Stöð 2 Sport
Subway Körfuboltakvöld kvenna er á dagskrá kl. 21:00 en um er að ræða jólaþátt þar sem farið verður yfir það sem hefur gerst í deildinni þetta haustið.
Stöð 2 Sport 2
Leikur AC Milan og Monza í Serie A er á dagskrá klukkan 11:20 og Fiorentina og Verona mætast í sömu deild klukkan 13:50. Klukkan 17:55 fer NFL-deildin af stað en leikur Green Bay Packers og Tampa Bay Buccaneers verður í beinni útsendingu.
Klukkan 21:20 verður síðan leikur Buffalo Bills og Dallas Cowboys sýndur beint.
Stöð 2 Sport 3
Leikur Nantes og Brest í Ligue 1 í Frakklandi verður í beinni útsendingu klukkan 12:55. NFL Red Zone verður síðan með beina útsendingu frá 17:45 en þar verður fylgst með öllum leikjum dagsins í NFL-deildinni.
Vodafone Sport
Útsending frá heimsmeistaramótinu í pílukasti hefst klukkan 12:25. Klukkan 16:30 verður leikur Leverkusen og Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni sýndur. Klukkan 23:05 er komið að leik Carolina Hurricanes og Washington Capitals í NHL-deildinni í íshokký.