Í ályktun samtakanna, sem heita Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, segir að ógerlegt sé að hafa gildi Eurovision um „alþjóðleg samskipti, skilning og sameiningu fólks í hávegum undir þessum kringumstæðum“ og er vísað til innrásar Ísraela á Gasaströndina sem talin er hafa kostað að minnsta kosti tuttugu þúsund manns lífið.
„FÁSES skorar því á RÚV að senda hvorki sigurvegara Söngvakeppninnar né annan fulltrúa til þátttöku í Eurovision 2024 nema Ísrael taki ekki þátt í keppninni.”
Nýleg könnun Prósents sýndi að þrír af hverjum fjórum Íslendingum vilja útiloka Ísrael frá þátttöku í Eurovision í Malmö í Svíþjóð í maí.