Tveggja milljarða króna fjármögnun lokið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2023 16:25 Karl Kári Másson, Eva Dögg Jóhannesdóttir, Garðar Sigþórsson, Jóhannes Gíslason og Eyþór Helgason gengu til liðs við Geo Salmo fyrir rúmu ári. Geo Salmo hefur lokið tveggja milljarða króna fjármögnun með þátttöku norskra, sænskra, íslenskra og hollenskra fjárfesta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að þessi niðurstaða geri félaginu, sem undirbýr uppbyggingu hátæknilandeldis á laxi, kleift að hefja þegar í stað framkvæmdir við fiskeldisstöðvar sínar við Þorlákshöfn ásamt því að halda áfram þeirri „kröftugu þróun“ sem félagið hafi unnið að á undanförnum misserum. „Þetta er mikilvægur áfangi fyrir okkur og tryggir félaginu fjármagn til að taka næstu skref á vegferð þess. Við erum gríðarlega ánægð með þann hóp fjárfesta sem kemur að verkefninu núna og þeirra reynsla og tengsl munu nýtast okkur afskaplega vel í uppbyggingu verkefnis okkar,“ segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri Geo Salmo. „Þetta sýnir jafnframt trú fjárfesta á okkar sýn á landeldi, tækni okkar og teymi.“ Breiður hópur öflugra fjárfesta frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Hollandi hafi bæst í hluthafahópinn í þessari hlutafjáraukningu og myndað sterkan grunn fyrir áframhaldandi áform félagsins. Meðal fjárfesta sem komi nýir að verkefninu núna séu Skel fjárfestingafélag, eigendur sjávarútvegsfélagsins Eskju og Úthafsskip ásamt norsku iðnaðarsamsteypunni Endúr ASA og tengdum aðilum og hollenska fiskvinnslu- og dreifingarfyrirtækinu Adri & Zoon. Í stjórn félagsins koma inn, eftir hlutafjáraukninguna, Pål Reiulf Olsen, stjórnarformaður Endúr og reyndur norskur stjórnarmaður tengdur fiskeldi, iðnaði og fjármálamörkuðum og Marinella Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Úthafsskipa. Munu þau skipa stjórn félagsins ásamt stofnanda og aðaleiganda GeoSalmo, Aðalsteini Jóhannssyni. „GeoSalmo leggur í uppbyggingu sinni áherslu á öruggt og heilbrigt umhverfi eldisfisks, umhverfisvæna framleiðslu og stöðuga afhendingu afurða. Fyrirtækið nýtir sannreyndar fiskeldislausnir og byggir að auki á þeim ótvíræðu styrkleikum sem íslenskt umhverfi býr yfir og nýtist við uppbyggingu landeldis,“ segir í tilkynningu. GeoSalmo áformar byggingu 24.000 tonna fiskeldisstöðvar í Ölfusi, við Þorlákshöfn. „Fyrirtækið stefnir á að verða leiðandi aðili í þróun fiskeldis á landi á Íslandi og leggur áherslu á að starfsemi þess sé í góðri sátt við umhverfi og samfélag. Félagið hefur þegar lokið umhverfismati og skipulagsvinnu auk þess að hafa gert samning við Orku Náttúrunnar um 28 megawött af rafmagni til langs tíma fyrir alla uppbyggingu landeldistöðvarinnar og fullan rekstur hennar. Geo Salmo ætlar sér að skapa hágæðavöru til útflutnings.“ Fiskeldi Ölfus Landeldi Tengdar fréttir Sjóðurinn IS Haf fjárfestir í Thor Landeldi og eignast yfir helmingshlut Fjárfestingarsjóður sem einblínir á haftengda starfsemi hefur gengið frá samningum um fjárfestingu í Thor Landeldi sem mun tryggja honum yfir helmingshlut í eldisfyrirtækinu sem áformar uppbyggingu á tuttugu þúsund tonna laxeldi í Þorlákshöfn. Ásamt sjóðnum IS Haf munu reynslumiklir norskir fjárfestar úr laxeldi koma að fjárfestingunni. 21. september 2023 15:18 Fyrsti áfangi landeldis í Eyjum mun kosta 25 milljarða Félagið Icelandic Land Farmed Salmon (ILFS) vinnur að því að koma á fót landeldi á laxi í Vestmannaeyjum. Horft er til þess að framleiða í fyrsta áfanga um 15 þúsund tonn af laxi á seinni hluta árs 2027 með mögulega stækkun í 30 þús tonn. Um er að ræða um 25 milljarða króna fjárfestingu í fyrsta áfanga. Starfsmenn verða um 100. 25. febrúar 2023 11:00 Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Sjá meira
Þar segir að þessi niðurstaða geri félaginu, sem undirbýr uppbyggingu hátæknilandeldis á laxi, kleift að hefja þegar í stað framkvæmdir við fiskeldisstöðvar sínar við Þorlákshöfn ásamt því að halda áfram þeirri „kröftugu þróun“ sem félagið hafi unnið að á undanförnum misserum. „Þetta er mikilvægur áfangi fyrir okkur og tryggir félaginu fjármagn til að taka næstu skref á vegferð þess. Við erum gríðarlega ánægð með þann hóp fjárfesta sem kemur að verkefninu núna og þeirra reynsla og tengsl munu nýtast okkur afskaplega vel í uppbyggingu verkefnis okkar,“ segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri Geo Salmo. „Þetta sýnir jafnframt trú fjárfesta á okkar sýn á landeldi, tækni okkar og teymi.“ Breiður hópur öflugra fjárfesta frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Hollandi hafi bæst í hluthafahópinn í þessari hlutafjáraukningu og myndað sterkan grunn fyrir áframhaldandi áform félagsins. Meðal fjárfesta sem komi nýir að verkefninu núna séu Skel fjárfestingafélag, eigendur sjávarútvegsfélagsins Eskju og Úthafsskip ásamt norsku iðnaðarsamsteypunni Endúr ASA og tengdum aðilum og hollenska fiskvinnslu- og dreifingarfyrirtækinu Adri & Zoon. Í stjórn félagsins koma inn, eftir hlutafjáraukninguna, Pål Reiulf Olsen, stjórnarformaður Endúr og reyndur norskur stjórnarmaður tengdur fiskeldi, iðnaði og fjármálamörkuðum og Marinella Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Úthafsskipa. Munu þau skipa stjórn félagsins ásamt stofnanda og aðaleiganda GeoSalmo, Aðalsteini Jóhannssyni. „GeoSalmo leggur í uppbyggingu sinni áherslu á öruggt og heilbrigt umhverfi eldisfisks, umhverfisvæna framleiðslu og stöðuga afhendingu afurða. Fyrirtækið nýtir sannreyndar fiskeldislausnir og byggir að auki á þeim ótvíræðu styrkleikum sem íslenskt umhverfi býr yfir og nýtist við uppbyggingu landeldis,“ segir í tilkynningu. GeoSalmo áformar byggingu 24.000 tonna fiskeldisstöðvar í Ölfusi, við Þorlákshöfn. „Fyrirtækið stefnir á að verða leiðandi aðili í þróun fiskeldis á landi á Íslandi og leggur áherslu á að starfsemi þess sé í góðri sátt við umhverfi og samfélag. Félagið hefur þegar lokið umhverfismati og skipulagsvinnu auk þess að hafa gert samning við Orku Náttúrunnar um 28 megawött af rafmagni til langs tíma fyrir alla uppbyggingu landeldistöðvarinnar og fullan rekstur hennar. Geo Salmo ætlar sér að skapa hágæðavöru til útflutnings.“
Fiskeldi Ölfus Landeldi Tengdar fréttir Sjóðurinn IS Haf fjárfestir í Thor Landeldi og eignast yfir helmingshlut Fjárfestingarsjóður sem einblínir á haftengda starfsemi hefur gengið frá samningum um fjárfestingu í Thor Landeldi sem mun tryggja honum yfir helmingshlut í eldisfyrirtækinu sem áformar uppbyggingu á tuttugu þúsund tonna laxeldi í Þorlákshöfn. Ásamt sjóðnum IS Haf munu reynslumiklir norskir fjárfestar úr laxeldi koma að fjárfestingunni. 21. september 2023 15:18 Fyrsti áfangi landeldis í Eyjum mun kosta 25 milljarða Félagið Icelandic Land Farmed Salmon (ILFS) vinnur að því að koma á fót landeldi á laxi í Vestmannaeyjum. Horft er til þess að framleiða í fyrsta áfanga um 15 þúsund tonn af laxi á seinni hluta árs 2027 með mögulega stækkun í 30 þús tonn. Um er að ræða um 25 milljarða króna fjárfestingu í fyrsta áfanga. Starfsmenn verða um 100. 25. febrúar 2023 11:00 Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Sjá meira
Sjóðurinn IS Haf fjárfestir í Thor Landeldi og eignast yfir helmingshlut Fjárfestingarsjóður sem einblínir á haftengda starfsemi hefur gengið frá samningum um fjárfestingu í Thor Landeldi sem mun tryggja honum yfir helmingshlut í eldisfyrirtækinu sem áformar uppbyggingu á tuttugu þúsund tonna laxeldi í Þorlákshöfn. Ásamt sjóðnum IS Haf munu reynslumiklir norskir fjárfestar úr laxeldi koma að fjárfestingunni. 21. september 2023 15:18
Fyrsti áfangi landeldis í Eyjum mun kosta 25 milljarða Félagið Icelandic Land Farmed Salmon (ILFS) vinnur að því að koma á fót landeldi á laxi í Vestmannaeyjum. Horft er til þess að framleiða í fyrsta áfanga um 15 þúsund tonn af laxi á seinni hluta árs 2027 með mögulega stækkun í 30 þús tonn. Um er að ræða um 25 milljarða króna fjárfestingu í fyrsta áfanga. Starfsmenn verða um 100. 25. febrúar 2023 11:00