Arnmundur vildi að eigin sögn senda ábreiðuna út í kosmósinn með hlýhug og þökkum fyrir allt sem þau mæðginin áttu.
Hér má sjá flutninginn:
Á samfélagsmiðlinum Instagram skrifar Arnmundur:
„Elsku mamma hefði náð 66 ára aldri í gær. Þrátt fyrir að hinsta viðarför skilji okkur að er tilfinningingin alltaf sú að þú sért aldrei langt frá.
Þessa litlu lifandi ábreiðu á lagi KK og Ellenar Kristjáns vil ég senda út í kosmósinn - með hlýhug og þökkum fyrir allt sem við áttum.
Guðmundur Óskar- þakka þér yndislegan undirleik og kæra vináttu.
Sigfús Jóhann Árnason - takk fyrir óaðfinnanlega upptöku og hlýjar móttökur í Verbúð 53.“
Arnmundur vinnur nú að sínu fyrsta höfundarverki sem kemur út á næsta ári. Guðmundur Óskar, gjarnan kenndur við sveitina GÓSS, sem fer með undirspil í myndbandinu vinnur að verkinu með honum. Hér má sjá flutninginn á Youtube.