Hann sést reglulega í jakkanum Hengli úr smiðju 66°Norður og birti af sér mynd í jakkanum á Instagram-síðu sinni í gær. Hann hefur eflaust kynnst íslenska fatamerkinu fræga eftir að það opnaði verslun á Regent Street í Lundúnum fyrr á árinu.
Fred Again hefur notið gríðarlega vinsælda á síðustu árum og er ein skærasta stjarna heims í tónlistarheiminum um þessar mundir. Hann vann til verðlauna á Brit Awards árið 2020 og kom fram á hinni heimsfrægu Glastonbury-hátíð í sumar.
Hann hefur gefið út þrjár hljómplötur í fullri lengd og haldið vel sótta tónleika um allan heim síðustu ár. Meðal annars í Evrópu, Bandaríkjunum, Ástralíu og heimalandi sínu Bretlandi. Hann hefur einnig samið og framleitt lög fyrir söngvara á borð við Ed Sheeran.