Himnesk rúmföt og dásamlegar jólagjafir á sanngjörnu verði Rúmföt.is 23. nóvember 2023 11:31 Hildur Þórðardóttir er verslunarstjóri Rúmföt.is sem sérhæfir sig í hágæða rúmfötum. Rúmföt.is er eina sérverslun landsins sem sérhæfir sig í hágæða rúmfötum. Það má segja að verslunin sé arftaki Fatabúðarinnar sem margir lesendur kannast eflaust við. Rúmföt.is selur einnig lúxus dúnsængur, kodda og sérlega vönduð handklæði frá öllum heimshornum. „Búðin átti fimm ára afmæli í síðasta mánuði en þar á undan vorum við að selja þessar vörur í afgreiðslunni hjá Þvottahúsi A. Smith ehf.,“ segir Björn Þór Heiðdal, eigandi Rúmföt.is. „En það má segja að hugmyndin af búðinni hafi kviknað þar. Ég var farinn að taka eftir því að rúmfötin sem fólk var að koma með í þvottahúsið voru ekki lengur hágæða damaskrúmföt eða dýrindis bómullarsatín heldur eitthvað allt annað. Þetta fór í taugarnar á mér svo ég bara ákvað að opna alvöru rúmfatabúð sem seldi aðeins hágæða rúmföt úr langþráða bómull.“ Flottari og betri rúmföt Það sem aðgreinir Rúmföt.is frá öðrum sem selja rúmföt á Íslandi er að verslunin er einfaldlega með flottari og betri rúmföt segir Björn. „Við erum sérverslun með sængurföt meðan aðrar verslanir eru að selja rúmföt með öðru. Einnig látum við framleiða rúmfötin sérstaklega fyrir okkur. Við kaupum allt beint frá verksmiðjunni en ekki einhverjum heildsala eða millilið. Þannig náum við að halda verðinu niðri og getum boðum fólki upp á vöru sem annars væri ekki seld á Íslandi.“ Curt Bauer rúmfötin hafa slegið í gegn hjá Rúmföt.is að sögn Hildar Þórðardóttur verslunarstjóra. „Þetta eru ótrúlega flottar vörur en við heimsóttum einmitt Þýskaland í fyrra og skoðuðum verksmiðjuna. Síðan flytjum við inn Quagliotti rúmföt frá Ítalíu sem t.d. Ritz hótelið í París býður gestum sínum upp á. Við látum síðan aðra verksmiðju á Ítalíu vefa fyrir okkur rúmfataefni sem Magga saumakona saumar dýrindis rúmföt úr. Svo kaupum við smá frá Litáen, Portúgal og Króatíu. En langmest kemur frá Kína.“ Magga saumakona saumar dýrindis rúmföt úr ítölsku rúmfataefni. Frábær ferð til Kína Í sumar heimsóttu Björn og Hildur Kína í fyrsta skipti og fengu frábærar móttökur. „Maður fær ekki svona góðar móttökur hjá öllum. Enda er þetta annar heimur og maður smá ósjálfbjarga,“ segir Björn. „Það sem kom mér mest á óvart þarna í Kína var hversu allt var hreint og snyrtilegt. Við heimsóttum 10 verksmiðjur og fundum alveg geggjað 1000 þráða satín sem við erum einmitt nýbúin að fá í búðina. Við völdum líka nokkur damaskefni sem voru að koma til okkar og nýjar umbúðir.“ Björn Þór Heiðdal, eigandi Rúmföt.is, að skoða vefstóla á Ítalíu. Ekki má gleyma silkiverksmiðjunni sem þau heimsóttu. „En við fengum ekki að fara út fyrr en við vorum búinn að gera stóra pöntun,“ segir Hildur. „Það er dálítið fyndið að allir Kínverjarnir sem við dílum við heita enskum nöfnum. Ekki í alvörunni en svona til að gera manni lífið aðeins auðveldara. Síðan ef einhver hættir og ný manneskja kemur í staðinn þá heitir hún bara sama nafni.“ Þýskar lúxus-dúnsængur „Við erum sérstaklega stolt að geta boðið upp á sennilega flottustu sængur í heimi sem ekki kosta bílverð en þær eru frá þýska fjölskyldufyrirtækinu OBB,“ segir Björn. „Fyrirtækið var stofnað árið 1900 og er í dag eitt fárra sem eru með alla framleiðslulínuna innanhúss. Flestir sængurframleiðendur í Þýskalandi kaupa dúninn tilbúinn til að setja í sængina. OBB er hins vegar með tækjakost til að bæði hreinsa og flokka dúninn og blanda honum saman í hvaða hlutföllum sem er.“ Björn og Hildur heimsóttu fyrirtækið í fyrsta skipti í sumar og segja þau ferðina hafa verið ógleymanlegt. „Við látum framleiða fyrir okkur 100% dúnsængur úr Kanada gæsadúni sem er a.m.k. 850 CUIN,“ segir Hildur. „Venjulegar gæsadúnsængur sem margar búðir selja á Íslandi eru 450-650 CUIN. En þessi CUIN tala mælir einangrunargildið eða hversu loftkenndur dúnninn er. Sæng með háu CUIN gildi er því bæði léttari og hlýrri en jafnþung sæng með lægra gildi.“ Bestu handklæði sem völ er á Björn og Hildur sóttu einnig Maison & Object sýninguna í París í byrjun árs. „En það er svona sýning fyrir dótabúðaeigendur fyrir fullorðna,“ segir Björn. „Ekki svoleiðis meina ég. Heldur svona gjafavörubúðir eða sérverslanir. Þar mátti sjá allt milli himins og jarðar. Eftir smá labb fundum við alveg sérlega flott handklæði frá Portúgal sem við erum byrjuð að selja í búðinni okkar. Handklæðin eru úr egypskri Giza bómull sem þykir ein sú besta sem völ er á. Þau eru til í öllum litum sem manni dettur í hug en við tökum mest klassíska liti sem seljast. Við erum ekki mikið í appelsínugulu eða dökkbrúnu sem eru litir sem virðast seljast hægt á Íslandi.“ Búðin stækkar og úrvalið eykst Um þessar mundir er verið að stækka búðina og taka í notkun nýtt pláss undir handklæðin og sængurnar. „Einnig erum við að selja vörur frá franska fyrirtækinu LJF sem fá loksins verðskuldað pláss en um er að ræða sérlega flottar diskaþurrkur og borðdúkar. En við ætlum að vera með 40% afslátt af öllum dúkum fram að jólum.“ Black Friday er á morgun föstudag og verður Rúmföt.is með fullt af tilboðum af því tilefni segir Hildur. „Hægt að fara inn á síðuna hjá okkur sjá tilboðin og síðan verðum við með tilboð sem eru bara í búðinni en ekki á netinu. Annars leiðist mér svona tilboð og útsölur. Við reynum meira að vera með frábær verð alltaf. Það eru sumar verslanir með útsölur 5-10 sinnum á ári. Þá ertu ekki með útsöluverð, heldur bara rétt verð stundum og síðan of há verð þess á milli.“ Rúmföt.is verslun er staðsett að Nýbýlavegi 28 í Kópavogi. Búðin er opin milli kl. 12 og 17.30 virka daga og kl. 11 og 15 laugardaga. Sími: 565-1025. Vefverslunin rumfot.is er opin allan sólarhringinn Hús og heimili Tíska og hönnun Svefn Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Sjá meira
„Búðin átti fimm ára afmæli í síðasta mánuði en þar á undan vorum við að selja þessar vörur í afgreiðslunni hjá Þvottahúsi A. Smith ehf.,“ segir Björn Þór Heiðdal, eigandi Rúmföt.is. „En það má segja að hugmyndin af búðinni hafi kviknað þar. Ég var farinn að taka eftir því að rúmfötin sem fólk var að koma með í þvottahúsið voru ekki lengur hágæða damaskrúmföt eða dýrindis bómullarsatín heldur eitthvað allt annað. Þetta fór í taugarnar á mér svo ég bara ákvað að opna alvöru rúmfatabúð sem seldi aðeins hágæða rúmföt úr langþráða bómull.“ Flottari og betri rúmföt Það sem aðgreinir Rúmföt.is frá öðrum sem selja rúmföt á Íslandi er að verslunin er einfaldlega með flottari og betri rúmföt segir Björn. „Við erum sérverslun með sængurföt meðan aðrar verslanir eru að selja rúmföt með öðru. Einnig látum við framleiða rúmfötin sérstaklega fyrir okkur. Við kaupum allt beint frá verksmiðjunni en ekki einhverjum heildsala eða millilið. Þannig náum við að halda verðinu niðri og getum boðum fólki upp á vöru sem annars væri ekki seld á Íslandi.“ Curt Bauer rúmfötin hafa slegið í gegn hjá Rúmföt.is að sögn Hildar Þórðardóttur verslunarstjóra. „Þetta eru ótrúlega flottar vörur en við heimsóttum einmitt Þýskaland í fyrra og skoðuðum verksmiðjuna. Síðan flytjum við inn Quagliotti rúmföt frá Ítalíu sem t.d. Ritz hótelið í París býður gestum sínum upp á. Við látum síðan aðra verksmiðju á Ítalíu vefa fyrir okkur rúmfataefni sem Magga saumakona saumar dýrindis rúmföt úr. Svo kaupum við smá frá Litáen, Portúgal og Króatíu. En langmest kemur frá Kína.“ Magga saumakona saumar dýrindis rúmföt úr ítölsku rúmfataefni. Frábær ferð til Kína Í sumar heimsóttu Björn og Hildur Kína í fyrsta skipti og fengu frábærar móttökur. „Maður fær ekki svona góðar móttökur hjá öllum. Enda er þetta annar heimur og maður smá ósjálfbjarga,“ segir Björn. „Það sem kom mér mest á óvart þarna í Kína var hversu allt var hreint og snyrtilegt. Við heimsóttum 10 verksmiðjur og fundum alveg geggjað 1000 þráða satín sem við erum einmitt nýbúin að fá í búðina. Við völdum líka nokkur damaskefni sem voru að koma til okkar og nýjar umbúðir.“ Björn Þór Heiðdal, eigandi Rúmföt.is, að skoða vefstóla á Ítalíu. Ekki má gleyma silkiverksmiðjunni sem þau heimsóttu. „En við fengum ekki að fara út fyrr en við vorum búinn að gera stóra pöntun,“ segir Hildur. „Það er dálítið fyndið að allir Kínverjarnir sem við dílum við heita enskum nöfnum. Ekki í alvörunni en svona til að gera manni lífið aðeins auðveldara. Síðan ef einhver hættir og ný manneskja kemur í staðinn þá heitir hún bara sama nafni.“ Þýskar lúxus-dúnsængur „Við erum sérstaklega stolt að geta boðið upp á sennilega flottustu sængur í heimi sem ekki kosta bílverð en þær eru frá þýska fjölskyldufyrirtækinu OBB,“ segir Björn. „Fyrirtækið var stofnað árið 1900 og er í dag eitt fárra sem eru með alla framleiðslulínuna innanhúss. Flestir sængurframleiðendur í Þýskalandi kaupa dúninn tilbúinn til að setja í sængina. OBB er hins vegar með tækjakost til að bæði hreinsa og flokka dúninn og blanda honum saman í hvaða hlutföllum sem er.“ Björn og Hildur heimsóttu fyrirtækið í fyrsta skipti í sumar og segja þau ferðina hafa verið ógleymanlegt. „Við látum framleiða fyrir okkur 100% dúnsængur úr Kanada gæsadúni sem er a.m.k. 850 CUIN,“ segir Hildur. „Venjulegar gæsadúnsængur sem margar búðir selja á Íslandi eru 450-650 CUIN. En þessi CUIN tala mælir einangrunargildið eða hversu loftkenndur dúnninn er. Sæng með háu CUIN gildi er því bæði léttari og hlýrri en jafnþung sæng með lægra gildi.“ Bestu handklæði sem völ er á Björn og Hildur sóttu einnig Maison & Object sýninguna í París í byrjun árs. „En það er svona sýning fyrir dótabúðaeigendur fyrir fullorðna,“ segir Björn. „Ekki svoleiðis meina ég. Heldur svona gjafavörubúðir eða sérverslanir. Þar mátti sjá allt milli himins og jarðar. Eftir smá labb fundum við alveg sérlega flott handklæði frá Portúgal sem við erum byrjuð að selja í búðinni okkar. Handklæðin eru úr egypskri Giza bómull sem þykir ein sú besta sem völ er á. Þau eru til í öllum litum sem manni dettur í hug en við tökum mest klassíska liti sem seljast. Við erum ekki mikið í appelsínugulu eða dökkbrúnu sem eru litir sem virðast seljast hægt á Íslandi.“ Búðin stækkar og úrvalið eykst Um þessar mundir er verið að stækka búðina og taka í notkun nýtt pláss undir handklæðin og sængurnar. „Einnig erum við að selja vörur frá franska fyrirtækinu LJF sem fá loksins verðskuldað pláss en um er að ræða sérlega flottar diskaþurrkur og borðdúkar. En við ætlum að vera með 40% afslátt af öllum dúkum fram að jólum.“ Black Friday er á morgun föstudag og verður Rúmföt.is með fullt af tilboðum af því tilefni segir Hildur. „Hægt að fara inn á síðuna hjá okkur sjá tilboðin og síðan verðum við með tilboð sem eru bara í búðinni en ekki á netinu. Annars leiðist mér svona tilboð og útsölur. Við reynum meira að vera með frábær verð alltaf. Það eru sumar verslanir með útsölur 5-10 sinnum á ári. Þá ertu ekki með útsöluverð, heldur bara rétt verð stundum og síðan of há verð þess á milli.“ Rúmföt.is verslun er staðsett að Nýbýlavegi 28 í Kópavogi. Búðin er opin milli kl. 12 og 17.30 virka daga og kl. 11 og 15 laugardaga. Sími: 565-1025. Vefverslunin rumfot.is er opin allan sólarhringinn
Hús og heimili Tíska og hönnun Svefn Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Sjá meira