Flugu yfir Atlantshafið á fitu og sykri Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2023 10:29 Farþegaþotunni var lent í New York í gærkvöldi. AP/Jason DeCrow Flugmenn Virgin Atlantic flugu í gær farþegaþotu yfir Atlantshafið á eingöngu fitu og sykri, ekki hefðbundnu eldsneyti. Er það í fyrsta sinn sem slíkt er gert en flugvélin losar um sjötíu prósent minna af gróðurhúsalofttegundum en hefðbundnar farþegaþotur. Flugvélinni var flogið frá Lundúnum til New York en engir farþegar voru um borð, þar sem um tilraunaflug var að ræða. Þá mun Virgin ekki bjóða upp á aðrar slíkar flugferðir á næstunni, þar sem þessari var eingöngu ætlað að sýna fram á að hægt væri að gera flugferðir vistvænni. Flogið var á Boeing 787 flugvél sem búin er Rolls-Royce Trent 1000 þotuhreyflum. Eldsneytið sem notað var í flugferðina er að mestu úr notaðri matarolíu, afgangsdýrafitu og afurðum úr úrgangskorni. Sérfræðingar segja eldsneyti sem þetta geta spilað stóra rullu í að draga úr losun flugiðnaðarins, samkvæmt frétt Washington Post. Enn sem komið er er þó mjög lítið af þessu eldsneyti framleitt og það er frekar dýrt. Þá eru þotuhreyflar ekki hannaðir til að brenna eingöngu vistvænt eldsneyti. Hægt er að blanda vistvænu eldsneyti við hefðbundið eldsneyti til að draga úr losun flugvéla og er það gert víða. Richard Branson, eigandi Virgin Galactic, er hér með sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, aðstoðarsamgönguráðherra Bandaríkjanna, og öðrum.AP/Jason DeCrow Í frétt Reuters kemur fram að um tvö til þrjú prósent allrar losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum kemur frá flugiðnaðinum. Mark Harper, samgönguráðherra Bretlands, var um borð í flugvélinni en við lendingu sagðist hann engan mun hafa fundið á þessari flugferð og öðrum. Richard Branson, eigandi Virgin, sagði við lendinguna að það myndi taka tíma að auka framleiðslu á vistvænu eldsneyti en einhversstaðar þyrfti fólk að byrja. Fréttir af flugi Umhverfismál Bretland Bandaríkin Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Flugvélinni var flogið frá Lundúnum til New York en engir farþegar voru um borð, þar sem um tilraunaflug var að ræða. Þá mun Virgin ekki bjóða upp á aðrar slíkar flugferðir á næstunni, þar sem þessari var eingöngu ætlað að sýna fram á að hægt væri að gera flugferðir vistvænni. Flogið var á Boeing 787 flugvél sem búin er Rolls-Royce Trent 1000 þotuhreyflum. Eldsneytið sem notað var í flugferðina er að mestu úr notaðri matarolíu, afgangsdýrafitu og afurðum úr úrgangskorni. Sérfræðingar segja eldsneyti sem þetta geta spilað stóra rullu í að draga úr losun flugiðnaðarins, samkvæmt frétt Washington Post. Enn sem komið er er þó mjög lítið af þessu eldsneyti framleitt og það er frekar dýrt. Þá eru þotuhreyflar ekki hannaðir til að brenna eingöngu vistvænt eldsneyti. Hægt er að blanda vistvænu eldsneyti við hefðbundið eldsneyti til að draga úr losun flugvéla og er það gert víða. Richard Branson, eigandi Virgin Galactic, er hér með sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, aðstoðarsamgönguráðherra Bandaríkjanna, og öðrum.AP/Jason DeCrow Í frétt Reuters kemur fram að um tvö til þrjú prósent allrar losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum kemur frá flugiðnaðinum. Mark Harper, samgönguráðherra Bretlands, var um borð í flugvélinni en við lendingu sagðist hann engan mun hafa fundið á þessari flugferð og öðrum. Richard Branson, eigandi Virgin, sagði við lendinguna að það myndi taka tíma að auka framleiðslu á vistvænu eldsneyti en einhversstaðar þyrfti fólk að byrja.
Fréttir af flugi Umhverfismál Bretland Bandaríkin Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira