Okkur blæðir hjúkrunarfræðingum Guðlaug Ásta Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2023 08:00 Það eru rúm níu ár frá því ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur. Ég hef misst af jólum, áramótum, íþróttamótum og allskyns viðburðum sem flesta langar til að upplifa með sínum nánustu. Ég elska vinnuna mína en ein lítil mistök í starfi geta auðveldlega rústað lífum annarra og mínu eigin. Fyrir þetta fæ ég laun sem geta tæpleg framfleytt mér og börnunum mínum þrátt fyrir að ég sé í 100% vaktavinnu. Hvað um það, öllum er sama ekki satt? Síðastliðið vor upplifði ég í fyrsta skipti að vinna undir kjarasamning sem ég sjálf tók þátt í að samþykkja, þó það sé einungis stuttur samningur sem rennur út næsta vor. Forsendur fyrir því að samþykkja þennan samning var að með honum fylgdi verkáætlun þar sem átti að vinna að ýmsum mikilvægum atriðum fram að næsta samningi, það verður fróðlegt að sjá hvernig það fer. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendi út viðhorfskönnun til alla starfandi hjúkrunarfræðinga í byrjun haustsins. Niðurstöðurnar eru alveg í takt við mína upplifun. Þrír af hverjum fjórum hjúkrunarfræðingum eru ánægðir í starfi en á sama tíma hafa rúm 64% hjúkrunarfræðinga alvarlega íhugað að hætta í starfi síðustu tvö árin. Ástæðurnar fyrir því eru helst tvær, álag og launakjör. Framboð og eftirspurn? Vilji fólks almennt er að geta fengið heilbrigðisþjónustu þegar þess gerist þörf. Það er eins og búið sé að kippa úr sambandi lögmáli framboðs og eftirspurnar þegar kemur að hjúkrunarfræðingum. Reglulega er talað um að fjölga rýmum, reisa húsnæði fyrir sjúkrastofnanir og byggja hjúkrunarheimili, aldrei fylgir sögunni hver á að vinna þarna. Eftirspurnin eftir hjúkrunarfræðingum er gríðarleg, framboðið er mun minna. Miðað við hagfræðilögmálið þá ætti verðið á okkur að hækka en þvert á móti erum við að leita í önnur störf. Af hverju? Því vinnuumhverfið er óviðunandi. Álagið er gríðarlegt. Ofan á það getum við gert eitthvað annað við líf okkar og fengið betri laun. Þegar hjúkrunarfræðingur hættir þá verður vinnuumhverfið verra fyrir hina, álagið verður meira og þjónustan versnar. Í niðurstöðum könnunarinnar sem ég vísaði í áðan kemur í ljós að tæplega 80% hjúkrunarfræðinga í vaktavinnu hafa áhyggjur af því að lenda í alvarlegu atviki í vinnunni. Tökum dæmi. Ég er búin að vinna allar mínar vaktir og dauðþreytt eftir því, samt er ég beðin um að vinna aukalega og vinna lengur því enginn annar getur komið í minn stað. Ég veit að enginn annar getur komið, ef ég mæti ekki þá mun samstarfsfólk mitt finna fyrir enn meira álagi. Álagið er mikið, þreytan bætist ofan á það, við þekkjum flest hvernig við erum í kollinum þegar við vinnum of lengi og skyndilega á sér stað atvik sem eyðileggur líf allra sem að því koma. Markmið kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga er að fá laun á við sambærilegar háskólamenntaðar stéttir, útrýma kynbundnum launamun og að fá laun í samræmi við ábyrgð starfsins. Það er nefnilega þannig að sem hjúkrunarfræðingur þá vinn ég hvenær sem er sólarhringsins alla daga ársins. Þetta er ótrúlega spennandi, skemmtilegt og fjölbreytt starf. Fjölmargir hjúkrunarfræðingar sem hafa þegar leitað í önnur störf hafa sagt að þeir væru til í að koma til baka ef vinnuumhverfið og kjörin væru ásættanleg. Þetta mun kosta Ég fylltist von, eins og svo oft áður, þegar ég sá samstöðuna sem myndaðist í Kvennaverkfallinu í lok október. Auðvitað stigu fram raddir um að jafnrétti væri náð og hjúkrunarfræðingar væru með góð laun ef þeir myndu vinna miklu meira en aðrir. Bæði forsætisráðherra og ráðherra vinnumarkaðarins settu markmiðið á að ná fullu jafnrétti árið 2030. Það er ánægjulegt að það sé komið ártal. Það væri óskandi að umræðan um heilbrigðismál hætti tímabundið að snúast um framkvæmdir og snerist um það sem er raunverulega aðkallandi sem er fyrst og fremst mannauðurinn, vinnuumhverfið og launin. Okkur blæðir hjúkrunarfræðingum. Það er augljóst hvað þarf að gerast, það þarf bara að gera það. Fólk vill góða heilbrigðisþjónustu og þar vill Ísland vera á heimsmælikvarða. Ef við ætlum að koma í veg fyrir frekari hnignun heilbrigðiskerfisins þá mun það kosta. Þetta er bara spurning um forgangsröðun, hvar viljum við Íslendingar leggja áherslurnar? Höfundur er hjúkrunarfræðingur og situr í stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Sjá meira
Það eru rúm níu ár frá því ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur. Ég hef misst af jólum, áramótum, íþróttamótum og allskyns viðburðum sem flesta langar til að upplifa með sínum nánustu. Ég elska vinnuna mína en ein lítil mistök í starfi geta auðveldlega rústað lífum annarra og mínu eigin. Fyrir þetta fæ ég laun sem geta tæpleg framfleytt mér og börnunum mínum þrátt fyrir að ég sé í 100% vaktavinnu. Hvað um það, öllum er sama ekki satt? Síðastliðið vor upplifði ég í fyrsta skipti að vinna undir kjarasamning sem ég sjálf tók þátt í að samþykkja, þó það sé einungis stuttur samningur sem rennur út næsta vor. Forsendur fyrir því að samþykkja þennan samning var að með honum fylgdi verkáætlun þar sem átti að vinna að ýmsum mikilvægum atriðum fram að næsta samningi, það verður fróðlegt að sjá hvernig það fer. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendi út viðhorfskönnun til alla starfandi hjúkrunarfræðinga í byrjun haustsins. Niðurstöðurnar eru alveg í takt við mína upplifun. Þrír af hverjum fjórum hjúkrunarfræðingum eru ánægðir í starfi en á sama tíma hafa rúm 64% hjúkrunarfræðinga alvarlega íhugað að hætta í starfi síðustu tvö árin. Ástæðurnar fyrir því eru helst tvær, álag og launakjör. Framboð og eftirspurn? Vilji fólks almennt er að geta fengið heilbrigðisþjónustu þegar þess gerist þörf. Það er eins og búið sé að kippa úr sambandi lögmáli framboðs og eftirspurnar þegar kemur að hjúkrunarfræðingum. Reglulega er talað um að fjölga rýmum, reisa húsnæði fyrir sjúkrastofnanir og byggja hjúkrunarheimili, aldrei fylgir sögunni hver á að vinna þarna. Eftirspurnin eftir hjúkrunarfræðingum er gríðarleg, framboðið er mun minna. Miðað við hagfræðilögmálið þá ætti verðið á okkur að hækka en þvert á móti erum við að leita í önnur störf. Af hverju? Því vinnuumhverfið er óviðunandi. Álagið er gríðarlegt. Ofan á það getum við gert eitthvað annað við líf okkar og fengið betri laun. Þegar hjúkrunarfræðingur hættir þá verður vinnuumhverfið verra fyrir hina, álagið verður meira og þjónustan versnar. Í niðurstöðum könnunarinnar sem ég vísaði í áðan kemur í ljós að tæplega 80% hjúkrunarfræðinga í vaktavinnu hafa áhyggjur af því að lenda í alvarlegu atviki í vinnunni. Tökum dæmi. Ég er búin að vinna allar mínar vaktir og dauðþreytt eftir því, samt er ég beðin um að vinna aukalega og vinna lengur því enginn annar getur komið í minn stað. Ég veit að enginn annar getur komið, ef ég mæti ekki þá mun samstarfsfólk mitt finna fyrir enn meira álagi. Álagið er mikið, þreytan bætist ofan á það, við þekkjum flest hvernig við erum í kollinum þegar við vinnum of lengi og skyndilega á sér stað atvik sem eyðileggur líf allra sem að því koma. Markmið kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga er að fá laun á við sambærilegar háskólamenntaðar stéttir, útrýma kynbundnum launamun og að fá laun í samræmi við ábyrgð starfsins. Það er nefnilega þannig að sem hjúkrunarfræðingur þá vinn ég hvenær sem er sólarhringsins alla daga ársins. Þetta er ótrúlega spennandi, skemmtilegt og fjölbreytt starf. Fjölmargir hjúkrunarfræðingar sem hafa þegar leitað í önnur störf hafa sagt að þeir væru til í að koma til baka ef vinnuumhverfið og kjörin væru ásættanleg. Þetta mun kosta Ég fylltist von, eins og svo oft áður, þegar ég sá samstöðuna sem myndaðist í Kvennaverkfallinu í lok október. Auðvitað stigu fram raddir um að jafnrétti væri náð og hjúkrunarfræðingar væru með góð laun ef þeir myndu vinna miklu meira en aðrir. Bæði forsætisráðherra og ráðherra vinnumarkaðarins settu markmiðið á að ná fullu jafnrétti árið 2030. Það er ánægjulegt að það sé komið ártal. Það væri óskandi að umræðan um heilbrigðismál hætti tímabundið að snúast um framkvæmdir og snerist um það sem er raunverulega aðkallandi sem er fyrst og fremst mannauðurinn, vinnuumhverfið og launin. Okkur blæðir hjúkrunarfræðingum. Það er augljóst hvað þarf að gerast, það þarf bara að gera það. Fólk vill góða heilbrigðisþjónustu og þar vill Ísland vera á heimsmælikvarða. Ef við ætlum að koma í veg fyrir frekari hnignun heilbrigðiskerfisins þá mun það kosta. Þetta er bara spurning um forgangsröðun, hvar viljum við Íslendingar leggja áherslurnar? Höfundur er hjúkrunarfræðingur og situr í stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun