Viðskiptajöfnuður jákvæður um 62 milljarða króna Árni Sæberg skrifar 1. desember 2023 10:47 Þjónustujöfnuður var jákvæður um 150 milljarða króna. Það má að mestu leyti rekja til erlendra ferðamanna. Vísir/Vilhelm Á þriðja ársfjórðungi 2023 var 61,8 milljarða króna afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd. Það er 60,8 milljörðum króna betri niðurstaða en ársfjórðunginn á undan og 39,7 milljörðum króna betri en á sama fjórðungi árið 2022 Þetta kemur fram í nýbirtum upplýsingum á vef Seðlabanka Íslands sem sýna bráðabirgðayfirlit yfir greiðslujöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi 2023 og erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins. Þjónusta vegur þungt Þar segir að halli á vöruskiptajöfnuði hafi verið 94,2 milljarðar en 150,3 milljarða króna afgangur hafi verið á þjónustujöfnuði. Frumþáttatekjur hafi skilað 18,8 milljarða króna afgangi en rekstrarframlög 13,1 milljarðs króna halla. Lakari afkoma erlendra fyrirtækja eykur afganginn Í skýringum með upplýsingunum segir að betri niðurstaða viðskiptajafnaðar miðað við sama ársfjórðung árið 2022 skýrist meðal annars af hagstæðari niðurstöðu frumþáttatekna, sem nemi 34,2 milljörðum króna. Það sé að mestu leyti til komið vegna lakari afkomu fyrirtækja í erlendri eigu sem flokkast undir beina fjárfestingu. Einnig hafi verið aukinn afgangur af þjónustuviðskiptum, sem nemi 32,4 milljörðum króna. Á móti vegi að halli af vöruviðskiptum jókst um 24,6 milljarða króna og af rekstrarframlögum um 2,2 milljarða króna. Hrein staða jákvæð um 1.272 milljarða Þá segir að í lok ársfjórðungsins hafi hrein staða við útlönd verið jákvæð um 1.272 milljarða króna, eða 31,2 prósent af vergri landsframleiðslu, og batnað um 145 milljarða króna eða 3,6 prósent af vergri landsframleiðslu á fjórðungnum. Erlendar eignir þjóðarbúsins hafi numið 5.286 milljörðum króna í lok ársfjórðungsins en skuldir 4.014 milljörðum króna. Á fjórðungnum hafi staðan batnað um 74 milljarða króna vegna fjármagnsviðskipta en erlendar eignir hækkað um 216 milljarða króna og skuldir um 142 milljarða króna. Gengis- og verðbreytingar hafi lækkað virði eigna á ársfjórðungnum um 103 milljarða króna og skulda um 184 milljarða króna og því leitt til 80 milljarða króna betri hreinnar erlendrar stöðu. Gengi krónunnar hafi hækkað um tæp tvö prósent miðað við gengisskráningarvog. Verð á erlendum verðbréfamörkuðum hafi hækkað um 0,7 prósent milli fjórðunga en verð á bréfum á innlendum hlutabréfamarkaði lækkað um 1,1 prósent. Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sjá meira
Þetta kemur fram í nýbirtum upplýsingum á vef Seðlabanka Íslands sem sýna bráðabirgðayfirlit yfir greiðslujöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi 2023 og erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins. Þjónusta vegur þungt Þar segir að halli á vöruskiptajöfnuði hafi verið 94,2 milljarðar en 150,3 milljarða króna afgangur hafi verið á þjónustujöfnuði. Frumþáttatekjur hafi skilað 18,8 milljarða króna afgangi en rekstrarframlög 13,1 milljarðs króna halla. Lakari afkoma erlendra fyrirtækja eykur afganginn Í skýringum með upplýsingunum segir að betri niðurstaða viðskiptajafnaðar miðað við sama ársfjórðung árið 2022 skýrist meðal annars af hagstæðari niðurstöðu frumþáttatekna, sem nemi 34,2 milljörðum króna. Það sé að mestu leyti til komið vegna lakari afkomu fyrirtækja í erlendri eigu sem flokkast undir beina fjárfestingu. Einnig hafi verið aukinn afgangur af þjónustuviðskiptum, sem nemi 32,4 milljörðum króna. Á móti vegi að halli af vöruviðskiptum jókst um 24,6 milljarða króna og af rekstrarframlögum um 2,2 milljarða króna. Hrein staða jákvæð um 1.272 milljarða Þá segir að í lok ársfjórðungsins hafi hrein staða við útlönd verið jákvæð um 1.272 milljarða króna, eða 31,2 prósent af vergri landsframleiðslu, og batnað um 145 milljarða króna eða 3,6 prósent af vergri landsframleiðslu á fjórðungnum. Erlendar eignir þjóðarbúsins hafi numið 5.286 milljörðum króna í lok ársfjórðungsins en skuldir 4.014 milljörðum króna. Á fjórðungnum hafi staðan batnað um 74 milljarða króna vegna fjármagnsviðskipta en erlendar eignir hækkað um 216 milljarða króna og skuldir um 142 milljarða króna. Gengis- og verðbreytingar hafi lækkað virði eigna á ársfjórðungnum um 103 milljarða króna og skulda um 184 milljarða króna og því leitt til 80 milljarða króna betri hreinnar erlendrar stöðu. Gengi krónunnar hafi hækkað um tæp tvö prósent miðað við gengisskráningarvog. Verð á erlendum verðbréfamörkuðum hafi hækkað um 0,7 prósent milli fjórðunga en verð á bréfum á innlendum hlutabréfamarkaði lækkað um 1,1 prósent.
Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf