Sjá til þess að allir fái jólamat Bjarki Sigurðsson skrifar 24. desember 2023 10:56 Líkt og ár hvert stendur Rósý Sigþórsdóttir, forstöðumaður Kaffistofu Samhjálpar, vaktina á aðfangadag. Vísir/Steingrímur Dúi Hátt í þrjú hundruð manns munu borða hátíðarhádegismat á Kaffistofu Samhjálpar í dag. Forstöðumaður segir þá sem mæta vera afar þakklátir en þeim fer fjölgandi sem þurfa á aðstoðinni að halda. Fyrir jólin í ár hefur verið fjallað um þann metfjölda sem þarf á fjárhagsaðstoð að halda en hjálparbeiðnum til hjálparsamtaka hefur rignt inn dagana fyrir jól. „Við ætlum að bjóða upp á hamborgarhrygg, alls konar lambakjöt, meðlæti, rjómasósu og súpu. Þetta er mestmegnis gjafamatur frá fyrirtækjum og einstaklingum. Við erum þeim afskaplega þakklát, því annars gætum við ekki haft svona frábæran mat eins og er núna,“ segir Rósý Sigþórsdóttir, forstöðumaður Kaffistofu Samhjálpar. Hún segir fólkið sem mætir vera afar þakklátt. „Það hefur engin önnur hús að fara í til þess að fá svona hlýjar og góðar móttökur og góðan mat. Þannig þetta er staðurinn þeirra til að borða. Þau eru svo þakklát og það gefur mér allt að fá þakklætið frá þeim þegar þau eru að þakka fyrir sig og fara,“ segir Rósý. Hún segir Samhjálp hafa fundið fyrir fjölgun þeirra sem þurfa á aðstoð að halda. „Það er alltaf fjölgun frá ári til árs. Það er ekkert minna hér en hefur verið undanfarin tvö, þrjú ár þannig við finnum alveg vel fyrir því,“ segir Rósý. Samhjálp býður upp á hádegismat fyrir þá sem þurfa á honum að halda allar hátíðarnar en meðal þess sem verður á boðstólnum næstu daga er hangikjöt, kalkúnn og fleira. Hjálparstarf Jól Reykjavík Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Fyrir jólin í ár hefur verið fjallað um þann metfjölda sem þarf á fjárhagsaðstoð að halda en hjálparbeiðnum til hjálparsamtaka hefur rignt inn dagana fyrir jól. „Við ætlum að bjóða upp á hamborgarhrygg, alls konar lambakjöt, meðlæti, rjómasósu og súpu. Þetta er mestmegnis gjafamatur frá fyrirtækjum og einstaklingum. Við erum þeim afskaplega þakklát, því annars gætum við ekki haft svona frábæran mat eins og er núna,“ segir Rósý Sigþórsdóttir, forstöðumaður Kaffistofu Samhjálpar. Hún segir fólkið sem mætir vera afar þakklátt. „Það hefur engin önnur hús að fara í til þess að fá svona hlýjar og góðar móttökur og góðan mat. Þannig þetta er staðurinn þeirra til að borða. Þau eru svo þakklát og það gefur mér allt að fá þakklætið frá þeim þegar þau eru að þakka fyrir sig og fara,“ segir Rósý. Hún segir Samhjálp hafa fundið fyrir fjölgun þeirra sem þurfa á aðstoð að halda. „Það er alltaf fjölgun frá ári til árs. Það er ekkert minna hér en hefur verið undanfarin tvö, þrjú ár þannig við finnum alveg vel fyrir því,“ segir Rósý. Samhjálp býður upp á hádegismat fyrir þá sem þurfa á honum að halda allar hátíðarnar en meðal þess sem verður á boðstólnum næstu daga er hangikjöt, kalkúnn og fleira.
Hjálparstarf Jól Reykjavík Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira