„Við erum í skýjunum með viðtökurnar," segir Ívar Örn Hansen, betur þekktur sem Helvítis kokkurinn, en bókina vann hann í samstarfi við eiginkonu sína, Þóreyju Hafliðadóttur.

Þættir Ívars hafa slegið í gegn á Stöð 2 og hafði hann varla undan að árita bækur. Á meðan gestir biðu eftir áritun gátu þeir gætt sér á ljúffengum veitingum. „Bókin er full af girnilegum uppskriftum og við buðum auðvitað upp á sýnishorn í boðinu,“ segir Ívar brosandi, en um er að ræða fyrstu bók þeirra hjóna.
Kaffi Flóra í Grasagarðinum hefur vaxið í vinsældum sem tónleika- og viðburðarstaður og skapaðist ákveðinn töfra ljómi yfir hópnum sem fagnaði útkomu Helvítis matreiðslubókarinnar.