Gríðarleg spenna í Bundesliga: Sjö liða fallbarátta Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. desember 2023 14:00 Rúnar Sigtryggsson stýrir Leipzig, einu sjö liða sem flýja fallsæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Hendrik Schmidt/DPA via Getty Images Spennan er gríðarmikil í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, aðeins tveimur stigum munar milli sjö liða sem öll forðast fallsætið. Sex stiga munur er milli 17. sætis og 6. sætis. Balingen, félagið sem Oddur Grétarsson og Daníel Ingason leika með, situr í neðsta sæti deildarinnar með 7 stig. Eisenach eru fyrir ofan þá í hinu fallsætinu, með 13 stig, jafnt og Bergischer, Stuttgart og Hamburg í sætunum fyrir ofan. Arnór Þór Gunnarsson leikur með Bergischer en Stuttgart og Hamburg hafa engan Íslending innanborðs. Þar fyrir ofan eru svo Lemgo og Leipzig með 14 og 15 stig. Tvö stig fást fyrir sigur, eitt fyrir jafntefli og núll fyrir tap. Það munar því ansi mjóu milli liðanna sjö og ekki er langt í næstu lið þar fyrir ofan. Burgdorf, sem situr í 6. sæti deildarinnar, er aðeins með 19 stig. Leipzig er vel skipað Íslendingum, Viggó Kristjánsson og Andri Már Rúnarsson eru leikmenn liðsins. Faðir Andra, Rúnar Sigtryggsson, er þjálfari Leipzig. BUNDESLIGA‼️The battle for avoiding the last relegation spot in the Bundesliga🤯Results from today:Bergischer 23-28 WetzlarStuttgart 32-31 Rhein-Neckar LöwenEisenach 28-26 ErlangenLemgo ?-? HSV#handball pic.twitter.com/Hn0OfvRz56— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 23, 2023 Flest hafa liðin leikið 19 leiki af 34, að undanskildum Erlangen sem getur jafnað Lemgo og Leipzig að stigum með sigri í næsta leik sínum gegn Lemgo. Einn leikur á eftir að spilast þann 31. desember, milli Gummersbach og Kiel sem eru bæði í efri hlutanum, deildin fer svo í langt frí eftir áramót og hefst að nýju þegar heimsmeistaramótinu lýkur. Þýski handboltinn Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Balingen, félagið sem Oddur Grétarsson og Daníel Ingason leika með, situr í neðsta sæti deildarinnar með 7 stig. Eisenach eru fyrir ofan þá í hinu fallsætinu, með 13 stig, jafnt og Bergischer, Stuttgart og Hamburg í sætunum fyrir ofan. Arnór Þór Gunnarsson leikur með Bergischer en Stuttgart og Hamburg hafa engan Íslending innanborðs. Þar fyrir ofan eru svo Lemgo og Leipzig með 14 og 15 stig. Tvö stig fást fyrir sigur, eitt fyrir jafntefli og núll fyrir tap. Það munar því ansi mjóu milli liðanna sjö og ekki er langt í næstu lið þar fyrir ofan. Burgdorf, sem situr í 6. sæti deildarinnar, er aðeins með 19 stig. Leipzig er vel skipað Íslendingum, Viggó Kristjánsson og Andri Már Rúnarsson eru leikmenn liðsins. Faðir Andra, Rúnar Sigtryggsson, er þjálfari Leipzig. BUNDESLIGA‼️The battle for avoiding the last relegation spot in the Bundesliga🤯Results from today:Bergischer 23-28 WetzlarStuttgart 32-31 Rhein-Neckar LöwenEisenach 28-26 ErlangenLemgo ?-? HSV#handball pic.twitter.com/Hn0OfvRz56— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 23, 2023 Flest hafa liðin leikið 19 leiki af 34, að undanskildum Erlangen sem getur jafnað Lemgo og Leipzig að stigum með sigri í næsta leik sínum gegn Lemgo. Einn leikur á eftir að spilast þann 31. desember, milli Gummersbach og Kiel sem eru bæði í efri hlutanum, deildin fer svo í langt frí eftir áramót og hefst að nýju þegar heimsmeistaramótinu lýkur.
Þýski handboltinn Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira