LeBron frábær og Lakers í úrslitaleikinn í Vegas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2023 09:31 LeBron James og Anthony Davis fagna sigri Los Angeles Lakers í nótt. AP/Ian Maule LeBron James fór fyrir sínum mönnum í Los Angeles Lakers í nótt þegar liðið tryggði sér sæti í fyrsta úrslitaleik NBA deildarbikarsins en úrslitin fara fram í Las Vegas. Báðir undanúrslitaleikirnir voru í Las Vegas í nótt. Lakers vann sannfærandi 44 stiga sigur á New Orleans Pelicans, 133-89, en í hinum leiknum vann Indiana Pacers óvæntan 128-119 sigur á Milwaukee Bucks. James heldur upp á 39 ára afmælisdaginn sinn eftir nokkrar vikur en það er magnað að sjá kappann enn með yfirburði inn á körfuboltavellinum. LeBron James came out in ATTACK MODE to lead the Lakers to the Championship of the NBA In-Season Tournament 30 PTS / 9-12 FGM / 4-4 3PM / 8 AST / 23 MIN The Lakers and Pacers will meet in the first-ever NBA In-Season Tournament Championship Saturday at 8:30pm/et on ABC! pic.twitter.com/fKZehP4Ko3— NBA (@NBA) December 8, 2023 James var með 30 stig, 8 stoðsendingar og 5 fráköst í leiknum. Þetta er hans 21. tímabil í NBA-deildinni. Í leiknum í nótt hitti hann úr 9 af 12 skotum sínum þar af öllum fjórum skotunum fyrir utan þriggja stiga lína. Hann þurfti bara 23 mínútur til að skila þessum tölum. „Við erum að fá tilfinningu fyrir því hvernig lið við þurfum að verða ef við ætlum að vinna körfuboltaleiki, að ná upp stöðugleika. Varnarleikurinn er allur að koma til og ef við verjumst vel þá getum við unnið á hverju kvöldi,“ sagði LeBron James. Þetta var ellefti sigur liðsins í síðustu fimmtán leikjum. Austin Reaves skoraði 17 stig fyrir Lakers og Anthony Davis var með 16 stig og 15 fráköst. Trey Murphy III skoraði mest fyrir Pelicans eða 14 stig en Zion Williamson var bara með 13 stig. LeBron James puts on an impressive and efficient (9/12 FGM) performance as the Lakers get the W and reach the Championship of the NBA In-Season Tournament!Austin Reaves: 17 PTS, 5 REB, 7 ASTAnthony Davis: 16 PTS, 15 REB, 5 ASTPacers-Lakers | Saturday at 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/JbZMqXrEnR— NBA (@NBA) December 8, 2023 Tyrese Haliburton hjá Indiana Pacers, er líka að spila frábærlega í þessari í keppni og í nótt var hann með 27 stig og 15 stoðsendingar í sigri Indiana í undanúrslitaleiknum. „Við erum að spila körfubolta eins og á að spila hann og við erum að sjokkera heiminn. Við ætlum að halda því áfram,“ sagði Tyrese Haliburton. Myles Turner var með 26 stig og 10 fráköst, Obi Toppin skoraði 14 stig og Isaiah Jackson var með 11 stig. Tyrese Haliburton would NOT be denied reaching the first-ever NBA In-Season Tournament Championship! 27 PTS 15 AST 0 TOHis 3rd game this season with 25+ PTS, 15+ AST and 0 TO. No other player has more than 1 such game in their CAREER since turnovers were first tracked pic.twitter.com/vWndJ8WIbb— NBA (@NBA) December 8, 2023 Giannis Antetokounmpo skoraði 37 stig og tók 10 fráköst hjá Bucks og Damian Lillard skoraði 24 stig. Khris Middleton var síðan með 20 stig og Brook Lopez skoraði 18 stig. Ekki slæmar tölur hjá byrjunarliðsmönnum Bucks en það voru varamenn Indiana sem gerðu útslagið en liðið vann stigin af bekknum 43-13. Úrslitaleikurinn fer fram eftir miðnætti á laugardagskvöldið að íslenskum tíma og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Only two teams remain... the CHAMPIONSHIP is set The Pacers and Lakers will meet in the NBA In-Season Tournament Championship in Las Vegas Saturday at 8:30pm/et on ABC!Who will hoist the first-ever #NBACup? pic.twitter.com/OuwLqBReI3— NBA (@NBA) December 8, 2023 NBA Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Sjá meira
Báðir undanúrslitaleikirnir voru í Las Vegas í nótt. Lakers vann sannfærandi 44 stiga sigur á New Orleans Pelicans, 133-89, en í hinum leiknum vann Indiana Pacers óvæntan 128-119 sigur á Milwaukee Bucks. James heldur upp á 39 ára afmælisdaginn sinn eftir nokkrar vikur en það er magnað að sjá kappann enn með yfirburði inn á körfuboltavellinum. LeBron James came out in ATTACK MODE to lead the Lakers to the Championship of the NBA In-Season Tournament 30 PTS / 9-12 FGM / 4-4 3PM / 8 AST / 23 MIN The Lakers and Pacers will meet in the first-ever NBA In-Season Tournament Championship Saturday at 8:30pm/et on ABC! pic.twitter.com/fKZehP4Ko3— NBA (@NBA) December 8, 2023 James var með 30 stig, 8 stoðsendingar og 5 fráköst í leiknum. Þetta er hans 21. tímabil í NBA-deildinni. Í leiknum í nótt hitti hann úr 9 af 12 skotum sínum þar af öllum fjórum skotunum fyrir utan þriggja stiga lína. Hann þurfti bara 23 mínútur til að skila þessum tölum. „Við erum að fá tilfinningu fyrir því hvernig lið við þurfum að verða ef við ætlum að vinna körfuboltaleiki, að ná upp stöðugleika. Varnarleikurinn er allur að koma til og ef við verjumst vel þá getum við unnið á hverju kvöldi,“ sagði LeBron James. Þetta var ellefti sigur liðsins í síðustu fimmtán leikjum. Austin Reaves skoraði 17 stig fyrir Lakers og Anthony Davis var með 16 stig og 15 fráköst. Trey Murphy III skoraði mest fyrir Pelicans eða 14 stig en Zion Williamson var bara með 13 stig. LeBron James puts on an impressive and efficient (9/12 FGM) performance as the Lakers get the W and reach the Championship of the NBA In-Season Tournament!Austin Reaves: 17 PTS, 5 REB, 7 ASTAnthony Davis: 16 PTS, 15 REB, 5 ASTPacers-Lakers | Saturday at 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/JbZMqXrEnR— NBA (@NBA) December 8, 2023 Tyrese Haliburton hjá Indiana Pacers, er líka að spila frábærlega í þessari í keppni og í nótt var hann með 27 stig og 15 stoðsendingar í sigri Indiana í undanúrslitaleiknum. „Við erum að spila körfubolta eins og á að spila hann og við erum að sjokkera heiminn. Við ætlum að halda því áfram,“ sagði Tyrese Haliburton. Myles Turner var með 26 stig og 10 fráköst, Obi Toppin skoraði 14 stig og Isaiah Jackson var með 11 stig. Tyrese Haliburton would NOT be denied reaching the first-ever NBA In-Season Tournament Championship! 27 PTS 15 AST 0 TOHis 3rd game this season with 25+ PTS, 15+ AST and 0 TO. No other player has more than 1 such game in their CAREER since turnovers were first tracked pic.twitter.com/vWndJ8WIbb— NBA (@NBA) December 8, 2023 Giannis Antetokounmpo skoraði 37 stig og tók 10 fráköst hjá Bucks og Damian Lillard skoraði 24 stig. Khris Middleton var síðan með 20 stig og Brook Lopez skoraði 18 stig. Ekki slæmar tölur hjá byrjunarliðsmönnum Bucks en það voru varamenn Indiana sem gerðu útslagið en liðið vann stigin af bekknum 43-13. Úrslitaleikurinn fer fram eftir miðnætti á laugardagskvöldið að íslenskum tíma og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Only two teams remain... the CHAMPIONSHIP is set The Pacers and Lakers will meet in the NBA In-Season Tournament Championship in Las Vegas Saturday at 8:30pm/et on ABC!Who will hoist the first-ever #NBACup? pic.twitter.com/OuwLqBReI3— NBA (@NBA) December 8, 2023
NBA Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik