Þurfti að rýma myndverið í beinni útsendingu Aron Guðmundsson skrifar 27. nóvember 2023 23:00 Scott Hanson hefur notið mikillar hylli sem umsjónarmaður NFL Red Zone Vísir/Getty Scott Hanson og félagar hans í NFL Red Zone þurftu að hafa hraðar hendur í gærkvöldi í beinni útsendingu þegar að brunabjalla í höfuðstöðvum þáttarins fór í gang. NFL Red Zone færir áhorfendum sleitulausa útsendingu frá leikjum NFL deildarinnar á sunnudögum í um það bil sjö klukkustundir án auglýsinga. Þar er sýnt frá öllu því markverðasta sem gerist í öllum leikjum NFL-deildarinnar og í fyrsta sinn í ár er boðið upp á þessa útsendingu á sjónvarpsskjáum landsmanna á Stöð 2 Sport. Oftar en ekki ganga þessar útsendingar áfallalaust fyrir sig undir stjórn Scott Hanson en í gærkvöldi fór af stað atburðarás sem hann einn réði ekki við. Hanson var í miðju kafi að lýsa atviki í einum leik NFL deildarinnar þegar að áhorfendur heyrðu í brunabjöllu fara af stað. „Ég reyndi að halda mínu striki án þess að minnast á þetta í von um að brunabjallan myndi þagna,“ segir Scott Hanson í samtali við The Athletic. „Þegar að hún hélt áfram var ég viss um að þetta færi ekki fram hjá áhorfendum. Ég sagði við þá að brunabjallan myndi brátt þagna og baðst afsökunar á trufluninni. Í sömu andrá fæ ég að heyra það í eyrað frá pródúsentinum að um raunverulega hættu á ferð gæti verið að ræða. Ég tjáði þá áhorfendum að við þyrftum að rýma stúdíóið.“ Þetta er í fyrsta sinn í yfir 250 þátta sögu NFL Red Zone sem þáttastjórnandinn hefur þurft að slíta umfjöllun sinni í miðri útsendingu. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan: Scott Hanson signing off NFL Redzone while the evacuation alarm continues sounding is an All Time Broadcaster Moment Hope all is well for the Redzone Crew pic.twitter.com/QZuXeP2JCw— PlayerProfiler (@rotounderworld) November 27, 2023 NFL Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sjá meira
NFL Red Zone færir áhorfendum sleitulausa útsendingu frá leikjum NFL deildarinnar á sunnudögum í um það bil sjö klukkustundir án auglýsinga. Þar er sýnt frá öllu því markverðasta sem gerist í öllum leikjum NFL-deildarinnar og í fyrsta sinn í ár er boðið upp á þessa útsendingu á sjónvarpsskjáum landsmanna á Stöð 2 Sport. Oftar en ekki ganga þessar útsendingar áfallalaust fyrir sig undir stjórn Scott Hanson en í gærkvöldi fór af stað atburðarás sem hann einn réði ekki við. Hanson var í miðju kafi að lýsa atviki í einum leik NFL deildarinnar þegar að áhorfendur heyrðu í brunabjöllu fara af stað. „Ég reyndi að halda mínu striki án þess að minnast á þetta í von um að brunabjallan myndi þagna,“ segir Scott Hanson í samtali við The Athletic. „Þegar að hún hélt áfram var ég viss um að þetta færi ekki fram hjá áhorfendum. Ég sagði við þá að brunabjallan myndi brátt þagna og baðst afsökunar á trufluninni. Í sömu andrá fæ ég að heyra það í eyrað frá pródúsentinum að um raunverulega hættu á ferð gæti verið að ræða. Ég tjáði þá áhorfendum að við þyrftum að rýma stúdíóið.“ Þetta er í fyrsta sinn í yfir 250 þátta sögu NFL Red Zone sem þáttastjórnandinn hefur þurft að slíta umfjöllun sinni í miðri útsendingu. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan: Scott Hanson signing off NFL Redzone while the evacuation alarm continues sounding is an All Time Broadcaster Moment Hope all is well for the Redzone Crew pic.twitter.com/QZuXeP2JCw— PlayerProfiler (@rotounderworld) November 27, 2023
NFL Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sjá meira