Viðbragðsaðilar hafa flutt alla af slysstað, flesta í Staðarskála, en nokkrir fóru á sjúkrahúsið á Akranesi til frekari skoðunar.
Um var að ræða þýska ferðamenn, 27 farþega, auk fararstjóra og bílstjóra.
Mikil hálka var á heiðinni og bálhvasst að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.
Hópslysaáætlun viðbragðsaðila var virkjuð vegna slyssins í dag, en rútan valt af veginum.