,,Búinn að vera hérna nánast daglega síðan 1998” Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. desember 2023 22:52 Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét ,,Það voru tilfinningar fyrir þennan leik, ég lýg því ekki,” sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, eftir magnaðan sigur gegn Stjörnunni í nágrannaslag í Subway-deild karla í kvöld. Kjartan Atli þekkir Stjörnuna vel eftir að hafa spilað þar lengi sem leikmaður og eftir það var hann líka þjálfari hjá félaginu. Í kvöld mætti hann sem andstæðingur og náði í flottan sigur með sitt lið. ,,Okkur fannst við pínu pressulausir eftir sigurinn gegn Val. Við komum inn í þennan leik og upplifðum ekki mikla pressu þannig. Fyrir mig persónulega, þá er ég búinn að vera hérna nánast daglega síðan 1998. Mér langaði í þennan sigur. Ég ætla ekki að ljúga því að þetta hafði ekki þýðingu. Þetta var skemmtilegur leikur og ég er ótrúlega stoltur af strákunum.” ,,Stjarnan er frábært lið. Þeir eru rosalega góðir að keyra niður tempóið og hægja á því. Þeir eru alltaf að reyna að finna glufur á vörninni og eru rosalega góðir í því. Við töluðum um það fyrir leik að fara ekki of hátt og ekki of lágt, halda okkur við leikplanið. Mér fannst strákarnir vera mjög einbeittir. Ville Tahvanainen kom svo með risaþrista. Hann skaut okkur aftur inn í leikinn.” Tahvanainen var fenginn frá Haukum í leikmannaskiptum - sem er nýjung í íslenskum körfubolta - fyrr í þessari viku og var hann að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið. Hann átti stórleik og setti mikilvæg skot. ,,Þessi skipti gengu fullkomlega upp fyrir bæði lið í fyrstu umferð. Ville var gæinn sem okkur vantaði, sem er tilbúinn að teygja á gólfinu. Haukarnir fengu frábæran leikmann og frábæra persónu í Daniel Love. Þetta eru tveir öðlingar. Þeir eru sáttir, Haukar eru sáttir og Álftanes er sátt. Ég held að það séu allir sáttir við þetta,” sagði Kjartan Atli að lokum. ,,Þetta gerist ekki í úrslitakeppninni” Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega svekktur eftir tapið gegn Álftanesi í Subway-deildinni í kvöld. Stjarnan náði tvisvar níu stiga forskoti í leiknum en missti það frá sér í bæði skiptin. ,,Fyrra forskotið, hvernig við komum út úr fyrri hálfleiknum var mjög slæmt. Hitt forskotið, í minningunni, þá fannst mér við gera ágætlega. Þeir setja erfið skot. Mér fannst við spila allt í lagi á þeim tíma en þeir mjög vel. Í fyrra áhlaupinu þá vorum við ekki að spila vel og það var erfiðara,” sagði Arnar eftir leik. Stjörnumenn gerðu heimskuleg mistök sem reyndust dýrkeypt. Þeir voru þá að setja Álftnesinga of mikið á vítalínuna. ,,Við töluðum um það núna. Antti fær tæknivillu sem er dýr og Kevin fær á sig óíþróttamannslega villu sem er dýr. Við setjum þá of mikið á vítalínuna. Þeir skjóta 20 og eitthvað vítum. Þegar við erum að spila vel varnarlega erum við að gera okkur seka um að gefa þeim vítaskot.” ,,Við erum í desember og núna lögum við þetta hjá okkur. Við lærum af þessu og þetta gerist ekki í úrslitakeppninni. Þetta er drullufúlt og við þurfum að laga þetta,” sagði Arnar og bætti við: ,,Við erum það lið í deildinni sem er að brjóta mest, við erum að gefa flest vítaskot í deildinni miðað við hlutfall sókn. Við þurfum að bæta það. Alls staðar annars staðar erum við eitt besta liðið. Um leið og við lögum þetta, þá held ég að við verðum mjög góðir.” Subway-deild karla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Sjá meira
Kjartan Atli þekkir Stjörnuna vel eftir að hafa spilað þar lengi sem leikmaður og eftir það var hann líka þjálfari hjá félaginu. Í kvöld mætti hann sem andstæðingur og náði í flottan sigur með sitt lið. ,,Okkur fannst við pínu pressulausir eftir sigurinn gegn Val. Við komum inn í þennan leik og upplifðum ekki mikla pressu þannig. Fyrir mig persónulega, þá er ég búinn að vera hérna nánast daglega síðan 1998. Mér langaði í þennan sigur. Ég ætla ekki að ljúga því að þetta hafði ekki þýðingu. Þetta var skemmtilegur leikur og ég er ótrúlega stoltur af strákunum.” ,,Stjarnan er frábært lið. Þeir eru rosalega góðir að keyra niður tempóið og hægja á því. Þeir eru alltaf að reyna að finna glufur á vörninni og eru rosalega góðir í því. Við töluðum um það fyrir leik að fara ekki of hátt og ekki of lágt, halda okkur við leikplanið. Mér fannst strákarnir vera mjög einbeittir. Ville Tahvanainen kom svo með risaþrista. Hann skaut okkur aftur inn í leikinn.” Tahvanainen var fenginn frá Haukum í leikmannaskiptum - sem er nýjung í íslenskum körfubolta - fyrr í þessari viku og var hann að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið. Hann átti stórleik og setti mikilvæg skot. ,,Þessi skipti gengu fullkomlega upp fyrir bæði lið í fyrstu umferð. Ville var gæinn sem okkur vantaði, sem er tilbúinn að teygja á gólfinu. Haukarnir fengu frábæran leikmann og frábæra persónu í Daniel Love. Þetta eru tveir öðlingar. Þeir eru sáttir, Haukar eru sáttir og Álftanes er sátt. Ég held að það séu allir sáttir við þetta,” sagði Kjartan Atli að lokum. ,,Þetta gerist ekki í úrslitakeppninni” Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega svekktur eftir tapið gegn Álftanesi í Subway-deildinni í kvöld. Stjarnan náði tvisvar níu stiga forskoti í leiknum en missti það frá sér í bæði skiptin. ,,Fyrra forskotið, hvernig við komum út úr fyrri hálfleiknum var mjög slæmt. Hitt forskotið, í minningunni, þá fannst mér við gera ágætlega. Þeir setja erfið skot. Mér fannst við spila allt í lagi á þeim tíma en þeir mjög vel. Í fyrra áhlaupinu þá vorum við ekki að spila vel og það var erfiðara,” sagði Arnar eftir leik. Stjörnumenn gerðu heimskuleg mistök sem reyndust dýrkeypt. Þeir voru þá að setja Álftnesinga of mikið á vítalínuna. ,,Við töluðum um það núna. Antti fær tæknivillu sem er dýr og Kevin fær á sig óíþróttamannslega villu sem er dýr. Við setjum þá of mikið á vítalínuna. Þeir skjóta 20 og eitthvað vítum. Þegar við erum að spila vel varnarlega erum við að gera okkur seka um að gefa þeim vítaskot.” ,,Við erum í desember og núna lögum við þetta hjá okkur. Við lærum af þessu og þetta gerist ekki í úrslitakeppninni. Þetta er drullufúlt og við þurfum að laga þetta,” sagði Arnar og bætti við: ,,Við erum það lið í deildinni sem er að brjóta mest, við erum að gefa flest vítaskot í deildinni miðað við hlutfall sókn. Við þurfum að bæta það. Alls staðar annars staðar erum við eitt besta liðið. Um leið og við lögum þetta, þá held ég að við verðum mjög góðir.”
Subway-deild karla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik