„Ég eignaðist ekki börn til að vera ekkert með þeim“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2023 09:01 Auður Íris Ólafsdóttir var leikmaður Stjörnunnar áður en hún tók við liðinu 2021. vísir/hulda margrét Auður Íris Ólafsdóttir lét af störfum hjá Stjörnunni þar sem álagið sem fylgdi því að þjálfa tvö lið og ala upp tvö börn hafi reynst of mikið og hún sé úrvinda. Í gær var greint frá því að Auður hefði óskað eftir því að hætta sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í körfubolta. Hún hefur stýrt liðinu ásamt Arnari Guðjónssyni frá 2021. „Það er erfitt að vera í fæðingarorlofi og með tvö lið. Ég greini og klippi allt og sef ekki. Þetta er aðallega út af börnunum. Ég á tvö börn sem ég hitti ekki lengur og þetta er erfitt,“ sagði Auður í samtali við Vísi. Hún á tvö börn, tíu mánaða strák og stelpu sem er að verða fjögurra ára. „Körfuboltinn er alltaf á tímanum þegar stelpan er heima og svo er maður alltaf að greina og klippa bak við tjöldin og sú vinna kláraði mig. Svo sefur strákurinn ekki á nóttunni og þá er þetta komið gott.“ Auk þess að þjálfa meistaraflokk Stjörnunnar var Auður með B-lið félagsins, unglingaflokk, sem keppir í 1. deild. Hún hættir með bæði lið. „Ég gat ekki valið á milli. Mér þykir ekkert smá vænt um þessar stelpur. Þetta er ótrúlega efnilegt og skemmtilegt lið,“ sagði Auður. Auður hefur þjálfað Stjörnuliðið ásamt Arnari Guðjónssyni.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að hafa ákveðið að láta staðar numið núna er Auður ekki hætt að þjálfa. „Ég mun alltaf þjálfa aftur en ekki meðan krakkarnir eru svona litlir. Ég eignaðist ekki börn til að vera ekkert með þeim. Ég var byrjuð að þjálfa tveimur vikum eftir að ég eignaðist barnið og þannig þetta hefur verið svolítil keyrsla,“ sagði Auður. Hún gengur sátt frá borði enda eru nýliðar Stjörnunnar í þriðja sæti Subway deildarinnar. „Það eru algjör forréttindi að fá að vera með þessum stelpum. Þetta eru bestu og efnilegustu stelpur á landinu og þrautseigjan í þeim er engu lík. Ákvörðunin er tekin þegar gengur vel. Ég geng ekki frá þessu þegar allt er í steik. Ég er búin að velta þessu fyrir mér í nokkrar vikur og ráðfæra mig við hina og þessa hvað ég eigi að gera,“ sagði Auður. Stjarnan vann Snæfell í síðasta leik Auðar við stjórnvölinn.vísir/hulda margrét „Þetta er gríðarlega erfið ákvörðun og ég er búin að grenja yfir þessu hægri vinstri. En ég geng mjög sátt frá borði. Það kemur einhver annar í minn stað og það skiptir svo sem ekki máli hver er á hliðarlínunni að kalla á þessar stelpur; þær vita alveg hvað þær eiga að gera.“ Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Í gær var greint frá því að Auður hefði óskað eftir því að hætta sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í körfubolta. Hún hefur stýrt liðinu ásamt Arnari Guðjónssyni frá 2021. „Það er erfitt að vera í fæðingarorlofi og með tvö lið. Ég greini og klippi allt og sef ekki. Þetta er aðallega út af börnunum. Ég á tvö börn sem ég hitti ekki lengur og þetta er erfitt,“ sagði Auður í samtali við Vísi. Hún á tvö börn, tíu mánaða strák og stelpu sem er að verða fjögurra ára. „Körfuboltinn er alltaf á tímanum þegar stelpan er heima og svo er maður alltaf að greina og klippa bak við tjöldin og sú vinna kláraði mig. Svo sefur strákurinn ekki á nóttunni og þá er þetta komið gott.“ Auk þess að þjálfa meistaraflokk Stjörnunnar var Auður með B-lið félagsins, unglingaflokk, sem keppir í 1. deild. Hún hættir með bæði lið. „Ég gat ekki valið á milli. Mér þykir ekkert smá vænt um þessar stelpur. Þetta er ótrúlega efnilegt og skemmtilegt lið,“ sagði Auður. Auður hefur þjálfað Stjörnuliðið ásamt Arnari Guðjónssyni.vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að hafa ákveðið að láta staðar numið núna er Auður ekki hætt að þjálfa. „Ég mun alltaf þjálfa aftur en ekki meðan krakkarnir eru svona litlir. Ég eignaðist ekki börn til að vera ekkert með þeim. Ég var byrjuð að þjálfa tveimur vikum eftir að ég eignaðist barnið og þannig þetta hefur verið svolítil keyrsla,“ sagði Auður. Hún gengur sátt frá borði enda eru nýliðar Stjörnunnar í þriðja sæti Subway deildarinnar. „Það eru algjör forréttindi að fá að vera með þessum stelpum. Þetta eru bestu og efnilegustu stelpur á landinu og þrautseigjan í þeim er engu lík. Ákvörðunin er tekin þegar gengur vel. Ég geng ekki frá þessu þegar allt er í steik. Ég er búin að velta þessu fyrir mér í nokkrar vikur og ráðfæra mig við hina og þessa hvað ég eigi að gera,“ sagði Auður. Stjarnan vann Snæfell í síðasta leik Auðar við stjórnvölinn.vísir/hulda margrét „Þetta er gríðarlega erfið ákvörðun og ég er búin að grenja yfir þessu hægri vinstri. En ég geng mjög sátt frá borði. Það kemur einhver annar í minn stað og það skiptir svo sem ekki máli hver er á hliðarlínunni að kalla á þessar stelpur; þær vita alveg hvað þær eiga að gera.“
Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik