Spánverjar tryggðu sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í kvennaflokki í sögunni með 1-0 sigri gegn Englendingum í úrlsitum HM í sumar og tróna nú á toppi nýs heimslista FIFA sem kom út í dag.
Spænska liðið stekkur upp um eitt sæti, líkt og Bandaríkin sem sitja í öðru sæti listans. Frakkar eru hástökkvarar efstu tíu þjóðanna og fara upp um tvö sæti, úr fimmta og upp í það þriðja.
Englendingar sitja hins vegar í stað í fjórða sæti listans, en Svíar, sem voru á toppnum á síðasta lista, falla niður í fimmta sæti. Þýskaland, Holland, Japan, Norður-Kórea og Kanada eru einnig á topp tíu.
Stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu falla niður um eitt sæti og sitja nú í 15. sæti.