Vildu ekki greiða atkvæði um Eurovision þátttöku Íslands Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. desember 2023 20:18 Hús Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Vísir/Vilhelm Stjórnarmeðlimur RÚV kveðst hafa lagt fram tillögu að ályktun vegna Eurovision þess efnis að Ísland taki ekki þátt í keppninni taki Ísrael þátt, á fundi stjórnarinnar. Hann segir fundinn hafa hafnað því að taka tillöguna til atkvæða. Varaformaður stjórnar RÚV segir trúnað ríkja á fundum stjórnarinnar. Mörður Áslaugarson, stjórnarmeðlimur RÚV segir farir sínar ekki sléttar eftir fund hjá stjórninni í færslu á Facebook síðu sinni. „Ég er í stjórn RÚV. Ég hef aldrei áður tjáð mig opinberlega um setu mína þar. Í dag get ég ekki orða bundist og er sleginn. Á fundi stjórnar lagði ég fram eftirfarandi tillögu að ályktun vegna Eurovisoin: „Stjórn RÚV ályktar að ekki verði tekið þátt í Erovision 2024 ef Ísrael tekur þátt í keppninni.“Fundurinn hafnaði því að taka þessa tillögu til atkvæða. Aðeins Margrét Tryggvadóttir studdi hana.“ Trúnaður á fundum stjórnarinnar Mörður vildi ekki tjá sig nánar um málið þegar fréttastofa náði tali af honum. Í samtali við fréttastofu segir Ingvar Smári Birgisson varaformaður stjórnar RÚV trúnað ríkja á fundum stjórnarinnar og því fáist engar upplýsingar um það sem fram fór á fundinum fyrr en fundargerð verður birt. Reynt hefur verið að ná í fleiri stjórnarmeðlimi RÚV í kvöld án árangurs. Marta Guðrún Jóhannesdóttir, einn stjórnarmeðlima, gat ekki tjáð sig um málið þegar fréttastofa náði tali af henni og vísaði á fundargerð fundarins sem vænta má að verði birt eftir næsta fund stjórnarinnar. Stjórn RÚV er skipuð af Alþingi. Formaður hennar er Silja Dögg Gunnarsdóttir og varaformaður er Ingvar Smári Birgisson. Auk þeirra eiga Rósa Kristinsdóttir, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Aron Ólafsson, Mörður, Margrét Tryggvadóttir, Þráinn Óskarsson, Diljá Ámundadóttir Zoega og Hrafnhildur Halldórsdóttir sæti í stjórninni. Fréttin hefur verið uppfærð. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Mörður Áslaugarson, stjórnarmeðlimur RÚV segir farir sínar ekki sléttar eftir fund hjá stjórninni í færslu á Facebook síðu sinni. „Ég er í stjórn RÚV. Ég hef aldrei áður tjáð mig opinberlega um setu mína þar. Í dag get ég ekki orða bundist og er sleginn. Á fundi stjórnar lagði ég fram eftirfarandi tillögu að ályktun vegna Eurovisoin: „Stjórn RÚV ályktar að ekki verði tekið þátt í Erovision 2024 ef Ísrael tekur þátt í keppninni.“Fundurinn hafnaði því að taka þessa tillögu til atkvæða. Aðeins Margrét Tryggvadóttir studdi hana.“ Trúnaður á fundum stjórnarinnar Mörður vildi ekki tjá sig nánar um málið þegar fréttastofa náði tali af honum. Í samtali við fréttastofu segir Ingvar Smári Birgisson varaformaður stjórnar RÚV trúnað ríkja á fundum stjórnarinnar og því fáist engar upplýsingar um það sem fram fór á fundinum fyrr en fundargerð verður birt. Reynt hefur verið að ná í fleiri stjórnarmeðlimi RÚV í kvöld án árangurs. Marta Guðrún Jóhannesdóttir, einn stjórnarmeðlima, gat ekki tjáð sig um málið þegar fréttastofa náði tali af henni og vísaði á fundargerð fundarins sem vænta má að verði birt eftir næsta fund stjórnarinnar. Stjórn RÚV er skipuð af Alþingi. Formaður hennar er Silja Dögg Gunnarsdóttir og varaformaður er Ingvar Smári Birgisson. Auk þeirra eiga Rósa Kristinsdóttir, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Aron Ólafsson, Mörður, Margrét Tryggvadóttir, Þráinn Óskarsson, Diljá Ámundadóttir Zoega og Hrafnhildur Halldórsdóttir sæti í stjórninni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira