Vinátta - óvænti ávöxtur kveikjum neistans Óskar Jósúason skrifar 6. desember 2023 13:30 Allir vita að góður vinur er gulls ígildi og getur gert kraftaverk þegar á reynir. Vináttan er gríðarlega mikilvæg og margir eignast sínu bestu vini í grunnskóla. Þó ekki allir. Góður vinur getur haft jákvæð áhrif á vellíðan nemenda og því er félagsfærni mjög mikilvægur þáttur í lífi barna. Oft á tíðum er þetta mjög vanmetinn þáttur í skólagöngu og lífi barna almennt. í Grunnskóla Vestmannaeyja eru alltaf gerðar tenglsakannanir hjá nemendum til að fylgjast með þróun vinatengsla. Með það fyrir augum að styrkja þá sem á því þurfa. Það er nefnilega í skólanum sem grunnur að vináttu margra er byggður. Það er enn margt til í því sem Nóbels verðlaunahafinn Johannes Fibiger skrifaði eitt sinn: Æskuárin eru tími vináttunnar. Það sem eftir er ævinnar verða menn að láta sér nægja þann vinahóp sem þeim tókst að eignast á þeim gömlu góðu dögum. Fyrir ári síðan tókum við eftir breytingum á tengslakönnun hjá nemendum í 2. bekk. Það vakti furðan okkar hve margir nemendur væru að tengjast við aðra nemendur úr öðrum bekkjum. Sem er gott og blessað og gerist einstaka sinnum. Eftir tengslakönnun í ár hjá öðrum bekk gerist það aftur. Áberandi hve margir nemendur eru að tengjast vinaböndum úr öðrum bekkjum. Við kíktum til baka síðustu 6 ár og sáum að meðaltali væru 6 nemendur að fá tengsl við nemendur úr öðrum bekkjum. En af tveimur síðustu árgöngum hafa verið 19 slíkar tengingar. Stóra spurningin er því, hvað breyttist? Þessir 2 síðustu árgangar eru nefnilega „kveikjum neistann” árgangar. Haustið 2021 hófst þróunarverkefnið „Kveikjum neistann” og þar er mögulega að finna svar við þessum óvæntu og jákvæðu vinaböndum milli bekkja. Þetta er mögulega hægt að útskýra að miklu leyti vegna ástríðu- og þjálfunar tímanna. Í þjálfunar tímunum er nemendum raðað í hópa sem eru komnir svipað langt í náminu, gert til að allir fái verkefni við hæfi. Þetta er ein af lykilkenningum verkefnisins. Börn verða að fá réttar áskoranir miðað við færni til að komast í flæði en þannig ná þeir frábærum árangri (Csikszentmihalyi). Þjálfunar tímarnir eru þvert á bekki. Í ástríðu tímunum fá nemendur að velja sér viðfangsefni eftir ástríðu, einnig þvert á bekki. Í þessum tímum eru því meiri líkur að þú finnir einhvern með svipuð áhugamál og þú. Þessir tveir tímar eru því að fjölga tengingum barnanna við hvert annað og auka líkurnar á vináttu. Að auki hafa kennarar farið kerfisbundið meira í félagsþáttinn í gegnum hugarfar. En hugarfar er stór partur í verkefninu þar sem reynt er eftir fremsta magni að auka gróskuhugarfar nemenda. Núna erum við einungis með þessa 2 árganga og of snemmt að halda einhverju fram en það verður gaman að fylgjast með áframhaldandi þróun. Í byrjun snerust markmið með þessari skipulagsbreytingu að námsframvindu nemandans og það gerir það enn enda framúrskarandi árangur náðst. Þessi óvænti ávöxtur sem virðist vera að þroskast fyrir framan okkur gæti þó haft einhver áhrif á þróun eða skipulagningu verkefnisins. Á jákvæðan hátt. Þetta er svo sannarlega hlutur sem við munum fylgjast grannt með og mögulega verða partur af þróun verkefnisins. Vinátta er nefnilega gulls ígildi og getur hjálpað í náminu sem og lífinu. Þetta þarf að skoða og þróa. Mögulega er næsta skref þannig að hafa ástríðu tímana þvert á árganga. Við það myndi möguleikinn á að nemendur geti fundið vini og vinatengsl aukast enn meir. Vinatengsl við einstaklinga sem eru þá einu ári eldri eða yngri en þeir? Það eru allavegana tækifæri til að skoða og útfæra þetta. Eitt er víst, vináttan er mikilvæg og í þessu þróunarverkefni virðist sem vináttan hafi verið óvænt hliðarafurð þróunarverkefnisins „Kveikjum neistann”. Höfundur er aðstoðarskólastjóri GRV - Hamarsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla - og menntamál Vestmannaeyjar Börn og uppeldi Mest lesið Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Allir vita að góður vinur er gulls ígildi og getur gert kraftaverk þegar á reynir. Vináttan er gríðarlega mikilvæg og margir eignast sínu bestu vini í grunnskóla. Þó ekki allir. Góður vinur getur haft jákvæð áhrif á vellíðan nemenda og því er félagsfærni mjög mikilvægur þáttur í lífi barna. Oft á tíðum er þetta mjög vanmetinn þáttur í skólagöngu og lífi barna almennt. í Grunnskóla Vestmannaeyja eru alltaf gerðar tenglsakannanir hjá nemendum til að fylgjast með þróun vinatengsla. Með það fyrir augum að styrkja þá sem á því þurfa. Það er nefnilega í skólanum sem grunnur að vináttu margra er byggður. Það er enn margt til í því sem Nóbels verðlaunahafinn Johannes Fibiger skrifaði eitt sinn: Æskuárin eru tími vináttunnar. Það sem eftir er ævinnar verða menn að láta sér nægja þann vinahóp sem þeim tókst að eignast á þeim gömlu góðu dögum. Fyrir ári síðan tókum við eftir breytingum á tengslakönnun hjá nemendum í 2. bekk. Það vakti furðan okkar hve margir nemendur væru að tengjast við aðra nemendur úr öðrum bekkjum. Sem er gott og blessað og gerist einstaka sinnum. Eftir tengslakönnun í ár hjá öðrum bekk gerist það aftur. Áberandi hve margir nemendur eru að tengjast vinaböndum úr öðrum bekkjum. Við kíktum til baka síðustu 6 ár og sáum að meðaltali væru 6 nemendur að fá tengsl við nemendur úr öðrum bekkjum. En af tveimur síðustu árgöngum hafa verið 19 slíkar tengingar. Stóra spurningin er því, hvað breyttist? Þessir 2 síðustu árgangar eru nefnilega „kveikjum neistann” árgangar. Haustið 2021 hófst þróunarverkefnið „Kveikjum neistann” og þar er mögulega að finna svar við þessum óvæntu og jákvæðu vinaböndum milli bekkja. Þetta er mögulega hægt að útskýra að miklu leyti vegna ástríðu- og þjálfunar tímanna. Í þjálfunar tímunum er nemendum raðað í hópa sem eru komnir svipað langt í náminu, gert til að allir fái verkefni við hæfi. Þetta er ein af lykilkenningum verkefnisins. Börn verða að fá réttar áskoranir miðað við færni til að komast í flæði en þannig ná þeir frábærum árangri (Csikszentmihalyi). Þjálfunar tímarnir eru þvert á bekki. Í ástríðu tímunum fá nemendur að velja sér viðfangsefni eftir ástríðu, einnig þvert á bekki. Í þessum tímum eru því meiri líkur að þú finnir einhvern með svipuð áhugamál og þú. Þessir tveir tímar eru því að fjölga tengingum barnanna við hvert annað og auka líkurnar á vináttu. Að auki hafa kennarar farið kerfisbundið meira í félagsþáttinn í gegnum hugarfar. En hugarfar er stór partur í verkefninu þar sem reynt er eftir fremsta magni að auka gróskuhugarfar nemenda. Núna erum við einungis með þessa 2 árganga og of snemmt að halda einhverju fram en það verður gaman að fylgjast með áframhaldandi þróun. Í byrjun snerust markmið með þessari skipulagsbreytingu að námsframvindu nemandans og það gerir það enn enda framúrskarandi árangur náðst. Þessi óvænti ávöxtur sem virðist vera að þroskast fyrir framan okkur gæti þó haft einhver áhrif á þróun eða skipulagningu verkefnisins. Á jákvæðan hátt. Þetta er svo sannarlega hlutur sem við munum fylgjast grannt með og mögulega verða partur af þróun verkefnisins. Vinátta er nefnilega gulls ígildi og getur hjálpað í náminu sem og lífinu. Þetta þarf að skoða og þróa. Mögulega er næsta skref þannig að hafa ástríðu tímana þvert á árganga. Við það myndi möguleikinn á að nemendur geti fundið vini og vinatengsl aukast enn meir. Vinatengsl við einstaklinga sem eru þá einu ári eldri eða yngri en þeir? Það eru allavegana tækifæri til að skoða og útfæra þetta. Eitt er víst, vináttan er mikilvæg og í þessu þróunarverkefni virðist sem vináttan hafi verið óvænt hliðarafurð þróunarverkefnisins „Kveikjum neistann”. Höfundur er aðstoðarskólastjóri GRV - Hamarsskóla.
Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir Skoðun