Hjálparbeiðnum fjölgar mikið og enn meiri dýrtíð spáð í desember Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. desember 2023 21:37 Guðný er ekki í nokkrum vafa um hvers vegna beiðnum hefur fjölgað svo mikið. Verðbólgan stendur í átta prósentum og greiningardeildir bankanna spá meiri verðbólgu í desember. vísir/sigurjón Hjálparbeiðnum hefur fjölgað mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og neyðin í samfélaginu er gríðarleg. Þetta segir félagsráðgjafi hjálparsamtakanna. Verðbólgan sé augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. Við sögðum frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að metfjöldi hefði leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar og að mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð nú en áður. Þetta rímar við upplifun starfsfólks Hjálparstarfs kirkjunnar á þeirri neyð sem ríkir í samfélaginu. „Það er gríðarleg aukning hjá okkur og sérstaklega fyrir jólin og svo eru náttúrulega rosalega margir sem eru að koma aftur til okkar sem hafa ekki komið í mörg ár sem segir okkur það að róðurinn er farinn að þyngjast hjá rosalega mörgum. Þetta er náttúrulega fólk sem var komið á góðan stað fjárhagslega en það er bara komið aftur, þannig að neyðin er rosalega mikil,“ segir Guðný Helena Guðmundsdóttir. Guðný er ekki í nokkrum vafa um hvað það er sem veldur. Það er verðbólgan sem stendur nú í átta prósentum. Ekki sér fyrir endann á dýrtíðarbálinu því greiningardeild Landsbankans spáir því að verðbólgan í desember verði 8,1prósent en greiningardeild Íslandsbanka telur hana munu nema 8,3 prósentum. „Nú er hver hækkunin á fætur annarri. Veskið finnur vel til.“ Á miðnætti var lokað fyrir umsóknir um jólaaðstoð og úthlutun er hafin. Guðný segir að fyrir jólin hafi þau ætíð hækkað upphæð matarkortanna í desember en ekki í ár því þau höfðu einfaldlega ekki fjármagnið til þess. Hún biðlar til fólks og fyrirtækja. „við sendum út styrkbeiðnir í heimabankann nú fyrir jólin. Fólk getur til dæmis greitt það. Svo erum við með gjafabréf til sölu, hér eru til dæmis tvö; inneignarkort og jólagjöf fyrir börn,“ segir Guðný Helena. Þau taki líka við frjálsum framlögum. Hjálparstarf Jól Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Við sögðum frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að metfjöldi hefði leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar og að mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð nú en áður. Þetta rímar við upplifun starfsfólks Hjálparstarfs kirkjunnar á þeirri neyð sem ríkir í samfélaginu. „Það er gríðarleg aukning hjá okkur og sérstaklega fyrir jólin og svo eru náttúrulega rosalega margir sem eru að koma aftur til okkar sem hafa ekki komið í mörg ár sem segir okkur það að róðurinn er farinn að þyngjast hjá rosalega mörgum. Þetta er náttúrulega fólk sem var komið á góðan stað fjárhagslega en það er bara komið aftur, þannig að neyðin er rosalega mikil,“ segir Guðný Helena Guðmundsdóttir. Guðný er ekki í nokkrum vafa um hvað það er sem veldur. Það er verðbólgan sem stendur nú í átta prósentum. Ekki sér fyrir endann á dýrtíðarbálinu því greiningardeild Landsbankans spáir því að verðbólgan í desember verði 8,1prósent en greiningardeild Íslandsbanka telur hana munu nema 8,3 prósentum. „Nú er hver hækkunin á fætur annarri. Veskið finnur vel til.“ Á miðnætti var lokað fyrir umsóknir um jólaaðstoð og úthlutun er hafin. Guðný segir að fyrir jólin hafi þau ætíð hækkað upphæð matarkortanna í desember en ekki í ár því þau höfðu einfaldlega ekki fjármagnið til þess. Hún biðlar til fólks og fyrirtækja. „við sendum út styrkbeiðnir í heimabankann nú fyrir jólin. Fólk getur til dæmis greitt það. Svo erum við með gjafabréf til sölu, hér eru til dæmis tvö; inneignarkort og jólagjöf fyrir börn,“ segir Guðný Helena. Þau taki líka við frjálsum framlögum.
Hjálparstarf Jól Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira