Ratcliffe má aldrei gagnrýna Glazer-fjölskylduna Sindri Sverrisson skrifar 28. desember 2023 11:00 Laxveiðimaðurinn Jim Ratcliffe er að eignast fjórðungshlut í Manchester United og mun sjá um fótboltalegan rekstur félagsins. Getty/Peter Byrne Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe verður að gæta þess að gagnrýna aldrei opinberlega þá Avram og Joe Glazer, eftir að hafa eignast 25% hlut í enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Tilkynnt var um kaup Ratcliffe á aðfangadag. Glazer-fjölskyldan á áfram meirihluta í félaginu en Ratcliffe mun sjá um fótboltarekstur félagsins, og þar með til dæmis hafa umsjón með kaupum og sölum á leikmönnum. Óhætt er að segja að hin bandaríska Glazer-fjölskylda hafi verið óvinsæl hjá stuðningsmönnum United í gegnum tíðina, eða frá því að hún eignaðist félagið árið 2005. Glazer-fjölskyldan verður hins vegar ekki gagnrýnd af Ratcliffe því samkvæmt frétt The Times er ein af klásúlum kaupsamningsins sú að hann megi það ekki. Að sama skapi má Glazer-fjölskyldan ekki gagnrýna Ratcliffe opinberlega. Þetta kemur fram í skjali sem skilað var inn til kauphallarinnar í New York vegna sölunnar. Sir Jim Ratcliffe and the Glazers agree not to criticise each other under a mutual non-disparagement clause as part of #MUFC deal https://t.co/ShH1JuFUZa— James Ducker (@TelegraphDucker) December 28, 2023 Í skjalinu er einnig staðfest að tveir fulltrúar úr fyrirtæki Ratcliffe, INEOS, taki sæti í stjórn United en það eru þeir Sir Dave Brailsford og Jean-Claude Blanc. Verðið á 25% hlutnum sem Ratcliffe eignaðist er 1.250 milljónir punda, eða jafnvirði um 217 milljarða íslenskra króna. Búist er við að kaupin verði samþykkt af ensku úrvalsdeildinni áður en langt um líður en þó að það sé ekki frágengið munu allar aðgerðir United á félagaskiptamarkaðnum núna í janúar þurfa að njóta samþykkis INEOS. Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Tilkynnt var um kaup Ratcliffe á aðfangadag. Glazer-fjölskyldan á áfram meirihluta í félaginu en Ratcliffe mun sjá um fótboltarekstur félagsins, og þar með til dæmis hafa umsjón með kaupum og sölum á leikmönnum. Óhætt er að segja að hin bandaríska Glazer-fjölskylda hafi verið óvinsæl hjá stuðningsmönnum United í gegnum tíðina, eða frá því að hún eignaðist félagið árið 2005. Glazer-fjölskyldan verður hins vegar ekki gagnrýnd af Ratcliffe því samkvæmt frétt The Times er ein af klásúlum kaupsamningsins sú að hann megi það ekki. Að sama skapi má Glazer-fjölskyldan ekki gagnrýna Ratcliffe opinberlega. Þetta kemur fram í skjali sem skilað var inn til kauphallarinnar í New York vegna sölunnar. Sir Jim Ratcliffe and the Glazers agree not to criticise each other under a mutual non-disparagement clause as part of #MUFC deal https://t.co/ShH1JuFUZa— James Ducker (@TelegraphDucker) December 28, 2023 Í skjalinu er einnig staðfest að tveir fulltrúar úr fyrirtæki Ratcliffe, INEOS, taki sæti í stjórn United en það eru þeir Sir Dave Brailsford og Jean-Claude Blanc. Verðið á 25% hlutnum sem Ratcliffe eignaðist er 1.250 milljónir punda, eða jafnvirði um 217 milljarða íslenskra króna. Búist er við að kaupin verði samþykkt af ensku úrvalsdeildinni áður en langt um líður en þó að það sé ekki frágengið munu allar aðgerðir United á félagaskiptamarkaðnum núna í janúar þurfa að njóta samþykkis INEOS.
Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira