„Erum í umtalsverðum breytingum á menntakerfinu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. desember 2023 09:03 Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra. Vísir/Arnar Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, segir niðurstöður PISA könnunarinnar krefja stjórnvöld um að rýna í það sem verið sé að gera í menntamálum. Í undirbúningi séu töluverðar breytingar, meðal annars nýtt matskerfi. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem Ásmundur Einar var gestur. Eins og fram hefur komið birtust niðurstöður úr alþjóðlegu PISA könnuninni, sem er á vegum OECD, síðastliðinn þriðjudag. Könnunin sýnir að íslenskir fimmtán ára nemendur hafi dregist aftur úr. Fjörutíu prósent nemendanna búa ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi sem er talsvert lakari árangur en meðaltal OECD. Komi ekki allskostar á á óvart „Það er auðvitað þannig að þetta eru bara alvarlegar niðurstöður og krefja okkur um að rýna það sem við erum að gera og það hef ég sagt,“ segir Ásmundur Einar. „En á sama tíma kemur þetta kannski ekki allskostar á óvart. Við höfum séð ákveðna þróun fara niður á við á undanförnum árum eða áratug. Við sjáum líka að Covid faraldurinn er að hafa áhrif alls staðar.“ Ísland sé þó að lækka meira heldur en öll Norðurlöndin. Öll lönd innan OECD hafi lækkað í könnuninni í þetta skiptið. „Þannig að þetta gerir kröfu til okkar til þess að rýna það sem við erum að gera, vegna þess að við erum í umtalsverðum breytingum á menntakerfinu þessi misserin og þegar að svona kemur þá þurfum við að meta með hvaða hætti það hefur áhrif.“ Á sama tíma bendir Ásmundur á að könnunin hafi verið lögð fyrir nemendur í mars 2022. Það séu að verða tæp tvö ár síðan. „Við erum búin að vera að gera ýmsar breytingar síðan en segi líka að þegar við fáum svona niðurstöður þá þurfum við líka að hafa það hugfast að breytingar á menntakerfinu eru ekki þannig að við getum gert eitthvað í dag og það geti haft áhrif strax á morgun. Þetta eru langtímabreytingar.“ Aukin þjónusta og nýtt matskerfi Ásmundur segir að verið sé að útbúa nýtt matskerfi fyrir menntakerfið. Þar verði á ferðinni sérstakur matsferill bæði fyrir kennara en líka fyrir stjórnendur sem nýtist þá til að meta stöðu hvers skóla eða sveitarfélags og miðla því áfram. „Það var þannig að við erum með lagaheimild til þess að fresta samræmdum prófum á meðan við erum að vinna að þessu. Við reiknum með því og þessi vinna er í fullum gangi. Við reiknum með því að útlínur að þessu verði til snemma á nýju ári.“ Þá segir Ásmundur að í undirbúningi sé löggjöf núna sem miði að því að tryggja skólum heildstæða skólaþjónustu. Það skipti máli að kennarar séu með verkfæri til þess að sinna sínum verkefnum. Á hvaða hátt? „Með þeim hætti, bæði þegar kemur að námsgögnum en líka þegar kemur að allri stoðþjónustunni. Þið hafið verið með talmeinafræðinga hér, það er allskonar stoðþjónusta sem þarf inn í skólana til þess að aðstoða börn af erlendum uppruna, en fjöldi þeirra hefur stóraukist á síðustu árum. Það hefur enginn verið með það hlutverk að vera með þetta þjónustuhlutverk við menntakerfið, fyrr en nú.“ Skóla - og menntamál Bítið Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem Ásmundur Einar var gestur. Eins og fram hefur komið birtust niðurstöður úr alþjóðlegu PISA könnuninni, sem er á vegum OECD, síðastliðinn þriðjudag. Könnunin sýnir að íslenskir fimmtán ára nemendur hafi dregist aftur úr. Fjörutíu prósent nemendanna búa ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi sem er talsvert lakari árangur en meðaltal OECD. Komi ekki allskostar á á óvart „Það er auðvitað þannig að þetta eru bara alvarlegar niðurstöður og krefja okkur um að rýna það sem við erum að gera og það hef ég sagt,“ segir Ásmundur Einar. „En á sama tíma kemur þetta kannski ekki allskostar á óvart. Við höfum séð ákveðna þróun fara niður á við á undanförnum árum eða áratug. Við sjáum líka að Covid faraldurinn er að hafa áhrif alls staðar.“ Ísland sé þó að lækka meira heldur en öll Norðurlöndin. Öll lönd innan OECD hafi lækkað í könnuninni í þetta skiptið. „Þannig að þetta gerir kröfu til okkar til þess að rýna það sem við erum að gera, vegna þess að við erum í umtalsverðum breytingum á menntakerfinu þessi misserin og þegar að svona kemur þá þurfum við að meta með hvaða hætti það hefur áhrif.“ Á sama tíma bendir Ásmundur á að könnunin hafi verið lögð fyrir nemendur í mars 2022. Það séu að verða tæp tvö ár síðan. „Við erum búin að vera að gera ýmsar breytingar síðan en segi líka að þegar við fáum svona niðurstöður þá þurfum við líka að hafa það hugfast að breytingar á menntakerfinu eru ekki þannig að við getum gert eitthvað í dag og það geti haft áhrif strax á morgun. Þetta eru langtímabreytingar.“ Aukin þjónusta og nýtt matskerfi Ásmundur segir að verið sé að útbúa nýtt matskerfi fyrir menntakerfið. Þar verði á ferðinni sérstakur matsferill bæði fyrir kennara en líka fyrir stjórnendur sem nýtist þá til að meta stöðu hvers skóla eða sveitarfélags og miðla því áfram. „Það var þannig að við erum með lagaheimild til þess að fresta samræmdum prófum á meðan við erum að vinna að þessu. Við reiknum með því og þessi vinna er í fullum gangi. Við reiknum með því að útlínur að þessu verði til snemma á nýju ári.“ Þá segir Ásmundur að í undirbúningi sé löggjöf núna sem miði að því að tryggja skólum heildstæða skólaþjónustu. Það skipti máli að kennarar séu með verkfæri til þess að sinna sínum verkefnum. Á hvaða hátt? „Með þeim hætti, bæði þegar kemur að námsgögnum en líka þegar kemur að allri stoðþjónustunni. Þið hafið verið með talmeinafræðinga hér, það er allskonar stoðþjónusta sem þarf inn í skólana til þess að aðstoða börn af erlendum uppruna, en fjöldi þeirra hefur stóraukist á síðustu árum. Það hefur enginn verið með það hlutverk að vera með þetta þjónustuhlutverk við menntakerfið, fyrr en nú.“
Skóla - og menntamál Bítið Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Sjá meira