Færanlega neyðarsjúkrahúsið komið í notkun í Úkraínu Atli Ísleifsson skrifar 24. nóvember 2023 12:56 Sjúkrahúsið í Eistlandi skömmu áður en það var flutt til Úkraínu. Þórir Guðmundsson Færanlega neyðarsjúkrahúsið sem Alþingi ákvað í vor að gefa úkraínsku þjóðinni, er komið til Úkraínu og hefur verið tekið í gagnið. Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins þar sem segir að heildarkostnaður við verkefnið hafi numið 7,4 milljónum evra, um 1,1 milljarði króna. Sjúkrahúsið sé mikilvæg viðbót og komi að góðum notum við að hlúa að særðum hermönnum og borgurum nærri vígvellinum. Þórir Guðmundsson Fram kemur að húsnæðið samanstandi af tíu gámaeiningum sem myndi fullbúið sjúkrahús sem hægt sé að reka sjálfstætt og án stuðnings svo dögum skiptir. „Hægt er að haga uppröðun eininganna eftir þörfum á hverjum tíma og tengja við önnur sjúkrahús sömu gerðar. Þar er m.a. að finna fullbúnar skurðstofur, gjörgæslurými, móttöku- og greiningarrými, stoðeiningar með rafstöð, súrefnispressu, sótthreinsiaðstöðu salernis- og bað- og þvottaaðstöðu auk sérhæfðra geymslurýma,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra að það sé sérstakt ánægjuefni að geta stutt við vini í Úkraínu með þessum beina hætti. „Samstarfið við Eista og Þjóðverja í þessu verkefni hefur verið til fyrirmyndar og það gleður okkur að vita að sjúkrahúsið kemur að góðum notum við að bjarga lífum og lina þjáningar þeirra sem særast í réttmætri varnarbaráttu þjóðarinnar gagnvart rússneska innrásarliðinu,“ segir Bjarni . Þórir Guðmundsson Í tilkynningunni segir að afkastageta sjúkrahússins sé veruleg, legupláss fyrir fjörutíu sjúklinga hverju sinni og hægt að sinna 240 sjúklingum á sólarhring sem og allt að 24 alvarlega slösuðum. „Þá eru gámaeiningar sjúkrahússins fluttar á milli staða á sérútbúnum hervörubílum, sem þýski herinn gaf til verkefnisins. Verkefnið var unnið í þéttu samstarfi við Eistland þar sem sjúkrahúsin voru hönnuð og framleidd. Eistneski herinn sá jafnframt um að þjálfa úkraínska starfsliðið sem rekur sjúkrahúsið. Áður höfðu Holland, Noregur og Þýskaland gefið samskonar sjúkrahús í samstarfi við Eista og verður hægt að samnýta þau eftir þörfum.“ Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Úkraína Tengdar fréttir Ísland ætlar að gefa Úkraínu færanlegt neyðarsjúkrahús Formenn allra flokka á Alþingi hafa samþykkt að gefa Úkraínu færanlegt sjúkrahús. Þetta staðfestir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við fréttastofu. 15. maí 2023 15:05 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Sjá meira
Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins þar sem segir að heildarkostnaður við verkefnið hafi numið 7,4 milljónum evra, um 1,1 milljarði króna. Sjúkrahúsið sé mikilvæg viðbót og komi að góðum notum við að hlúa að særðum hermönnum og borgurum nærri vígvellinum. Þórir Guðmundsson Fram kemur að húsnæðið samanstandi af tíu gámaeiningum sem myndi fullbúið sjúkrahús sem hægt sé að reka sjálfstætt og án stuðnings svo dögum skiptir. „Hægt er að haga uppröðun eininganna eftir þörfum á hverjum tíma og tengja við önnur sjúkrahús sömu gerðar. Þar er m.a. að finna fullbúnar skurðstofur, gjörgæslurými, móttöku- og greiningarrými, stoðeiningar með rafstöð, súrefnispressu, sótthreinsiaðstöðu salernis- og bað- og þvottaaðstöðu auk sérhæfðra geymslurýma,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra að það sé sérstakt ánægjuefni að geta stutt við vini í Úkraínu með þessum beina hætti. „Samstarfið við Eista og Þjóðverja í þessu verkefni hefur verið til fyrirmyndar og það gleður okkur að vita að sjúkrahúsið kemur að góðum notum við að bjarga lífum og lina þjáningar þeirra sem særast í réttmætri varnarbaráttu þjóðarinnar gagnvart rússneska innrásarliðinu,“ segir Bjarni . Þórir Guðmundsson Í tilkynningunni segir að afkastageta sjúkrahússins sé veruleg, legupláss fyrir fjörutíu sjúklinga hverju sinni og hægt að sinna 240 sjúklingum á sólarhring sem og allt að 24 alvarlega slösuðum. „Þá eru gámaeiningar sjúkrahússins fluttar á milli staða á sérútbúnum hervörubílum, sem þýski herinn gaf til verkefnisins. Verkefnið var unnið í þéttu samstarfi við Eistland þar sem sjúkrahúsin voru hönnuð og framleidd. Eistneski herinn sá jafnframt um að þjálfa úkraínska starfsliðið sem rekur sjúkrahúsið. Áður höfðu Holland, Noregur og Þýskaland gefið samskonar sjúkrahús í samstarfi við Eista og verður hægt að samnýta þau eftir þörfum.“
Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Úkraína Tengdar fréttir Ísland ætlar að gefa Úkraínu færanlegt neyðarsjúkrahús Formenn allra flokka á Alþingi hafa samþykkt að gefa Úkraínu færanlegt sjúkrahús. Þetta staðfestir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við fréttastofu. 15. maí 2023 15:05 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Sjá meira
Ísland ætlar að gefa Úkraínu færanlegt neyðarsjúkrahús Formenn allra flokka á Alþingi hafa samþykkt að gefa Úkraínu færanlegt sjúkrahús. Þetta staðfestir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við fréttastofu. 15. maí 2023 15:05