Keane trúði ekki sínum eigin augum þegar hann sá ömurlegan árangur United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2023 15:00 Mynd sem er kannski lýsandi fyrir ástandið hjá Manchester United. getty/Stu Forster Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, trúði ekki eigin augum þegar hann sá skelfilegan árangur liðsins undir stjórn Eriks ten Hag á útivelli gegn sterkustu liðum ensku úrvalsdeildarinnar. United tapaði fyrir Newcastle United, 1-0, á St James' Park á laugardagskvöldið. Anthony Gordon skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks. Úrslitin voru í takt við slakan útivallarárangur United gegn sterkum liðum undir stjórn Ten Hags. Frá því Hollendingurinn tók við United hefur liðið tapað tíu af ellefu leikjum sínum á útivelli gegn liðum í efstu níu sætum ensku úrvalsdeildarinnar og gert eitt jafntefli. „Er þetta satt? Þetta er ljótt,“ sagði Keane þegar hann sá skilti með þessum slæma árangri United. „Fjöldi marka sem þeir hafa fengið á sig. Sex gegn Manchester City, sjö gegn Liverpool, fjögur gegn Brentford. Þetta er ekki gott. Þeir eru á erfiðum stað. Stjórinn er undir pressu.“ "Is that real? That looks ugly!" Roy Keane isn't happy with Man Utd's away results against the top 9 pic.twitter.com/HPjF9PZgQI— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 3, 2023 Keane skilur ekki af hverju United er enn að nota sömu leikmenn og síðustu ár. „Það voru leikmenn sem spiluðu fyrir United í gær (í fyrradag) sem þú hélst að myndu kannski fara frá félaginu í sumar. Þú notar enn sömu leikmenn og hafa ekki farið með United neitt síðustu ár,“ sagði Keane. „Hvað er merki um brjálæði? Að gera sama hlutinn aftur og aftur og búast við betri niðurstöðum. Þessi hópur breytist ekki. Ef þeir leggja ekki jafn hart að sér og andstæðingurinn eru þeir í vandræðum og þeir gera það ekki.“ United er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Chelsea á Old Trafford á miðvikudaginn. Enski boltinn Tengdar fréttir „Það versta sem hægt er að segja um hann“ Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, sagði frammistöðu enska framherjans Marcus Rashford hafa verið algjörlega óásættanlega í tapi Manchester United gegn Newcastle um helgina. 4. desember 2023 07:31 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
United tapaði fyrir Newcastle United, 1-0, á St James' Park á laugardagskvöldið. Anthony Gordon skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks. Úrslitin voru í takt við slakan útivallarárangur United gegn sterkum liðum undir stjórn Ten Hags. Frá því Hollendingurinn tók við United hefur liðið tapað tíu af ellefu leikjum sínum á útivelli gegn liðum í efstu níu sætum ensku úrvalsdeildarinnar og gert eitt jafntefli. „Er þetta satt? Þetta er ljótt,“ sagði Keane þegar hann sá skilti með þessum slæma árangri United. „Fjöldi marka sem þeir hafa fengið á sig. Sex gegn Manchester City, sjö gegn Liverpool, fjögur gegn Brentford. Þetta er ekki gott. Þeir eru á erfiðum stað. Stjórinn er undir pressu.“ "Is that real? That looks ugly!" Roy Keane isn't happy with Man Utd's away results against the top 9 pic.twitter.com/HPjF9PZgQI— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 3, 2023 Keane skilur ekki af hverju United er enn að nota sömu leikmenn og síðustu ár. „Það voru leikmenn sem spiluðu fyrir United í gær (í fyrradag) sem þú hélst að myndu kannski fara frá félaginu í sumar. Þú notar enn sömu leikmenn og hafa ekki farið með United neitt síðustu ár,“ sagði Keane. „Hvað er merki um brjálæði? Að gera sama hlutinn aftur og aftur og búast við betri niðurstöðum. Þessi hópur breytist ekki. Ef þeir leggja ekki jafn hart að sér og andstæðingurinn eru þeir í vandræðum og þeir gera það ekki.“ United er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Chelsea á Old Trafford á miðvikudaginn.
Enski boltinn Tengdar fréttir „Það versta sem hægt er að segja um hann“ Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, sagði frammistöðu enska framherjans Marcus Rashford hafa verið algjörlega óásættanlega í tapi Manchester United gegn Newcastle um helgina. 4. desember 2023 07:31 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
„Það versta sem hægt er að segja um hann“ Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, sagði frammistöðu enska framherjans Marcus Rashford hafa verið algjörlega óásættanlega í tapi Manchester United gegn Newcastle um helgina. 4. desember 2023 07:31