Óttuðust að ný gervigreind gæti ógnað mannkyninu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2023 22:08 Starfsmennirnir eru sagðir hafa skrifað stjórnendum fyrirtækisins bréf. EPA-EFE/WU HAO Starfsmenn bandaríska tæknifyrirtækisins OpenAI sem sérhæft hefur sig í gervigreind, eru sagðir hafa viðrað áhyggjur sínar af nýrri gervigreind sem fyrirtækið var að vinna að áður en Sam Altman, forstjóri þess var látinn fjúka. Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian um málið. Þar segir að ný útgáfa gervigreindarinnar, sem ber heitið Q*, hafi valdið sumum starfsmönnum svo miklum áhyggjum að þeir hafi skrifað stjórnendum fyrirtækisins bréf. Segir breski miðillinn að þetta hafi gerst áður en Altman var vikið úr starfi forstjóra. Eins og fram hefur komið var Altman ráðinn aftur sem forstjóri fyrirtækisins tveimur dögum síðar. Starfsmenn og fjárfestar mótmæltu brottrekstrinum og verður stjórnarmeðlimum skipt út fyrir nýja til að greiða fyrir endurkomu hans. Q* gervigreindin er sögð hafa getað leyst einfaldar stærðfræðiþrautir sem hún hafði ekki séð áður. Var hraði þróunar hennar svo mikill að starfsmenn hafi fyllst áhyggjum af því að gervigreindin gæti ógnað mannkyninu. Fram kemur í frétt Guardian að gervigreind hafi hingað til ekki haft getuna til að leysa slíkar þrautir. Haft er eftir Andrew Rogoyski, sérfræðingi á sviði gervigreindar við háskólann í Surrey, að reynist þetta rétt sé um að ræða miklar framfarir. Áður hafa fjölmargir sérfræðingar lýst yfir áhyggjum af þróun fyrirtækja líkt og OpenAI á gervigreind. Þeir hafa varað við því að þróun hennar sé of hröð en OpenAI framleiðir þekktustu gervigreind í heimi um þessar mundir, ChatGPT. Gervigreind Bandaríkin Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian um málið. Þar segir að ný útgáfa gervigreindarinnar, sem ber heitið Q*, hafi valdið sumum starfsmönnum svo miklum áhyggjum að þeir hafi skrifað stjórnendum fyrirtækisins bréf. Segir breski miðillinn að þetta hafi gerst áður en Altman var vikið úr starfi forstjóra. Eins og fram hefur komið var Altman ráðinn aftur sem forstjóri fyrirtækisins tveimur dögum síðar. Starfsmenn og fjárfestar mótmæltu brottrekstrinum og verður stjórnarmeðlimum skipt út fyrir nýja til að greiða fyrir endurkomu hans. Q* gervigreindin er sögð hafa getað leyst einfaldar stærðfræðiþrautir sem hún hafði ekki séð áður. Var hraði þróunar hennar svo mikill að starfsmenn hafi fyllst áhyggjum af því að gervigreindin gæti ógnað mannkyninu. Fram kemur í frétt Guardian að gervigreind hafi hingað til ekki haft getuna til að leysa slíkar þrautir. Haft er eftir Andrew Rogoyski, sérfræðingi á sviði gervigreindar við háskólann í Surrey, að reynist þetta rétt sé um að ræða miklar framfarir. Áður hafa fjölmargir sérfræðingar lýst yfir áhyggjum af þróun fyrirtækja líkt og OpenAI á gervigreind. Þeir hafa varað við því að þróun hennar sé of hröð en OpenAI framleiðir þekktustu gervigreind í heimi um þessar mundir, ChatGPT.
Gervigreind Bandaríkin Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira