Lögregla rannsakar nú skotárás sem varð í íbúð í Hafnarfirði í gærkvöld. Mikill viðbúnaður var á svæðinu en enginn slasaðist.
Sjötíu manns hið minnsta létust í loftárásum Ísraelsmanna á Al-Maghazi flóttamannabúðirnar á Gasa-ströndinni á aðfangadagskvöld. Rúmlega 20 þúsund manns hafa fallið á Gasa frá því stríð hófst.
Þá forvitnumst við um manninn sem Repúblikanaflokkurinn í Flórída hafði valið til að leiða flokkinn í gegnum forsetakosningarnar og heyrum frá guðsþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.