáttinni hafi falist að Shakira myndi greiða sjö milljón evra sekt og vera dæmd í þriggja ára fangelsi. Shakira mun þó ekki afplána dóminn, þar sem hún mun greiða aðra sekt, upp á rúmlega 400 þúsund evrur.
Spánn Kólumbía Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira