Reiði og piparúðabrúsar á mótmælum við bandaríska sendiráðið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. desember 2023 19:46 Frá mótmælunum í dag. Nærri þrjú hundruð manns boðuðu mætingu sína á Facebook-viðburði fundarins. Vísir/Hjalti Fundargestir reiddust mikið á mótmælum félagsins Ísland-Palestína við sendiráð Bandaríkjanna við Engjateig í Reykjavík seinnipartinn í dag. Á myndskeiði sjást lögreglumenn beina brúsum af piparúða í átt að mótmælendum. Að sögn sjónarvottar hrópuðu lögreglumenn „Gas! Gas!“ meðan þeir héldu uppi brúsunum. Í myndskeiði sem fréttastofa hefur undir höndum sjást lögreglumenn beina piparúðabrúsum í átt að mótmælendum. Grindverk hafði fallið um koll og mótmælendur og lögregla toguðu í það á milli sín. Mótmælin fóru fram síðdegis í dag. Yfirskrift þeirra var „Bandaríkin stöðvið barnamorðin á Gasa“. Bragi Páll Sigurðsson rithöfundur og Najlaa Attaallah Palestínumaður fluttu ræður á fundinum. Gerðu tilraun til að koma bréfi til Biden Lögregla gaf engar upplýsingar um atvikið en fréttastofa náði tali af Sveini Rúnari Haukssyni lækni og heiðursborgara í Palestínu. Sveinn var á mótmælunum. Hann segir að eftir ræður fundarins hafi hann lagt til að koma ályktun, bréfi til Joe Biden Bandaríkjaforseta, á framfæri með því að koma því inn í sendiráðið. Bréfið snerist einkum um það að Bandaríkin hafi beitt neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu þar sem krafist er vopnahlés Gasa. Sveinn segir að lögreglumenn hafi stöðvað mótmælendur sem reyndu að koma bréfinu inn í sendiráðið. Meðan á því stóð hafi fólk safnast saman að grindunum sem skilja mótmælendur og lögreglu að og hrópað. Munaði millisekúndu Þá náði Vísir tali af Margréti Kristínu Blöndal tónlistarkonu en hún hefur verið áberandi í samstöðuhreyfingu Íslendinga með Palestínu. Hún segir að viðstöddum hafi hitnað í hamsi eftir að fjórtán ára palestínskur piltur fór með tilfinningaríkt erindi á fundinum. Eftir að afhenda átti áðurnefnt bréf hafi segir Margrét að pilturinn farið inn fyrir grindverk við sendiráðið haldandi á palestínska fánanum og lögregla brugðist við með því að taka harkalega á honum. „Þeir eru sem sagt að taka á barninu. Og þá varð talsvert mikil reiði meðal fundargesta yfir framgöngu lögreglunnar. Eðlilega,“ segir Margrét í samtali við Vísi. Í framhaldinu hafi lögreglan tekið upp piparúðabrúsa og hrópað „Gas! Gas!“. „Ég held þeir hafi ekki látið vaða í neinn. En það var millisekúnda í það,“ segir Margrét. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira
Í myndskeiði sem fréttastofa hefur undir höndum sjást lögreglumenn beina piparúðabrúsum í átt að mótmælendum. Grindverk hafði fallið um koll og mótmælendur og lögregla toguðu í það á milli sín. Mótmælin fóru fram síðdegis í dag. Yfirskrift þeirra var „Bandaríkin stöðvið barnamorðin á Gasa“. Bragi Páll Sigurðsson rithöfundur og Najlaa Attaallah Palestínumaður fluttu ræður á fundinum. Gerðu tilraun til að koma bréfi til Biden Lögregla gaf engar upplýsingar um atvikið en fréttastofa náði tali af Sveini Rúnari Haukssyni lækni og heiðursborgara í Palestínu. Sveinn var á mótmælunum. Hann segir að eftir ræður fundarins hafi hann lagt til að koma ályktun, bréfi til Joe Biden Bandaríkjaforseta, á framfæri með því að koma því inn í sendiráðið. Bréfið snerist einkum um það að Bandaríkin hafi beitt neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu þar sem krafist er vopnahlés Gasa. Sveinn segir að lögreglumenn hafi stöðvað mótmælendur sem reyndu að koma bréfinu inn í sendiráðið. Meðan á því stóð hafi fólk safnast saman að grindunum sem skilja mótmælendur og lögreglu að og hrópað. Munaði millisekúndu Þá náði Vísir tali af Margréti Kristínu Blöndal tónlistarkonu en hún hefur verið áberandi í samstöðuhreyfingu Íslendinga með Palestínu. Hún segir að viðstöddum hafi hitnað í hamsi eftir að fjórtán ára palestínskur piltur fór með tilfinningaríkt erindi á fundinum. Eftir að afhenda átti áðurnefnt bréf hafi segir Margrét að pilturinn farið inn fyrir grindverk við sendiráðið haldandi á palestínska fánanum og lögregla brugðist við með því að taka harkalega á honum. „Þeir eru sem sagt að taka á barninu. Og þá varð talsvert mikil reiði meðal fundargesta yfir framgöngu lögreglunnar. Eðlilega,“ segir Margrét í samtali við Vísi. Í framhaldinu hafi lögreglan tekið upp piparúðabrúsa og hrópað „Gas! Gas!“. „Ég held þeir hafi ekki látið vaða í neinn. En það var millisekúnda í það,“ segir Margrét.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira