Þjóðarsátt um hvað? Sandra F. Franks skrifar 13. desember 2023 11:31 Þjóðarsátt er kannski ofnotað orð en stundum á það við. Einkum þegar mikið liggur við og þjóðin þarf að sameinast í aðgerðum en ekki í orðum. Það á til dæmis við þegar náttúruvá ber að garði og við sameinumst þegar utanaðkomandi ógnir herja á okkur. Og það á líka við í kjaramálum þegar efnahagsmál þjóðarinnar eru í uppnámi. Árið 1990 voru gerðir sögulegir kjarasamningar milli verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og ríkisins. Aldrei áður höfðu jafnmargir ólíkir hagsmunaaðilar komið að kjarasamningagerð. Með þeim varð þjóðarsátt um að klippt yrði á áralangar víxlhækkanir launa og verðlags. Áherslan þá voru meðal annars hóflegar verðhækkanir og skattabreytingar. Þannig var hægt að ná niður verðbólgunni. Margir hafa eignað sér heiðurinn á þessum samningum enda var þeim lýst sem efnahagslegu afreki þar sem stöðugleiki komst á í efnahagsmálum. En það eru fyrst og fremst aðilar vinnumarkaðarins, bæði þess almenna og hins opinbera, sem eiga heiðurinn að þessari þjóðarsátt. Verðbólgueitrið Nú eru aftur blikur á lofti í efnahagsmálum þjóðarinnar. Verðbólgan er allt of há. Vextir þar af leiðandi einnig háir. Kaupmáttur launa dróst saman á síðasta ári þótt hann hafi nú aðeins tekið við sér á nýjan leik. Kaupmáttur rýrnar þegar verðlag hækkar meira en laun. Þess vegna er verðbólga eitur í okkar beinum. Laun eru ekki verðtryggð en íbúðarlánin okkar eru það að hluta. Við þurfum að skapa þannig umhverfi að laun hækki meira en verðlag og tryggja skynsamlega efnahagsstjórnun. Stjórnvöld gera ráð fyrir 8,7% verðbólgu á þessu ári og spá fyrir um 5,6% verðbólgu á því næsta. Það verður að viðurkennast að slík spá er vægast sagt bjartsýn. Þess vegna er aftur þörf á þjóðarsátt um komandi kjarasamninga. Ofurlaunin og strætó Fréttir um ofurlaun einstakra forstjóra hjálpa ekki til um að sættir séu í sjónmáli. Það sætir í raun furðu að Samtök atvinnulífsins láti ekki oftar heyra í sér þegar ofurlaunasetningar raungerast. Laun forstjóra fyrirtækja í Kauphöllinni eru að meðaltali um 7 milljónir á mánuði eða um 350 þús kr. á dag. Fyrir þá fjárhæð er gert ráð fyrir að öryrkinn lifi á, út mánuðinn. Þá eru tveggja daga laun forstjóranna nálægt meðal heildarmánaðarlaunum sjúkraliða, sem vinnur á vöktum, alla daga ársins. Um 67 milljarða hagnaður varð í sjávarútvegi, og er milljörðum nú komið þaðan á milli kynslóða. Já, og svo er forstjóri Skel fjárfestingafélags með tæpar 20 milljónir á mánuði, eða um eina milljón á dag! Á sama tíma og þetta er að gerast hafa sveitarfélög boðað gjaldskrárhækkanir á þjónustugjöld og álagshvetjandi gjaldtöku leikskólanna. Nýverið boðaði strætó sérstaka eftirlitsnefnd, sem er varla til frásagnar, nema nefndinni er ætlað að hundelta og sekta fólk sem ekki borgar í strætó. Væri ekki nær að boða gjaldfríar almenningssamgöngur þegar verið er að þrengja að bílaeigendum og reiðhjólavæða höfuðborgarsvæðið? Á þessum sama tímapunkti er lýst yfir neyðarástandi á spítölum landsins meðal annars vegna manneklu. Og á sjálfum Landspítalanum, háskólasjúkrahúsinu okkar, stígur fólk fram og lýsir því yfir að þar sé fjölmennasta hjúkrunarheimili landsins því önnur úrræði eru ekki fyrir hendi. Um þessa þætti getur varla verið ríkjandi sátt. Í mínum huga er þjóðarsátt orð dagsins, en við þurfum öll að eiga aðkomu að henni. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þjóðarsátt er kannski ofnotað orð en stundum á það við. Einkum þegar mikið liggur við og þjóðin þarf að sameinast í aðgerðum en ekki í orðum. Það á til dæmis við þegar náttúruvá ber að garði og við sameinumst þegar utanaðkomandi ógnir herja á okkur. Og það á líka við í kjaramálum þegar efnahagsmál þjóðarinnar eru í uppnámi. Árið 1990 voru gerðir sögulegir kjarasamningar milli verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og ríkisins. Aldrei áður höfðu jafnmargir ólíkir hagsmunaaðilar komið að kjarasamningagerð. Með þeim varð þjóðarsátt um að klippt yrði á áralangar víxlhækkanir launa og verðlags. Áherslan þá voru meðal annars hóflegar verðhækkanir og skattabreytingar. Þannig var hægt að ná niður verðbólgunni. Margir hafa eignað sér heiðurinn á þessum samningum enda var þeim lýst sem efnahagslegu afreki þar sem stöðugleiki komst á í efnahagsmálum. En það eru fyrst og fremst aðilar vinnumarkaðarins, bæði þess almenna og hins opinbera, sem eiga heiðurinn að þessari þjóðarsátt. Verðbólgueitrið Nú eru aftur blikur á lofti í efnahagsmálum þjóðarinnar. Verðbólgan er allt of há. Vextir þar af leiðandi einnig háir. Kaupmáttur launa dróst saman á síðasta ári þótt hann hafi nú aðeins tekið við sér á nýjan leik. Kaupmáttur rýrnar þegar verðlag hækkar meira en laun. Þess vegna er verðbólga eitur í okkar beinum. Laun eru ekki verðtryggð en íbúðarlánin okkar eru það að hluta. Við þurfum að skapa þannig umhverfi að laun hækki meira en verðlag og tryggja skynsamlega efnahagsstjórnun. Stjórnvöld gera ráð fyrir 8,7% verðbólgu á þessu ári og spá fyrir um 5,6% verðbólgu á því næsta. Það verður að viðurkennast að slík spá er vægast sagt bjartsýn. Þess vegna er aftur þörf á þjóðarsátt um komandi kjarasamninga. Ofurlaunin og strætó Fréttir um ofurlaun einstakra forstjóra hjálpa ekki til um að sættir séu í sjónmáli. Það sætir í raun furðu að Samtök atvinnulífsins láti ekki oftar heyra í sér þegar ofurlaunasetningar raungerast. Laun forstjóra fyrirtækja í Kauphöllinni eru að meðaltali um 7 milljónir á mánuði eða um 350 þús kr. á dag. Fyrir þá fjárhæð er gert ráð fyrir að öryrkinn lifi á, út mánuðinn. Þá eru tveggja daga laun forstjóranna nálægt meðal heildarmánaðarlaunum sjúkraliða, sem vinnur á vöktum, alla daga ársins. Um 67 milljarða hagnaður varð í sjávarútvegi, og er milljörðum nú komið þaðan á milli kynslóða. Já, og svo er forstjóri Skel fjárfestingafélags með tæpar 20 milljónir á mánuði, eða um eina milljón á dag! Á sama tíma og þetta er að gerast hafa sveitarfélög boðað gjaldskrárhækkanir á þjónustugjöld og álagshvetjandi gjaldtöku leikskólanna. Nýverið boðaði strætó sérstaka eftirlitsnefnd, sem er varla til frásagnar, nema nefndinni er ætlað að hundelta og sekta fólk sem ekki borgar í strætó. Væri ekki nær að boða gjaldfríar almenningssamgöngur þegar verið er að þrengja að bílaeigendum og reiðhjólavæða höfuðborgarsvæðið? Á þessum sama tímapunkti er lýst yfir neyðarástandi á spítölum landsins meðal annars vegna manneklu. Og á sjálfum Landspítalanum, háskólasjúkrahúsinu okkar, stígur fólk fram og lýsir því yfir að þar sé fjölmennasta hjúkrunarheimili landsins því önnur úrræði eru ekki fyrir hendi. Um þessa þætti getur varla verið ríkjandi sátt. Í mínum huga er þjóðarsátt orð dagsins, en við þurfum öll að eiga aðkomu að henni. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun