Real Madríd vann 2-0 sigur á Granada í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.
Real var ljósárum betra en Granada í dag en gestirnir voru 29 prósent með boltann og áttu aðeins eitt skot að marki, það rataði ekki á markrammann. Heimamenn létu þó duga að skora tvö mörk.
Það fyrra gerði Brahim Díaz á 26. mínútu eftir undirbúning Toni Kroos. Þegar tæp klukkustund var liðin skoraði Rodrygo annað mark Real, staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins.
Sigurinn lyftir Real Madríd á toppinn með 38 stig að loknum 15 leikjum líkt og Girona sem vann 2-1 sigur á Valencia fyrr í dag. Cristhian Stuani með bæði mörk Girona sem neitar að gefast upp í toppbaráttunni.