Fólk geti komið sér í þannig ógöngur að ekki sé hægt að bjarga því Jón Þór Stefánsson skrifar 19. desember 2023 12:57 „Það eru ákveðin svæði nálægt svona gossprungum þar sem við sendum ekkert fólk inn á, af öryggisástæðum,“ segir Víðir sem tekur þó fram að ef fólk lendi í ógögnum skuli það hringja í neyðarlínuna. Vísir/Vilhelm/Ívar Fannar Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, biðlar til fólks að fylgja fyrirmælum stjórnvalda varðandi eldgosið. Fólk sem fari að gosinu í óleyfi geti komið sér í þá stöðu að ekki verði hægt að bjarga því. „Það er bara þannig að á meðan við erum að átta okkur á umfangi svona atburða þá vitum við ekki nákvæmlega hvernig hætturnar liggja. Þannig þetta er bara hefðbundið að gera þetta,“ segir Víðir um svæði í kringum gossprunguna sem er lokað almenningu. Hann bendir á að gosið sé stórt og hraunið sé þunnfljótandi og renni því hraðar enn í fyrri gosum. Jafnframt geti mikið gas verið á vettvangi, sem geti til að mynda rutt súrefni frá í ákveðnum aðstæðum án þess að fólk verði vart við. „Þetta er hættulegt svæði. Á meðan við erum að skoða þetta biðjum við fólk að vinna þetta með okkur og vera ekki að fara að þessu. Þetta sést ágætlega úr fjarlægð,“ segir Víðir sem bætir við að unnið verði að því að setja upp góðan útsýnisstað. Í fyrri gosum hafa ítrekað komið upp dæmi þar sem fólk fer þvert á fyrirmæli stórnvalda. Aðspurður út í hvað fólk eigi að gera lendi það í ógöngum segir Víðir: „Við biðjum alla sem lenda í útgögnum að hringja í 112 og láta vita af sér og við getum þá metið hvað við getum gert. En það eru ákveðin svæði nálægt svona gossprungum þar sem við sendum ekkert fólk inn á, af öryggisástæðum. Einhverjir geta komið sér í þau vandræði að við eigum enga möguleika á að hjálpa þeim.“ Víðir segir að það verði metið í dag hvort Grindvíkingum verði hleypt aftur í bæinn. Hann segir að beðið sé eftir niðurstöðum af fundi vísindamanna til að taka slíka ákvörðun. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Það er bara þannig að á meðan við erum að átta okkur á umfangi svona atburða þá vitum við ekki nákvæmlega hvernig hætturnar liggja. Þannig þetta er bara hefðbundið að gera þetta,“ segir Víðir um svæði í kringum gossprunguna sem er lokað almenningu. Hann bendir á að gosið sé stórt og hraunið sé þunnfljótandi og renni því hraðar enn í fyrri gosum. Jafnframt geti mikið gas verið á vettvangi, sem geti til að mynda rutt súrefni frá í ákveðnum aðstæðum án þess að fólk verði vart við. „Þetta er hættulegt svæði. Á meðan við erum að skoða þetta biðjum við fólk að vinna þetta með okkur og vera ekki að fara að þessu. Þetta sést ágætlega úr fjarlægð,“ segir Víðir sem bætir við að unnið verði að því að setja upp góðan útsýnisstað. Í fyrri gosum hafa ítrekað komið upp dæmi þar sem fólk fer þvert á fyrirmæli stórnvalda. Aðspurður út í hvað fólk eigi að gera lendi það í ógöngum segir Víðir: „Við biðjum alla sem lenda í útgögnum að hringja í 112 og láta vita af sér og við getum þá metið hvað við getum gert. En það eru ákveðin svæði nálægt svona gossprungum þar sem við sendum ekkert fólk inn á, af öryggisástæðum. Einhverjir geta komið sér í þau vandræði að við eigum enga möguleika á að hjálpa þeim.“ Víðir segir að það verði metið í dag hvort Grindvíkingum verði hleypt aftur í bæinn. Hann segir að beðið sé eftir niðurstöðum af fundi vísindamanna til að taka slíka ákvörðun.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira