Þrengir að Manchester United í janúarglugganum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2023 14:01 Bruno Fernandes er í flokki fárra góðra kaupa Manchester United á síðustu misserum. Getty/Clive Brunskill Manchester United hefur ekki mikla möguleika að fjárfesta í nýjum leikmönnum í janúar og ástæður þess eru fjármagnsreglur ensku úrvalsdeildarinnar. United varar stuðningsmenn sína við því að búast ekki við stórkaupum þótt mörgum þeirra finnist þörf vera á slíku. United hefur eytt stórum fjárhæðum í leikmenn undanfarin ár en flest þeirra kaupa hafa ekki gengið upp. Það breytir ekki því að peningaeyðslan þrengir nú að félaginu. Everton missti tíu stig í nóvember vegna brota á fjármagnsreglum og United fékk 257 þúsund punda sekt í júlí fyrir minniháttar brot á rekstrarreglum UEFA. Collette Roche, yfirrekstrarstjóri Manchester United, sagði á umræðusíðu stuðningsmanna United að félagið þyrfti að sýna mikinn aga þegar kemur að því að eyða peningum í nýja leikmenn í framtíðinni. Hún var ekkert að fela stöðuna fyrir stuðningsmönnum. „Við búumst ekki við því að gera mikið á markaðnum í janúar. Það er alltaf möguleiki á einhverjum breytingum á leikmannahópnum og ekki síst þegar kemur að því að finna tækifæri fyrir leikmenn sem eru ekki að spila eins mikið og þeir vilja,“ sagði Collette Roche en ESPN segir frá. „Við höfum alltaf talað um að við horfum ekki mikið á janúarmánuð sem ákjósanlegan tíma til að kaupa inn leikmenn og við einbeitum okkur frekar að sumarglugganum,“ sagði Roche. United hefur þegar samþykkt að lána hollenska miðjumanninn Donny van de Beek til þýska félagsins Eintracht Frankfurt og það er líka líklegt að Jadon Sancho fari frá United. #mufc Chief Operating Officer Collette Roche:"We have been consistent in saying we do not see January as the optimal time to do business." via @sistoney67 pic.twitter.com/T3YSjPlBYR— United & Everything Football (@ManUnitedBall) December 19, 2023 Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Sjá meira
United varar stuðningsmenn sína við því að búast ekki við stórkaupum þótt mörgum þeirra finnist þörf vera á slíku. United hefur eytt stórum fjárhæðum í leikmenn undanfarin ár en flest þeirra kaupa hafa ekki gengið upp. Það breytir ekki því að peningaeyðslan þrengir nú að félaginu. Everton missti tíu stig í nóvember vegna brota á fjármagnsreglum og United fékk 257 þúsund punda sekt í júlí fyrir minniháttar brot á rekstrarreglum UEFA. Collette Roche, yfirrekstrarstjóri Manchester United, sagði á umræðusíðu stuðningsmanna United að félagið þyrfti að sýna mikinn aga þegar kemur að því að eyða peningum í nýja leikmenn í framtíðinni. Hún var ekkert að fela stöðuna fyrir stuðningsmönnum. „Við búumst ekki við því að gera mikið á markaðnum í janúar. Það er alltaf möguleiki á einhverjum breytingum á leikmannahópnum og ekki síst þegar kemur að því að finna tækifæri fyrir leikmenn sem eru ekki að spila eins mikið og þeir vilja,“ sagði Collette Roche en ESPN segir frá. „Við höfum alltaf talað um að við horfum ekki mikið á janúarmánuð sem ákjósanlegan tíma til að kaupa inn leikmenn og við einbeitum okkur frekar að sumarglugganum,“ sagði Roche. United hefur þegar samþykkt að lána hollenska miðjumanninn Donny van de Beek til þýska félagsins Eintracht Frankfurt og það er líka líklegt að Jadon Sancho fari frá United. #mufc Chief Operating Officer Collette Roche:"We have been consistent in saying we do not see January as the optimal time to do business." via @sistoney67 pic.twitter.com/T3YSjPlBYR— United & Everything Football (@ManUnitedBall) December 19, 2023
Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Sjá meira