Enn stefnt að lokun áfangaheimilis Samhjálpar Lovísa Arnardóttir skrifar 7. desember 2023 09:13 Edda Jónsdóttir framkvæmdastjóri Samhjálpar segir lokunina mikinn harmleik. Samsett Starfsemi áfangaheimilisins Brúar verður hætt í janúar á næsta ári. Áfangaheimilið er rekið af Samhjálp og er staðsett við Höfðabakka. Greint er frá lokuninni í Morgunblaðinu í dag og rætt við framkvæmdastjóra Samhjálpar, Eddu Jónsdóttur. Félagsþjónusta Reykjavíkur ætlar að tryggja heimilisfólki húsaskjól. Edda Jónsdóttir segir í viðtali við Morgunblaðið áfangaheimilið vera mikilvægan hlekk í bataferli þeirra sem lokið hafi meðferð. Lokun heimilisins sé mikill harmleikur og rof í bataferli heimilismanna. Frétt Morgunblaðsins er hér. Fram kom í viðtali við Eddu á Bylgjunni um málið í júní að úrræðið hafi verið til í um áratug. Róðurinn hafi verið þungur og að samtökin hafi sjálf staðið straum af miklum kostnaði við áfangaheimilið. Greint var frá því í júní að Félagsbústaðir hafi sagt upp leigusamningi við Samhjálp og boðið þeim að kaupa húsnæðið við Höfðabakka. „Að óbreyttu þurfum við að loka í lok janúar. Þetta er úrræði sem við höfum séð um rekstur á, við höfum auðvitað notið leigukjara Félagsbústaða. En utanumhaldið og langtímameðferðarhluti áfangaheimila, eins og Brú, er auðvitað ekki greiddur af neinum opinberum aðila. Þannig að hann er greiddur með sjálfsaflafé Samhjálpar,“ sagði Edda í júní. Samhjálp rekur alls þrjú áfangaheimili, tvö í Reykjavík og eitt í Kópavogi. Eftir lokun verða aðeins áfangaheimili á Miklubraut í Reykjavík og að Dalbrekku í Kópavogi. Um Brú stendur á heimasíðu Samhjálpar að þar sé alls að finna 19 einstaklingsíbúðir. Íbúar hafi lokið langtímameðferð á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti og að virkni sé skilyrði fyrir búsetu. Íbúar stunda því nám, vinnu eða taka þátt í sérsniðnum úrræðum. Þeim er skylt að sækja AA-fundi ásamt viðtölum, íbúafundum og þjálfun á vegum Samhjálpar. Fíkn Félagasamtök Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Framlengd opnun kaffistofunnar ekki góð lausn fyrir heimilislausa Maður sem hefur glímt við heimilisleysi og mótmælt úrræðaleysi fyrir hópinn segir nýja dagdvöl í kaffistofu Samhjálpar ekki lausnina sem heimilislausir þurfa. Það þurfi alvöru dagsetur í sérstakt húsnæði. 21. nóvember 2023 15:30 Deila kostnaði vegna dagdvalar fyrir heimilislausa Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ætla að taka þátt í rekstri dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Dagdvölin verður rekin í húsnæði Samhjálpar og hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar þegar samþykkt að koma rekstrinum. 20. nóvember 2023 13:00 „Búin að gráta nokkrum sinnum í þessu ferli“ Soffía Dögg Garðarsdóttir tók í gegn setustofuna á áfangaheimilinu Brú lokaþættinum af Skreytum hús. 16. maí 2021 10:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Edda Jónsdóttir segir í viðtali við Morgunblaðið áfangaheimilið vera mikilvægan hlekk í bataferli þeirra sem lokið hafi meðferð. Lokun heimilisins sé mikill harmleikur og rof í bataferli heimilismanna. Frétt Morgunblaðsins er hér. Fram kom í viðtali við Eddu á Bylgjunni um málið í júní að úrræðið hafi verið til í um áratug. Róðurinn hafi verið þungur og að samtökin hafi sjálf staðið straum af miklum kostnaði við áfangaheimilið. Greint var frá því í júní að Félagsbústaðir hafi sagt upp leigusamningi við Samhjálp og boðið þeim að kaupa húsnæðið við Höfðabakka. „Að óbreyttu þurfum við að loka í lok janúar. Þetta er úrræði sem við höfum séð um rekstur á, við höfum auðvitað notið leigukjara Félagsbústaða. En utanumhaldið og langtímameðferðarhluti áfangaheimila, eins og Brú, er auðvitað ekki greiddur af neinum opinberum aðila. Þannig að hann er greiddur með sjálfsaflafé Samhjálpar,“ sagði Edda í júní. Samhjálp rekur alls þrjú áfangaheimili, tvö í Reykjavík og eitt í Kópavogi. Eftir lokun verða aðeins áfangaheimili á Miklubraut í Reykjavík og að Dalbrekku í Kópavogi. Um Brú stendur á heimasíðu Samhjálpar að þar sé alls að finna 19 einstaklingsíbúðir. Íbúar hafi lokið langtímameðferð á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti og að virkni sé skilyrði fyrir búsetu. Íbúar stunda því nám, vinnu eða taka þátt í sérsniðnum úrræðum. Þeim er skylt að sækja AA-fundi ásamt viðtölum, íbúafundum og þjálfun á vegum Samhjálpar.
Fíkn Félagasamtök Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Framlengd opnun kaffistofunnar ekki góð lausn fyrir heimilislausa Maður sem hefur glímt við heimilisleysi og mótmælt úrræðaleysi fyrir hópinn segir nýja dagdvöl í kaffistofu Samhjálpar ekki lausnina sem heimilislausir þurfa. Það þurfi alvöru dagsetur í sérstakt húsnæði. 21. nóvember 2023 15:30 Deila kostnaði vegna dagdvalar fyrir heimilislausa Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ætla að taka þátt í rekstri dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Dagdvölin verður rekin í húsnæði Samhjálpar og hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar þegar samþykkt að koma rekstrinum. 20. nóvember 2023 13:00 „Búin að gráta nokkrum sinnum í þessu ferli“ Soffía Dögg Garðarsdóttir tók í gegn setustofuna á áfangaheimilinu Brú lokaþættinum af Skreytum hús. 16. maí 2021 10:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Framlengd opnun kaffistofunnar ekki góð lausn fyrir heimilislausa Maður sem hefur glímt við heimilisleysi og mótmælt úrræðaleysi fyrir hópinn segir nýja dagdvöl í kaffistofu Samhjálpar ekki lausnina sem heimilislausir þurfa. Það þurfi alvöru dagsetur í sérstakt húsnæði. 21. nóvember 2023 15:30
Deila kostnaði vegna dagdvalar fyrir heimilislausa Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ætla að taka þátt í rekstri dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Dagdvölin verður rekin í húsnæði Samhjálpar og hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar þegar samþykkt að koma rekstrinum. 20. nóvember 2023 13:00
„Búin að gráta nokkrum sinnum í þessu ferli“ Soffía Dögg Garðarsdóttir tók í gegn setustofuna á áfangaheimilinu Brú lokaþættinum af Skreytum hús. 16. maí 2021 10:00