Bíður eftir barni og missir af EM: „Auðveld ákvörðun en ógeðslega erfið“ Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2023 17:29 Elvar segir fátt jafnast á við það að vera með íslenska landsliðinu á stórmóti. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Elvar Ásgeirsson, landsliðsmaður í handbolta, bíður spenntur eftir því að eignast sína fyrstu dóttur í janúar. Af þeim sökum getur hann ekki spilað með Íslandi á Evrópumeistaramótinu sem hefst í Þýskalandi 10. janúar. Elvar og Ásta Lára Guðmundsdóttir eiga fyrir soninn Brynjar Leó. Þau undirbúa nú jól í Danmörku, þar sem Elvar er leikmaður Ribe Esbjerg, og eru að koma sér fyrir í nýrri íbúð áður en fjölskyldan stækkar í næsta mánuði. Áætlaður fæðingardagur er 23. janúar og ef allt gengur að óskum verður íslenska landsliðið þá á fullu í Köln, í milliriðlakeppni EM. Elvar greindi landsliðsþjálfaranum Snorra Steini Guðjónssyni frá stöðunni eftir landsleikina við Færeyjar í nóvember, en gaf þó kost á sér á stóra 35 manna listann með nöfnum manna sem leyfilegt er að kalla inn í hópinn á EM. „Ég tilkynnti bara að ég ætti von á barni um miðjan janúar, og að það væri í forgangi. Ég sæi því miður ekki fyrir mér að geta mætt á EM, ekki nema þá að barnið kæmi þeim mun fyrr í heiminn,“ sagði Elvar við Vísi. Elvar Ásgeirsson og Elliði Snær Viðarsson á HM í janúar síðastliðnum.EPA-EFE/Adam Ihse Elvar bendir á að sonur sinn hafi reyndar komið í heiminn þremur vikum fyrir settan dag, og kveðst að sjálfsögðu tilbúinn að fara á EM verði það sama uppi á teningnum núna. Það sé ekkert auðvelt að segja nei við stórmóti með íslenska landsliðinu, þó hann vilji svo sannarlega frekar vera til staðar þegar dóttir hans fæðist. „Fyrst þegar þetta kom í ljós þá fór ég að hugsa um að þetta skaraðist á. Svo hélt að ég væri búinn að undirbúa mig svaka vel en þegar kom að því að þurfa að segja Snorra þetta þá varð þetta svo raunverulegt, og maður svekkti sig smá. Þetta er auðvitað auðveld ákvörðun en samt ógeðslega erfið,“ sagði Elvar á milli þess sem hann málaði veggi á nýja heimilinu. Elvar segir viðbrögð Snorra Steins við tilkynningunni hafa verið mjög góð: „Algjörlega frábær. Hann og hans menn sýndu þessu fullan skilning, samglöddust manni og sögðu að svona væri bara lífið.“ Elvar Ásgeirsson á ferðinni í leik gegn Grænhöfðaeyjum á HM í byrjun þessa árs. EPA-EFE/Tamas Kovacs Elvar hefur skorað 46 mörk í 17 leikjum fyrir Ribe-Esbjerg og er liðið í 4. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, þrátt fyrir afar svekkjandi tap gegn Skanderborg, 27-26, í gærkvöld. Mosfellingurinn kom til Ribe-Esbjerg sumarið 2020, eftir að hafa spilað í Þýskalandi og Frakklandi, og skrifaði í september undir nýjan samning við danska félagið sem gildir til 2026. „Mér hefur gengið fínt. Þetta fór hægt af stað miðað við síðasta tímabil, þegar mér gekk bara mjög vel. En eftir síðasta landsleikjahlé hefur mér persónulega gengið mjög vel og liðinu hefur líka gengið framar vonum í vetur. Ég er „fit“, líður vel og gengur vel, og er með stórt hlutverk í vörn og sókn,“ segir þessi 29 ára gamli, bráðum tveggja barna faðir. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Danski handboltinn Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Sjá meira
Elvar og Ásta Lára Guðmundsdóttir eiga fyrir soninn Brynjar Leó. Þau undirbúa nú jól í Danmörku, þar sem Elvar er leikmaður Ribe Esbjerg, og eru að koma sér fyrir í nýrri íbúð áður en fjölskyldan stækkar í næsta mánuði. Áætlaður fæðingardagur er 23. janúar og ef allt gengur að óskum verður íslenska landsliðið þá á fullu í Köln, í milliriðlakeppni EM. Elvar greindi landsliðsþjálfaranum Snorra Steini Guðjónssyni frá stöðunni eftir landsleikina við Færeyjar í nóvember, en gaf þó kost á sér á stóra 35 manna listann með nöfnum manna sem leyfilegt er að kalla inn í hópinn á EM. „Ég tilkynnti bara að ég ætti von á barni um miðjan janúar, og að það væri í forgangi. Ég sæi því miður ekki fyrir mér að geta mætt á EM, ekki nema þá að barnið kæmi þeim mun fyrr í heiminn,“ sagði Elvar við Vísi. Elvar Ásgeirsson og Elliði Snær Viðarsson á HM í janúar síðastliðnum.EPA-EFE/Adam Ihse Elvar bendir á að sonur sinn hafi reyndar komið í heiminn þremur vikum fyrir settan dag, og kveðst að sjálfsögðu tilbúinn að fara á EM verði það sama uppi á teningnum núna. Það sé ekkert auðvelt að segja nei við stórmóti með íslenska landsliðinu, þó hann vilji svo sannarlega frekar vera til staðar þegar dóttir hans fæðist. „Fyrst þegar þetta kom í ljós þá fór ég að hugsa um að þetta skaraðist á. Svo hélt að ég væri búinn að undirbúa mig svaka vel en þegar kom að því að þurfa að segja Snorra þetta þá varð þetta svo raunverulegt, og maður svekkti sig smá. Þetta er auðvitað auðveld ákvörðun en samt ógeðslega erfið,“ sagði Elvar á milli þess sem hann málaði veggi á nýja heimilinu. Elvar segir viðbrögð Snorra Steins við tilkynningunni hafa verið mjög góð: „Algjörlega frábær. Hann og hans menn sýndu þessu fullan skilning, samglöddust manni og sögðu að svona væri bara lífið.“ Elvar Ásgeirsson á ferðinni í leik gegn Grænhöfðaeyjum á HM í byrjun þessa árs. EPA-EFE/Tamas Kovacs Elvar hefur skorað 46 mörk í 17 leikjum fyrir Ribe-Esbjerg og er liðið í 4. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, þrátt fyrir afar svekkjandi tap gegn Skanderborg, 27-26, í gærkvöld. Mosfellingurinn kom til Ribe-Esbjerg sumarið 2020, eftir að hafa spilað í Þýskalandi og Frakklandi, og skrifaði í september undir nýjan samning við danska félagið sem gildir til 2026. „Mér hefur gengið fínt. Þetta fór hægt af stað miðað við síðasta tímabil, þegar mér gekk bara mjög vel. En eftir síðasta landsleikjahlé hefur mér persónulega gengið mjög vel og liðinu hefur líka gengið framar vonum í vetur. Ég er „fit“, líður vel og gengur vel, og er með stórt hlutverk í vörn og sókn,“ segir þessi 29 ára gamli, bráðum tveggja barna faðir.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Danski handboltinn Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Sjá meira