Formaður Bændasamtaka Íslands áhyggjufullur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. nóvember 2023 14:30 Gunnar Þorgeirsson staddur á ráðstefnunni á Selfossi, ásamt Margréti Hörpu Guðsteinsdóttur, bónda og sveitarstjórnarmanni í Rangárþingi ytra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Bændasamtakanna hefur áhyggjur af því að einkafyrirtæki í landbúnaði nái hæfu og vel menntuðu starfsfólki landbúnaðarins yfir til sín því þau geti borgað hærri laun en opinberi geirinn. 10 ára afmælisráðstefna Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fór fram á Selfossi í vikunni þar sem boðið var upp á fjölbreytta fyrirlestra, sem allir tengdust landbúnaði á einn eða annan hátt. Nokkur ávörp voru haldin í upphafi ráðstefnunnar, meðal annars frá Gunnari Þorgeirssyni, formanni Bændasamtaka Íslands, sem var áhyggjufullur. „Ég var á ársfundi dönsku bændasamtakanna. Þar höfðu menn áhyggjur af því hvernig einkageirinn er að ná í ráðgjafa, sem starfa innan ráðgjafamiðstöðvar Danmerkur af því að þeir bjóða hærri laun. Þá veltir maður fyrir sér hvernig getum við staðið vörð um okkar frábæra starfsfólk innan RML, að þeim verði ekki bara stolið til Líflands eða Fóðurblöndunnar eða eitthvað annað af því að við höfum ekki efni á því að greiða laun,“ sagði Gunnar. Fjölmenni víða af landinu sótti 10 ára afmælisráðstefnuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Gunnar sagði að þetta mál þyrfti að hugsa vel og bregðast við því ekki megi opinberi landbúnaðurinn missa sitt besta starfsfólk. „Þetta er vandi ef við ölum upp góða ráðgjafa og svo er þeim bara kippt yfir til þeirra, sem borga betur. Þannig að ég held að við þurfum líka að huga að því hvernig búum við að okkar starfsmönnum innan RML þannig að við njótum þeirra starfskrafta þegar við erum búin að ala þau vel upp í góðum siðum til framtíðar,“ sagði formaður Bændasamtakanna. Kátir Selfyssingar, Sveinn Sigurmundsson (t.v.), framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands og Þorsteinn Ólafsson dýralæknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir mætti á ráðstefnuna með sínum aðstoðarmanni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Landbúnaður Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Sjá meira
10 ára afmælisráðstefna Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fór fram á Selfossi í vikunni þar sem boðið var upp á fjölbreytta fyrirlestra, sem allir tengdust landbúnaði á einn eða annan hátt. Nokkur ávörp voru haldin í upphafi ráðstefnunnar, meðal annars frá Gunnari Þorgeirssyni, formanni Bændasamtaka Íslands, sem var áhyggjufullur. „Ég var á ársfundi dönsku bændasamtakanna. Þar höfðu menn áhyggjur af því hvernig einkageirinn er að ná í ráðgjafa, sem starfa innan ráðgjafamiðstöðvar Danmerkur af því að þeir bjóða hærri laun. Þá veltir maður fyrir sér hvernig getum við staðið vörð um okkar frábæra starfsfólk innan RML, að þeim verði ekki bara stolið til Líflands eða Fóðurblöndunnar eða eitthvað annað af því að við höfum ekki efni á því að greiða laun,“ sagði Gunnar. Fjölmenni víða af landinu sótti 10 ára afmælisráðstefnuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Gunnar sagði að þetta mál þyrfti að hugsa vel og bregðast við því ekki megi opinberi landbúnaðurinn missa sitt besta starfsfólk. „Þetta er vandi ef við ölum upp góða ráðgjafa og svo er þeim bara kippt yfir til þeirra, sem borga betur. Þannig að ég held að við þurfum líka að huga að því hvernig búum við að okkar starfsmönnum innan RML þannig að við njótum þeirra starfskrafta þegar við erum búin að ala þau vel upp í góðum siðum til framtíðar,“ sagði formaður Bændasamtakanna. Kátir Selfyssingar, Sveinn Sigurmundsson (t.v.), framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands og Þorsteinn Ólafsson dýralæknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir mætti á ráðstefnuna með sínum aðstoðarmanni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Landbúnaður Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Sjá meira