Van Gerwen og Barry mættust í síðustu viðureign dagsins í Alexandra Palace og eftir að hafa hikstað örlítið í fyrsta legg setti sá hollenski í fluggírinn. Hann vann fyrsta settið 3-1, sem og það næsta, áður en hann tryggði sér sigur í leiknum með 3-0 sigri í þriðja settinu.
Dominance from Michael van Gerwen... ✅
— PDC Darts (@OfficialPDC) December 19, 2023
📺 https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts pic.twitter.com/dGtJfMYbNq
Hins vegar er Englendingurinn James Wade óvænt fallinn úr leik eftir tap gegn Kanadamanninum Matt Campbell. Wade situr í 13. sæti heimslista PDC, en Campbell í 57. sæti, og því bjuggust flestir við því að sá fyrrnefndi myndi tryggja sér sæti í 32-manna úrslitum.
Wade vann fyrsta settið 3-1 áður en Campbell jafnaði metin með 3-1 sigri í örðu setti. Aftur vann Wade 3-1 í þriðja setti, en 3-0 sigur Campbell í fjórða settinu tryggði Kanadmanninum möguleika á óvæntum sigri í oddasetti.
Fór það svo að Campbell vann oddasettið 3-1 og er þar með kominn í 32-manna úrslit á kostnað James Wade sem situr eftir með sárt ennið.
CAMPBELL STUNS WADE! 🇨🇦
— PDC Darts (@OfficialPDC) December 19, 2023
What a moment for Matt Campbell, who produces one of the performances of his career to dump out four-time semi-finalist James Wade!
Wade becomes the first seed to crash out of this year's tournament! 😳
📺 https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | R1 pic.twitter.com/pzeieQuxUD
Öll úrslit dagsins
Ian White 1-3 Tomoya Goto
Ritchie Edhouse 2-3 Jeffrey de Graaf
Keegan Brown 1-3 Boris Krcmar
James Wade 2-3 Matt Campbell
Steve Beaton 3-1 Wessel Nijman
Mike De Decker 3-0 Dragutin Horvat
Ricardo Pietreczko 3-0 Mikuru Suzuki
Michael van Gerwen 3-0 Keane Barry