Tæmdu hillur King Kong á níutíu sekúndum Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2023 13:05 Brotist var inn í verslunina King Kong á Höfðabakka í nótt, þar sem þjófar tæmdu hillur vape verslunarinnar ofan í töskur og hlupu síðan á brott. Eigandi verslunarinnar segir tjónið töluvert. Myndband úr upptökum öryggismyndavélar í versluninni sýnir tvo menn nota kúbein til að spenna upp hurðina. Því næst tæmdu þeir úr hillum verslunarinnar ofan í töskur sem þeir voru með. Jón Þór Ágústsson, eigandi King Kong á Höfðabakka, segist ekki vera búinn að ná utan um tjónið enn. Örtröðin hafi verið mikil síðustu daga þar sem hann ætlar að vera með opið alla daga um jólin. Hann segir þó að mennirnir hafi tekið bikið af vape-búnaði og öðrum vörum og tjónið sé töluvert. „Maður var spenntur fyrir því að hafa opið en þetta er leiðinleg byrjun á jólatörninni,“ segir Jón Þór. Hann segist hafa vitað hvað gerðist um leið og hann sá hurðina utan frá. Myndbandið gefur til kynna að mennirnir hafi vitað hvað þeir vildu úr versluninni og voru þeir þar inni í rétt rúma eina og hálfa mínútu. Þeir gerðu ekki tilraun til opna peningakassa verslunarinnar, né litu þeir innar í húsnæðið eftir verðmætum, þar sem þeir hefðu samkvæmt Jóni getað fundið tvær fartölvur Jón Þór opnaði verslunina fyrir þremur mánuðum en er nýbúinn að kaupa húsnæðið því hann stefni á að útvíkka verslunina og opna sjoppu. Hann segir að frá upphafi hafi hann í raun átt von á innbroti sem þessu þar sem verslunin sé nánast á iðnaðarsvæði og umferð sé mjög lítil á næturnar. Jón Þór segist ekki vita hvað mennirnir ætli sér að gera við vörurnar, þar sem þeir geti ekki komið þeim í verð án þess að það spyrjist út. „Reyndar er komin ný reglugerð sem bannar flestar þessara græja á næsta ári. Kannski voru þeir æstir útaf því,“ segir Jón Þór. Jón Þór segist vona að þjófarnir finnist. „Það er vonandi að þeir finnist svo hægt verði að láta þá taka afleiðingunum gagnvart lögunum,“ segir Jón Þór. „Maður reynir að horfa á björtu hliðarnar og halda áfram.“ Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Myndband úr upptökum öryggismyndavélar í versluninni sýnir tvo menn nota kúbein til að spenna upp hurðina. Því næst tæmdu þeir úr hillum verslunarinnar ofan í töskur sem þeir voru með. Jón Þór Ágústsson, eigandi King Kong á Höfðabakka, segist ekki vera búinn að ná utan um tjónið enn. Örtröðin hafi verið mikil síðustu daga þar sem hann ætlar að vera með opið alla daga um jólin. Hann segir þó að mennirnir hafi tekið bikið af vape-búnaði og öðrum vörum og tjónið sé töluvert. „Maður var spenntur fyrir því að hafa opið en þetta er leiðinleg byrjun á jólatörninni,“ segir Jón Þór. Hann segist hafa vitað hvað gerðist um leið og hann sá hurðina utan frá. Myndbandið gefur til kynna að mennirnir hafi vitað hvað þeir vildu úr versluninni og voru þeir þar inni í rétt rúma eina og hálfa mínútu. Þeir gerðu ekki tilraun til opna peningakassa verslunarinnar, né litu þeir innar í húsnæðið eftir verðmætum, þar sem þeir hefðu samkvæmt Jóni getað fundið tvær fartölvur Jón Þór opnaði verslunina fyrir þremur mánuðum en er nýbúinn að kaupa húsnæðið því hann stefni á að útvíkka verslunina og opna sjoppu. Hann segir að frá upphafi hafi hann í raun átt von á innbroti sem þessu þar sem verslunin sé nánast á iðnaðarsvæði og umferð sé mjög lítil á næturnar. Jón Þór segist ekki vita hvað mennirnir ætli sér að gera við vörurnar, þar sem þeir geti ekki komið þeim í verð án þess að það spyrjist út. „Reyndar er komin ný reglugerð sem bannar flestar þessara græja á næsta ári. Kannski voru þeir æstir útaf því,“ segir Jón Þór. Jón Þór segist vona að þjófarnir finnist. „Það er vonandi að þeir finnist svo hægt verði að láta þá taka afleiðingunum gagnvart lögunum,“ segir Jón Þór. „Maður reynir að horfa á björtu hliðarnar og halda áfram.“
Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira