Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir á eyjunni fögru en hjónaherbergið þarfnaðist upphalningar að mati Guðrúnar Veigu. Hún óskaði eftir aðstoð Soffíu Dögg sem lagði land undir fót þrátt fyrir töluverða sjóveiki á leiðinni til Eyja.
„Þetta var allt saman rosalega góð hugmynd þar til ég mundi eftir því að ég er sjóveikari en allt og var núna á leið í Herjólf í október, tvisvar á sama deginum, og svo aftur í nóvember. Við skulum bara orða þetta þannig að ég á ekki von á mörgum ferðum til eyja svona að gamni mínu, þar sem ég varð næstum því ekki eldri eftir fyrstu ferðirnar,“ segir Soffía í nýjustu færslu þáttanna.
Soffía Dögg endurhannaði rýmið og útkoman varð notalegt, fallegt og litríkt hjónaherbergi.
Þættirnir verða sex rétt eins og í hinum seríunum og koma inn vikulega á Vísi og á Stöð2+.
Þáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan:
Fyrir- myndir
Heimili Guðrúnar Veigu og fjölskyldu er litríkt og ljóst, ólíkt því sem fyrir myndirnar af hjónaherberginu sýna.


Guðrún Veiga vildi hafa bleika veggi og fallegan höfðagafl við rúmið. Gaflinn sem varð fyrir valinu var gerður velúrpanilum og er óhætt að segja að hann hafi sett punktinn yfir i-ið í herberginu.

Eftir- myndir
Útkoman kom Soffíu Dögg skemmtilega á óvart þar sem hún var óviss með litasamsetninguna í byrjun.



Guðrún Veiga fékk sér Frame sjónvarp á vegginn á móti rúminu með viðarrammi í stíl við húsgögnin í herberginu. Undir sjónvarpið var settur skóskápur þar sem hjónunum vantaði auka geymslurými.


